Rekinn með skömm en fær laun í sex mánuði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. september 2018 07:00 Bjarni Már Júlíusson hefur verið rekinn úr starfi sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar fyrir óviðeigandi framkomu í garð samstarfsfólks. mynd/gusk ehf. Bjarni Már Júlíusson, sem rekinn var í gær sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, fyrir óviðeigandi hegðun, fær laun í sex mánuði. Samkvæmt ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) nema mánaðarlaun framkvæmdastjóra þriggja dótturfélaga rúmum 2,4 milljónum á mánuði. Áætla má að kostnaður OR vegna starfslokanna nemi 14,6 milljónum króna. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, staðfestir að Bjarni Már sé með sex mánaða uppsagnarfrest en líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra hafði forveri hans í starfi níu mánaða uppsagnarfrest. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Vísir/StefánUndanfari starfsloka Bjarna Más var Facebook-færsla frá Einari Bárðarsyni þar sem hann talaði um framkvæmdastjóra stórfyrirtækis sem „sendi klámfengna tölvupósta á kven-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú sé bara alls ekki nógu gröð.“ Síðar kom í ljós að framkvæmdastjórinn var Bjarni Már og að færslan hafði birst eftir fund Einars með forstjóra OR, Bjarna Bjarnasyni. Eiginkona Einars, Áslaug Thelma Einarsdóttir, er fyrrverandi forstöðumaður einstaklingsmarkaðs hjá ON. Af færslu Einars að dæma virðast þau upplifa það sem svo að Áslaugu hafi verið sagt upp eftir að hafa ítrekað kvartað undan Bjarna Má. Ekki náðist í Áslaugu Thelmu. Einar segir að þau muni ekki tjá sig í bili. Einar Bárðarson opnaði á málið með Facebook-færslu á miðvikudag.Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að sér hafi brugðið er hann fékk póst frá Einari á þriðjudag með upplýsingum um ósæmilega framkomu Bjarna Más. Hann hafi óskað eftir fundi með hjónunum á miðvikudagsmorgun. Byggt á því sem þar kom fram hafi hann svo boðað til stjórnarfundar eftir hádegi á miðvikudag þar sem niðurstaðan varð að láta Bjarna Má fara. Hann vísar því á bug að hafa tekið erindi Einars fálega. „Mér var mjög brugðið að sjá póstinn frá Einari, hann var þess eðlis. Á fundi okkar var það alveg skýrt að ég sagði þeim að ég gæfi engan afslátt af þeirri kröfu að stjórnendur í Orkuveitunni kæmu alltaf fram af virðingu við sitt fólk. Ég sagði líka að það væri ekki á minni hendi að ákveða hvað gerðist. Ég myndi leggja þetta fyrir stjórn sem ég gerði eftir hádegi samdægurs. Ég brást við tafarlaust.“ Bjarni Már vildi ekki ræða við Fréttablaðið en vísaði í samtöl sín við aðra miðla. Þar sagðist hann hafa gert mistök en ekki vera „dónakall“. Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30 Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Bjarni Már Júlíusson, sem rekinn var í gær sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, fyrir óviðeigandi hegðun, fær laun í sex mánuði. Samkvæmt ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) nema mánaðarlaun framkvæmdastjóra þriggja dótturfélaga rúmum 2,4 milljónum á mánuði. Áætla má að kostnaður OR vegna starfslokanna nemi 14,6 milljónum króna. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, staðfestir að Bjarni Már sé með sex mánaða uppsagnarfrest en líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra hafði forveri hans í starfi níu mánaða uppsagnarfrest. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Vísir/StefánUndanfari starfsloka Bjarna Más var Facebook-færsla frá Einari Bárðarsyni þar sem hann talaði um framkvæmdastjóra stórfyrirtækis sem „sendi klámfengna tölvupósta á kven-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú sé bara alls ekki nógu gröð.“ Síðar kom í ljós að framkvæmdastjórinn var Bjarni Már og að færslan hafði birst eftir fund Einars með forstjóra OR, Bjarna Bjarnasyni. Eiginkona Einars, Áslaug Thelma Einarsdóttir, er fyrrverandi forstöðumaður einstaklingsmarkaðs hjá ON. Af færslu Einars að dæma virðast þau upplifa það sem svo að Áslaugu hafi verið sagt upp eftir að hafa ítrekað kvartað undan Bjarna Má. Ekki náðist í Áslaugu Thelmu. Einar segir að þau muni ekki tjá sig í bili. Einar Bárðarson opnaði á málið með Facebook-færslu á miðvikudag.Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að sér hafi brugðið er hann fékk póst frá Einari á þriðjudag með upplýsingum um ósæmilega framkomu Bjarna Más. Hann hafi óskað eftir fundi með hjónunum á miðvikudagsmorgun. Byggt á því sem þar kom fram hafi hann svo boðað til stjórnarfundar eftir hádegi á miðvikudag þar sem niðurstaðan varð að láta Bjarna Má fara. Hann vísar því á bug að hafa tekið erindi Einars fálega. „Mér var mjög brugðið að sjá póstinn frá Einari, hann var þess eðlis. Á fundi okkar var það alveg skýrt að ég sagði þeim að ég gæfi engan afslátt af þeirri kröfu að stjórnendur í Orkuveitunni kæmu alltaf fram af virðingu við sitt fólk. Ég sagði líka að það væri ekki á minni hendi að ákveða hvað gerðist. Ég myndi leggja þetta fyrir stjórn sem ég gerði eftir hádegi samdægurs. Ég brást við tafarlaust.“ Bjarni Már vildi ekki ræða við Fréttablaðið en vísaði í samtöl sín við aðra miðla. Þar sagðist hann hafa gert mistök en ekki vera „dónakall“.
Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30 Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30
Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04
Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40