Vítaspyrnan á Perisic „fáránleg ákvörðun“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júlí 2018 20:30 Perisic fær boltann í hendina inni á teignum Vísir/Getty Frakkar urðu í dag heimsmeistarar með 4-2 sigri á Króatíu í úrslitaleiknum í Moskvu. Umdeildasta atvik úrslitaleiksins var vítaspyrnan sem Króatar fengu dæmda á sig í fyrri hálfleik. Ivan Perisic fékk boltann í hendina inni á teignum eftir hornspyrnu Frakka. Perisic hoppaði upp í skallaeinvígi og það var ekki að sjá neinn ásetning í því að handleika boltann. Dómari leiksins, Nestor Pitana, dæmdi ekkert en eftir skilaboð í eyrað ákvað hann að skoða atvikið á myndbandsupptökum og dæmdi í kjölfarið vítaspyrnu. „Það er ekki séns að svona fáránleg ákvörðun eigi að verða örlagavaldur í úrslitaleik. Úrslitaleikurinn á það ekki skilið eftir þetta frábæra mót,“ sagði Alan Shearer á BBC. „Króatar hafa verið frábærir og þeir eru að tapa leiknum vegna aukaspyrnu sem átti ekki að vera aukaspyrna og vítaspyrnu sem átti ekki að vera vítaspyrna.“ Fyrsta mark Frakka kom upp úr aukaspyrnu Antoine Griezmann, Mario Mandzukic skallaði spyrnuna í eigið net. Staðan í hálfleik í leiknum var 2-1. Með Shearer í setti BBC var Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður enska landsliðsins. „Það er ekki hægt að segja með 100 prósent öryggi að þetta sé vítaspyrna og hann hafi ætlað að fara í boltann. Hann er ekki að reyna að handleika boltann. Hann er of nálægt honum til þess að ná að bregðast við,“ sagði Ferdinand. „Það að dómarinn tók sér svona langan tíma í að dæma þetta segir okkur að hann sé ekki viss.“ Fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, Jurgen Klinsmann, sagði þetta ekki vera vítaspyrnu því dómarinn sé ekki viss. Annar fyrrum landsliðsmaður Englendinga, Chris Waddle, var hins vegar á sama máli og dómarinn. „Ég held þetta sé víti. Ég hefði dæmt víti. Perisic kom í veg fyrir að boltinn bærist inn á teiginn.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sjá meira
Frakkar urðu í dag heimsmeistarar með 4-2 sigri á Króatíu í úrslitaleiknum í Moskvu. Umdeildasta atvik úrslitaleiksins var vítaspyrnan sem Króatar fengu dæmda á sig í fyrri hálfleik. Ivan Perisic fékk boltann í hendina inni á teignum eftir hornspyrnu Frakka. Perisic hoppaði upp í skallaeinvígi og það var ekki að sjá neinn ásetning í því að handleika boltann. Dómari leiksins, Nestor Pitana, dæmdi ekkert en eftir skilaboð í eyrað ákvað hann að skoða atvikið á myndbandsupptökum og dæmdi í kjölfarið vítaspyrnu. „Það er ekki séns að svona fáránleg ákvörðun eigi að verða örlagavaldur í úrslitaleik. Úrslitaleikurinn á það ekki skilið eftir þetta frábæra mót,“ sagði Alan Shearer á BBC. „Króatar hafa verið frábærir og þeir eru að tapa leiknum vegna aukaspyrnu sem átti ekki að vera aukaspyrna og vítaspyrnu sem átti ekki að vera vítaspyrna.“ Fyrsta mark Frakka kom upp úr aukaspyrnu Antoine Griezmann, Mario Mandzukic skallaði spyrnuna í eigið net. Staðan í hálfleik í leiknum var 2-1. Með Shearer í setti BBC var Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður enska landsliðsins. „Það er ekki hægt að segja með 100 prósent öryggi að þetta sé vítaspyrna og hann hafi ætlað að fara í boltann. Hann er ekki að reyna að handleika boltann. Hann er of nálægt honum til þess að ná að bregðast við,“ sagði Ferdinand. „Það að dómarinn tók sér svona langan tíma í að dæma þetta segir okkur að hann sé ekki viss.“ Fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, Jurgen Klinsmann, sagði þetta ekki vera vítaspyrnu því dómarinn sé ekki viss. Annar fyrrum landsliðsmaður Englendinga, Chris Waddle, var hins vegar á sama máli og dómarinn. „Ég held þetta sé víti. Ég hefði dæmt víti. Perisic kom í veg fyrir að boltinn bærist inn á teiginn.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sjá meira
Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00