Ríkharður átti metið allt þar til í gær að Albert Guðmundsson sló það með því að skora þrennu í 4-1 sigri á Indónesíu.
Albert Guðmundsson er fæddur um miðjan júnímánuð 1997 og er því ekki enn búinn að halda upp á 21 árs afmælið sitt. Þetta var líka aðeins hans þriðji A-landsleikur.
Albert var ekki í byrjunarliðinu en kom inná snemma leiks. Hann skoraði fyrsta markið sitt á lokasekúndu fyrri hálfleiks en í seinni hálfleik skoraði hann fyrst úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur og svo eftir mikinn og langan sprett inn í vítateiginn.
Öll mörkin má sjá hér að neðan en leikurinn var sýndur á RÚV.
Albert Guðmundsson jafnar fyrir Ísland á annarri mínútu viðbótartíma fyrri hálfleiks. 1-1 í hálfleik. Fyrsta A-landsliðsmark Alberts. #INDISL pic.twitter.com/KQ5ejt4A4Y
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018
Albert bætti öðru marki sínu við úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur á 64. mínútu. #INDISL pic.twitter.com/WREuyTxYJm
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018
Og Albert kominn með þrennuna gegn Indónesíu. 4-1 fyrir Ísland. #INDISL pic.twitter.com/wLbwxGlMFi
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018

Ríkharður á því enn metið yfir þann yngsta sem hefur skorað fernu í A-landsleik. Ríkharður hefur verið að missa markametin sín á síðustu árum en ætti að geta haldið því meti eitthvað lengur.
Auk þess að bæta þetta met þá varð Albert ennfremur fyrsti varamaðurinn sem skorar þrennu fyrir íslenska landsliðið.
Yngstu leikmenn til að skora þrennu í A-landsleik karla:
20 ára og 7 mánaða
Albert Guðmundsson - 3 mörk á móti Indónesíu 14. janúar 2018
21 árs, 7 mánaða og 17 daga
Ríkharður Jónsson - 4 mörk á móti Svíþjóð 29. júní 1951
22 ára, 10 mánaða og 11 daga
Jóhann Berg Guðmundsson - 3 mörk á móti Sviss 6. september 2013
22 ára, 10 mánaða og 26 daga
Ragnar Margeirsson - 3 mörk á móti Færeyjum 10. júlí 1985
23 ára, 5 mánaða og 9 daga
Teitur Þórðarson - 3 mörk á móti Færeyjum 23. júní 1975