Konur, menntað og eldra fólk vilja heldur halda í dönskuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2018 14:32 Danir eru hvítir og rauðir eins og segir í samnefndu lagi sem fylgt hefur knattspyrnulandsliðum þjóðarinnar frá því á HM 1986 í Mexíkó. Vísir/Getty Skiptar skoðanir eru á meðal landsmanna á því hvort hætta eigi dönskukennslu í grunnskólum landsins og kenna annað tungumál í staðinn. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 12. til 18. júní. Svarendur skiptust í jafnar fylkingar í afstöðu sinni til málsins en 38% voru andvíg og 38% fylgjandi breytingum á tungumálakennslu, þar af 18% mjög andvíg og 21% mjög fylgjandi. 24% svarenda kváðust hvorki andvígir né fylgjandi slíkum breytingum. Nokkurn mun var að sjá á afstöðu svarenda eftir lýðfræðihópum. Konur (41%) voru líklegri heldur en karlar (35%) til að segjast andvígar hugmyndum um að hætta dönskukennslu í grunnskólum landsins og kenna annað tungumál í staðinn en um fjórðungur karla (24%) kvaðst mjög fylgjandi slíkum breytingum. Andstaða við breytingar á dönskukennslu jókst eftir aldri en svarendur 68 ára og eldri (52%) voru líklegastir til að styðja við óbreytt fyrirkomulag. Andstaða við breytingar á dönskukennslu jókst einnig með aukinni menntun en tæp 52% háskólamenntaðra sögðust frekar eða mjög andvíg hugmyndum um breytingar á kennslu, samanborið við tæp 23% þeirra sem lokið höfðu skólagöngu sinni eftir útskrift úr grunnskóla. Þá jókst andstaða gegn breytingum einnig með auknum heimilistekjum. Engan mun var að sjá á afstöðu svarenda eftir búsetu. Þegar litið var til stjórnmálaskoðana svarenda mátti einnig sjá mun á afstöðu svarenda. Stuðningsfólk Vinstri grænna (63%) og Framsóknarflokks (57%) var líklegast til að lýsa andstöðu gegn breytingum á dönskukennslu en þar af sögðust tæplega 30% stuðningsfólks Vinstri grænna mjög andvíg slíkum breytingum. Stuðningsfólk Viðreisnar (50%), Miðflokks (45%) og Pírata (44%) voru hins vegar líklegust til að vera fylgjandi þeirri hugmynd að kenna annað tungumál í grunnskólum í stað dönsku. Könnunin fór fram í spurningavagni MMR og voru 925 einstaklingar sem svöruðu spurningunni: Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ert þú hugmyndum um að hætta dönskukennslu í grunnskólum landsins og kenna annað tungumál í staðinn?“Nánar má lesa um niðurstöðuna í könnun MMR hér. Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Skiptar skoðanir eru á meðal landsmanna á því hvort hætta eigi dönskukennslu í grunnskólum landsins og kenna annað tungumál í staðinn. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 12. til 18. júní. Svarendur skiptust í jafnar fylkingar í afstöðu sinni til málsins en 38% voru andvíg og 38% fylgjandi breytingum á tungumálakennslu, þar af 18% mjög andvíg og 21% mjög fylgjandi. 24% svarenda kváðust hvorki andvígir né fylgjandi slíkum breytingum. Nokkurn mun var að sjá á afstöðu svarenda eftir lýðfræðihópum. Konur (41%) voru líklegri heldur en karlar (35%) til að segjast andvígar hugmyndum um að hætta dönskukennslu í grunnskólum landsins og kenna annað tungumál í staðinn en um fjórðungur karla (24%) kvaðst mjög fylgjandi slíkum breytingum. Andstaða við breytingar á dönskukennslu jókst eftir aldri en svarendur 68 ára og eldri (52%) voru líklegastir til að styðja við óbreytt fyrirkomulag. Andstaða við breytingar á dönskukennslu jókst einnig með aukinni menntun en tæp 52% háskólamenntaðra sögðust frekar eða mjög andvíg hugmyndum um breytingar á kennslu, samanborið við tæp 23% þeirra sem lokið höfðu skólagöngu sinni eftir útskrift úr grunnskóla. Þá jókst andstaða gegn breytingum einnig með auknum heimilistekjum. Engan mun var að sjá á afstöðu svarenda eftir búsetu. Þegar litið var til stjórnmálaskoðana svarenda mátti einnig sjá mun á afstöðu svarenda. Stuðningsfólk Vinstri grænna (63%) og Framsóknarflokks (57%) var líklegast til að lýsa andstöðu gegn breytingum á dönskukennslu en þar af sögðust tæplega 30% stuðningsfólks Vinstri grænna mjög andvíg slíkum breytingum. Stuðningsfólk Viðreisnar (50%), Miðflokks (45%) og Pírata (44%) voru hins vegar líklegust til að vera fylgjandi þeirri hugmynd að kenna annað tungumál í grunnskólum í stað dönsku. Könnunin fór fram í spurningavagni MMR og voru 925 einstaklingar sem svöruðu spurningunni: Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ert þú hugmyndum um að hætta dönskukennslu í grunnskólum landsins og kenna annað tungumál í staðinn?“Nánar má lesa um niðurstöðuna í könnun MMR hér.
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira