Hilmar Árni um atvinnumennskuna: Markmiðin með Stjörnunni skipta mestu máli akkúrat núna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júlí 2018 19:45 Hilmar Árni Halldórsson hefur farið á kostum í liði Stjörnunnar í Pepsi deild karla í sumar. Hann er markahæstur í deildinni með 13 mörk. Síðasta sumar var mikið rætt um markaskorun Andra Rúnars Bjarnasonar í Grindavíkurliðinu en hann kláraði mótið með því að jafna markametið í deildinni sem er 19 mörk. Stjarnan á enn eftir 10 leiki í deildinni svo Hilmar Árni gæti vel bætt metið haldi hann áfram með sama hætti. Andri Rúnar hafði skorað 10 mörk á þessum tíma síðasta sumar. „Það eru margir í kringum mig sem eru að pæla í þessu en ég er með fókusinn á liðið og markmið okkar sem lið. Mér finnst það verðugra en hitt er bara bónus,“ sagði Hilmar Árni við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er ekkert íþyngjandi. Gaman að heyra þegar fólk er að pæla í þessu en það truflar mig ekki neitt.“ Það gengur vel í Garðabænum þessa dagana, liðið er á toppi Pepsi deildarinnar, spilar til undanúrslita í Mjólkurbikarnum og er í góðum séns að að komast áfram í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag. „Gott teymi í kringum okkur og þetta er allt vel undirbúið. Frábærir leikmenn og gott lið. Það þarf allt að spila saman ef við ætlum að gera hluti og halda því áfram. Það hefur gengið vel núna en það þýðir ekkert að slaka á.“ Hilmar Árni lék með Leikni frá árunum 2008-2015 og skoraði 31 mark í 115 leikjum. „Frábært félag sem ég elska. Frábærlega staðið að öllu þar og ég fékk virkilega góða þjálfun þar. Við vorum svolítil fjölskylda þar að komast upp í efstu deild í fyrsta skipti og það er eitt af því sem mér finnst hvað skemmtilegast á mínum ferli.“ Mikið hefur verið rætt um það hvort Hilmar Árni gæti farið út í atvinnumennsku. Hann sjálfur stefnir ekki sérstaklega þangað en möguleikinn er fyrir hendi banki rétta tækifærið á dyrnar. „Ég stefndi að því í langan tíma að fá að reyna mig á hærra leveli en akkúrat núna er ég bara ánægður hérna og líður vel. Við erum að spila vel og það eru markmiðin mín hérna sem skipta mig mestu máli,“ sagði Hilmar Árni Halldórsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
Hilmar Árni Halldórsson hefur farið á kostum í liði Stjörnunnar í Pepsi deild karla í sumar. Hann er markahæstur í deildinni með 13 mörk. Síðasta sumar var mikið rætt um markaskorun Andra Rúnars Bjarnasonar í Grindavíkurliðinu en hann kláraði mótið með því að jafna markametið í deildinni sem er 19 mörk. Stjarnan á enn eftir 10 leiki í deildinni svo Hilmar Árni gæti vel bætt metið haldi hann áfram með sama hætti. Andri Rúnar hafði skorað 10 mörk á þessum tíma síðasta sumar. „Það eru margir í kringum mig sem eru að pæla í þessu en ég er með fókusinn á liðið og markmið okkar sem lið. Mér finnst það verðugra en hitt er bara bónus,“ sagði Hilmar Árni við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er ekkert íþyngjandi. Gaman að heyra þegar fólk er að pæla í þessu en það truflar mig ekki neitt.“ Það gengur vel í Garðabænum þessa dagana, liðið er á toppi Pepsi deildarinnar, spilar til undanúrslita í Mjólkurbikarnum og er í góðum séns að að komast áfram í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag. „Gott teymi í kringum okkur og þetta er allt vel undirbúið. Frábærir leikmenn og gott lið. Það þarf allt að spila saman ef við ætlum að gera hluti og halda því áfram. Það hefur gengið vel núna en það þýðir ekkert að slaka á.“ Hilmar Árni lék með Leikni frá árunum 2008-2015 og skoraði 31 mark í 115 leikjum. „Frábært félag sem ég elska. Frábærlega staðið að öllu þar og ég fékk virkilega góða þjálfun þar. Við vorum svolítil fjölskylda þar að komast upp í efstu deild í fyrsta skipti og það er eitt af því sem mér finnst hvað skemmtilegast á mínum ferli.“ Mikið hefur verið rætt um það hvort Hilmar Árni gæti farið út í atvinnumennsku. Hann sjálfur stefnir ekki sérstaklega þangað en möguleikinn er fyrir hendi banki rétta tækifærið á dyrnar. „Ég stefndi að því í langan tíma að fá að reyna mig á hærra leveli en akkúrat núna er ég bara ánægður hérna og líður vel. Við erum að spila vel og það eru markmiðin mín hérna sem skipta mig mestu máli,“ sagði Hilmar Árni Halldórsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira