Alfreð: Tækifæri til að sýna hvort menn séu klárir Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 16:30 Alfreð Finnbogason S2 Sport Alfreð Finnbogason skorar eins og enginn sé morgundagurinn í þýsku Bundesligunni í fótbolta, hann er með sjö mörk í sex leikjum á tímabilinu. Alfreð kemur í frábæru formi inn í landsliðshóp Íslands sem spilar við Belgíu og Katar á næstu dögum. Guðmundur Benediktsson hitti Alfreð á æfingu liðsins í Belgíu í dag og var fyrsta spurning hvort þýska deildin væri hreinlega of auðveld? „Ég held það væri hrokafullt að segja það,“ sagði Alfreð og brosti. „Það hefur gengið mjög vel hingað til síðan ég kom úr meiðslunum. Ég veit líka hvernig fótboltinn virkar og þetta er fljótt að breytast, ég ætla að njóta þess núna á meðan þetta gengur.“ Alfreð byrjaði tímabilið meiddur og var ekki með íslenska landsliðinu í fyrsta verkefni haustsins þegar liðið fékk skell úti í Sviss og mætti Belgíu á Laugardalsvelli. Hvernig er standið á honum í dag? „Nokkuð góður. Ég þurfti að fara varlega af stað eftir þessi meiðsl og þarf ennþá að fara smá varlega þegar það koma vikur með þremur leikjum eða stutt á milli leikja, þá finn ég stundum til í hnénu.“ „Í grunninn er ég góður og þetta truflar mig ekkert í leikjum.“Belgar fóru illa með Íslendinga á Laugardalsvelli í septembervísir/vilhelmBelgar eru efsta lið heimslistans um þessar mundir og er verkefnið sem fram undan er ærið. „Það er engin spurning. Sama hvenær við spilum á móti Frakklandi, Belgíu eða topp liðum, það er alltaf erfitt og við gerum okkur fulla grein fyrir því.“ „En við þurfum að finna ellefu leikmenn sem trúa á það að við getum farið inn á völlinn og náð í úrslit,“ sagði Alfreð en hann er einn af fáum byrjunarliðsmönnum síðustu ára sem ekki er meiddur. „Auðvitað er svekkjandi að missa leikmenn, við misstum held ég átta leikmenn sem hafa verið í kringum byrjunarliðið síðustu fjögur, fimm ár. Við getum alveg búið til afsakanir fyrir því en þetta er bara tækifæri fyrir aðra.“ „Ef ég væri ungur leikmaður þá myndi ég ekkert vilja neitt meira en að spila á móti bestu leikmönnum í heimi og þeir fá núna tækifæri til að sýna hvort þeir séu klárir í það eða ekki.“ „Annað hvort verður þetta þannig leikur að ungir leikmenn stimpla sig inn og sýna að þeir séu klárir á þetta level eða þá að þetta verður reynsla fyrir þá sem þeir taka með sér næstu árin.“Alfreð hefur verið heitur efitr að hann kom til baka úr meiðslumvísir/gettyLeikurinn við Belga er sá síðasti í Þjóðadeild UEFA í bili hjá íslenska liðinu. Hvernig hefur þessi nýja keppni UEFA hitt Alfreð? „Ömurlega,“ sagði framherjinn einfaldlega en glotti þó, Ísland steinlá fyrir Sviss ytra og tapaði svo fyrir bæði Belgíu og Sviss á heimavelli og er liðið fallið í B-deild keppninnar. „Ég held enginn Íslendingur sé mikill aðdáandi Þjóðadeildarinnar í grunninn. Við erum ennþá að átta okkur á þessari keppni og ég held við verðum sterkari næst.“ „Vorum gríðarlega óheppnir með meiðsl og gátum aldrei stillt upp okkar besta liði. Það er svekkjandi þegar við þurfum á því að halda í þessum gríðarlega sterka riðli. Við verðum að sætta okkur við fall í þetta skiptið og vonandi verðum við tilbúnir næst þegar Þjóðadeildin fer af stað.“ En er enn trú fyrir fimmtudeginum? „Ekki spurning. Eins og ég sé þetta höfum við ekki miklu að tapa. Við endum neðstir í riðlinum en góð frammistaða getur gefið okkur mikið þegar alvaran hefst í mars.“ Leikur Belgíu og Íslands hefst klukkan 19:45 á fimmtudaginn 15. nóvember. Hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun á slaginu 19:00.Klippa: Alfreð: Þurfum ellefu leikmenn sem trúa að við náum í úrslit Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira
Alfreð Finnbogason skorar eins og enginn sé morgundagurinn í þýsku Bundesligunni í fótbolta, hann er með sjö mörk í sex leikjum á tímabilinu. Alfreð kemur í frábæru formi inn í landsliðshóp Íslands sem spilar við Belgíu og Katar á næstu dögum. Guðmundur Benediktsson hitti Alfreð á æfingu liðsins í Belgíu í dag og var fyrsta spurning hvort þýska deildin væri hreinlega of auðveld? „Ég held það væri hrokafullt að segja það,“ sagði Alfreð og brosti. „Það hefur gengið mjög vel hingað til síðan ég kom úr meiðslunum. Ég veit líka hvernig fótboltinn virkar og þetta er fljótt að breytast, ég ætla að njóta þess núna á meðan þetta gengur.“ Alfreð byrjaði tímabilið meiddur og var ekki með íslenska landsliðinu í fyrsta verkefni haustsins þegar liðið fékk skell úti í Sviss og mætti Belgíu á Laugardalsvelli. Hvernig er standið á honum í dag? „Nokkuð góður. Ég þurfti að fara varlega af stað eftir þessi meiðsl og þarf ennþá að fara smá varlega þegar það koma vikur með þremur leikjum eða stutt á milli leikja, þá finn ég stundum til í hnénu.“ „Í grunninn er ég góður og þetta truflar mig ekkert í leikjum.“Belgar fóru illa með Íslendinga á Laugardalsvelli í septembervísir/vilhelmBelgar eru efsta lið heimslistans um þessar mundir og er verkefnið sem fram undan er ærið. „Það er engin spurning. Sama hvenær við spilum á móti Frakklandi, Belgíu eða topp liðum, það er alltaf erfitt og við gerum okkur fulla grein fyrir því.“ „En við þurfum að finna ellefu leikmenn sem trúa á það að við getum farið inn á völlinn og náð í úrslit,“ sagði Alfreð en hann er einn af fáum byrjunarliðsmönnum síðustu ára sem ekki er meiddur. „Auðvitað er svekkjandi að missa leikmenn, við misstum held ég átta leikmenn sem hafa verið í kringum byrjunarliðið síðustu fjögur, fimm ár. Við getum alveg búið til afsakanir fyrir því en þetta er bara tækifæri fyrir aðra.“ „Ef ég væri ungur leikmaður þá myndi ég ekkert vilja neitt meira en að spila á móti bestu leikmönnum í heimi og þeir fá núna tækifæri til að sýna hvort þeir séu klárir í það eða ekki.“ „Annað hvort verður þetta þannig leikur að ungir leikmenn stimpla sig inn og sýna að þeir séu klárir á þetta level eða þá að þetta verður reynsla fyrir þá sem þeir taka með sér næstu árin.“Alfreð hefur verið heitur efitr að hann kom til baka úr meiðslumvísir/gettyLeikurinn við Belga er sá síðasti í Þjóðadeild UEFA í bili hjá íslenska liðinu. Hvernig hefur þessi nýja keppni UEFA hitt Alfreð? „Ömurlega,“ sagði framherjinn einfaldlega en glotti þó, Ísland steinlá fyrir Sviss ytra og tapaði svo fyrir bæði Belgíu og Sviss á heimavelli og er liðið fallið í B-deild keppninnar. „Ég held enginn Íslendingur sé mikill aðdáandi Þjóðadeildarinnar í grunninn. Við erum ennþá að átta okkur á þessari keppni og ég held við verðum sterkari næst.“ „Vorum gríðarlega óheppnir með meiðsl og gátum aldrei stillt upp okkar besta liði. Það er svekkjandi þegar við þurfum á því að halda í þessum gríðarlega sterka riðli. Við verðum að sætta okkur við fall í þetta skiptið og vonandi verðum við tilbúnir næst þegar Þjóðadeildin fer af stað.“ En er enn trú fyrir fimmtudeginum? „Ekki spurning. Eins og ég sé þetta höfum við ekki miklu að tapa. Við endum neðstir í riðlinum en góð frammistaða getur gefið okkur mikið þegar alvaran hefst í mars.“ Leikur Belgíu og Íslands hefst klukkan 19:45 á fimmtudaginn 15. nóvember. Hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun á slaginu 19:00.Klippa: Alfreð: Þurfum ellefu leikmenn sem trúa að við náum í úrslit
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira