Rekinn með skömm en fær laun í sex mánuði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. september 2018 07:00 Bjarni Már Júlíusson hefur verið rekinn úr starfi sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar fyrir óviðeigandi framkomu í garð samstarfsfólks. mynd/gusk ehf. Bjarni Már Júlíusson, sem rekinn var í gær sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, fyrir óviðeigandi hegðun, fær laun í sex mánuði. Samkvæmt ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) nema mánaðarlaun framkvæmdastjóra þriggja dótturfélaga rúmum 2,4 milljónum á mánuði. Áætla má að kostnaður OR vegna starfslokanna nemi 14,6 milljónum króna. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, staðfestir að Bjarni Már sé með sex mánaða uppsagnarfrest en líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra hafði forveri hans í starfi níu mánaða uppsagnarfrest. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Vísir/StefánUndanfari starfsloka Bjarna Más var Facebook-færsla frá Einari Bárðarsyni þar sem hann talaði um framkvæmdastjóra stórfyrirtækis sem „sendi klámfengna tölvupósta á kven-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú sé bara alls ekki nógu gröð.“ Síðar kom í ljós að framkvæmdastjórinn var Bjarni Már og að færslan hafði birst eftir fund Einars með forstjóra OR, Bjarna Bjarnasyni. Eiginkona Einars, Áslaug Thelma Einarsdóttir, er fyrrverandi forstöðumaður einstaklingsmarkaðs hjá ON. Af færslu Einars að dæma virðast þau upplifa það sem svo að Áslaugu hafi verið sagt upp eftir að hafa ítrekað kvartað undan Bjarna Má. Ekki náðist í Áslaugu Thelmu. Einar segir að þau muni ekki tjá sig í bili. Einar Bárðarson opnaði á málið með Facebook-færslu á miðvikudag.Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að sér hafi brugðið er hann fékk póst frá Einari á þriðjudag með upplýsingum um ósæmilega framkomu Bjarna Más. Hann hafi óskað eftir fundi með hjónunum á miðvikudagsmorgun. Byggt á því sem þar kom fram hafi hann svo boðað til stjórnarfundar eftir hádegi á miðvikudag þar sem niðurstaðan varð að láta Bjarna Má fara. Hann vísar því á bug að hafa tekið erindi Einars fálega. „Mér var mjög brugðið að sjá póstinn frá Einari, hann var þess eðlis. Á fundi okkar var það alveg skýrt að ég sagði þeim að ég gæfi engan afslátt af þeirri kröfu að stjórnendur í Orkuveitunni kæmu alltaf fram af virðingu við sitt fólk. Ég sagði líka að það væri ekki á minni hendi að ákveða hvað gerðist. Ég myndi leggja þetta fyrir stjórn sem ég gerði eftir hádegi samdægurs. Ég brást við tafarlaust.“ Bjarni Már vildi ekki ræða við Fréttablaðið en vísaði í samtöl sín við aðra miðla. Þar sagðist hann hafa gert mistök en ekki vera „dónakall“. Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30 Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Bjarni Már Júlíusson, sem rekinn var í gær sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, fyrir óviðeigandi hegðun, fær laun í sex mánuði. Samkvæmt ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) nema mánaðarlaun framkvæmdastjóra þriggja dótturfélaga rúmum 2,4 milljónum á mánuði. Áætla má að kostnaður OR vegna starfslokanna nemi 14,6 milljónum króna. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, staðfestir að Bjarni Már sé með sex mánaða uppsagnarfrest en líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra hafði forveri hans í starfi níu mánaða uppsagnarfrest. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Vísir/StefánUndanfari starfsloka Bjarna Más var Facebook-færsla frá Einari Bárðarsyni þar sem hann talaði um framkvæmdastjóra stórfyrirtækis sem „sendi klámfengna tölvupósta á kven-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú sé bara alls ekki nógu gröð.“ Síðar kom í ljós að framkvæmdastjórinn var Bjarni Már og að færslan hafði birst eftir fund Einars með forstjóra OR, Bjarna Bjarnasyni. Eiginkona Einars, Áslaug Thelma Einarsdóttir, er fyrrverandi forstöðumaður einstaklingsmarkaðs hjá ON. Af færslu Einars að dæma virðast þau upplifa það sem svo að Áslaugu hafi verið sagt upp eftir að hafa ítrekað kvartað undan Bjarna Má. Ekki náðist í Áslaugu Thelmu. Einar segir að þau muni ekki tjá sig í bili. Einar Bárðarson opnaði á málið með Facebook-færslu á miðvikudag.Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að sér hafi brugðið er hann fékk póst frá Einari á þriðjudag með upplýsingum um ósæmilega framkomu Bjarna Más. Hann hafi óskað eftir fundi með hjónunum á miðvikudagsmorgun. Byggt á því sem þar kom fram hafi hann svo boðað til stjórnarfundar eftir hádegi á miðvikudag þar sem niðurstaðan varð að láta Bjarna Má fara. Hann vísar því á bug að hafa tekið erindi Einars fálega. „Mér var mjög brugðið að sjá póstinn frá Einari, hann var þess eðlis. Á fundi okkar var það alveg skýrt að ég sagði þeim að ég gæfi engan afslátt af þeirri kröfu að stjórnendur í Orkuveitunni kæmu alltaf fram af virðingu við sitt fólk. Ég sagði líka að það væri ekki á minni hendi að ákveða hvað gerðist. Ég myndi leggja þetta fyrir stjórn sem ég gerði eftir hádegi samdægurs. Ég brást við tafarlaust.“ Bjarni Már vildi ekki ræða við Fréttablaðið en vísaði í samtöl sín við aðra miðla. Þar sagðist hann hafa gert mistök en ekki vera „dónakall“.
Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30 Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30
Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04
Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40