Jón leiðir samgönguáætlun til lykta eftir brotthvarf Bergþórs Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2018 20:30 Jón Gunnarsson, starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, á nefndarfundinum í morgun. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Klaustursmálið hefur haft þær pólitísku afleiðingar að það kemur í hlut nýs þingnefndarformanns að leiða til lykta eitt stærsta mál þingsins, samgönguáætlun, og það strax í næstu viku. Breytingin gæti orðið til þess að skýr skilaboð verði gefin um veggjöld til að flýta framkvæmdum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun hefur verið aðalmál umhverfis- og samgöngunefndar á haustþingi en núna er það ekki lengur Miðflokksþingmaðurinn Bergþór Ólason sem situr í forsæti nefndarinnar heldur sjálfstæðismaðurinn Jón Gunnarsson, eftir að Bergþór fór í ótímabundið leyfi frá þingmennsku. En hefur þetta áhrif á áherslur í nefndinni? Samgönguáætlun var til umræðu á fundi þingnefndarinnar í morgun. Jón Gunnarsson situr í forsæti.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Jú, þessi uppákoma hefur eðlilega haft áhrif bara á störf þingsins almennt, - ekkert sérstaklega í okkar nefnd. En við höldum auðvitað bara áfram okkar vinnu. En þetta hefur haft áhrif á störfin svona í heild sinni,“ svarar Jón Gunnarsson. Svo vill til að Jón gegndi embætti samgönguráðherra um ellefu mánaða skeið á síðasta ári og kynnti þá hugmyndir um veggjöld til að flýta framkvæmdum, en hlaut fyrir gagnrýni, meðal annars frá Sigurði Inga Jóhannssyni, núverandi samgönguráðherra. -Muntu ná þínum hugmyndum í gegnum samgöngunefnd sem formaður núna? „Þetta er eitt af því sem hefur verið rætt mikið við gestakomur á nefndarfundum í haust um samgönguáætlun. Og það hafa auðvitað breyst mjög viðhorfin í samfélaginu gagnvart þessu.“Frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar. Karl Gauti Hjaltason og Jón Gunnarsson.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stefnt er að því nefndin afgreiði bæði fimm ára og fimmtán ára samgönguáætlun frá sér í næstu viku og vonast Jón til að ná samstöðu um skýr skilaboð um veggjöld. „Ég fagna því auðvitað að það er núna orðin þessi víðtækari sátt um þessa leið. Við erum svona að glíma við það í nefndinni núna hvort við getum unnið eitthvað með þær áherslur þannig að það megi koma svona skilaboð frá þinginu við afgreiðslu málsins; að það verði farið í það að reyna að flýta framkvæmdum, taka stærri og betri skref bara á næstu árum,“ segir Jón Gunnarsson, starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Klaustursmálið hefur haft þær pólitísku afleiðingar að það kemur í hlut nýs þingnefndarformanns að leiða til lykta eitt stærsta mál þingsins, samgönguáætlun, og það strax í næstu viku. Breytingin gæti orðið til þess að skýr skilaboð verði gefin um veggjöld til að flýta framkvæmdum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun hefur verið aðalmál umhverfis- og samgöngunefndar á haustþingi en núna er það ekki lengur Miðflokksþingmaðurinn Bergþór Ólason sem situr í forsæti nefndarinnar heldur sjálfstæðismaðurinn Jón Gunnarsson, eftir að Bergþór fór í ótímabundið leyfi frá þingmennsku. En hefur þetta áhrif á áherslur í nefndinni? Samgönguáætlun var til umræðu á fundi þingnefndarinnar í morgun. Jón Gunnarsson situr í forsæti.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Jú, þessi uppákoma hefur eðlilega haft áhrif bara á störf þingsins almennt, - ekkert sérstaklega í okkar nefnd. En við höldum auðvitað bara áfram okkar vinnu. En þetta hefur haft áhrif á störfin svona í heild sinni,“ svarar Jón Gunnarsson. Svo vill til að Jón gegndi embætti samgönguráðherra um ellefu mánaða skeið á síðasta ári og kynnti þá hugmyndir um veggjöld til að flýta framkvæmdum, en hlaut fyrir gagnrýni, meðal annars frá Sigurði Inga Jóhannssyni, núverandi samgönguráðherra. -Muntu ná þínum hugmyndum í gegnum samgöngunefnd sem formaður núna? „Þetta er eitt af því sem hefur verið rætt mikið við gestakomur á nefndarfundum í haust um samgönguáætlun. Og það hafa auðvitað breyst mjög viðhorfin í samfélaginu gagnvart þessu.“Frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar. Karl Gauti Hjaltason og Jón Gunnarsson.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stefnt er að því nefndin afgreiði bæði fimm ára og fimmtán ára samgönguáætlun frá sér í næstu viku og vonast Jón til að ná samstöðu um skýr skilaboð um veggjöld. „Ég fagna því auðvitað að það er núna orðin þessi víðtækari sátt um þessa leið. Við erum svona að glíma við það í nefndinni núna hvort við getum unnið eitthvað með þær áherslur þannig að það megi koma svona skilaboð frá þinginu við afgreiðslu málsins; að það verði farið í það að reyna að flýta framkvæmdum, taka stærri og betri skref bara á næstu árum,“ segir Jón Gunnarsson, starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00
Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45