Eiga líka líf utan vinnu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 20:30 Um áttatíu prósent sautján ára barna á Íslandi hafa þegar aflað sér reynslu á vinnumarkaði, flest við verslun og þjónustu. Menntaskólanemendur segjast hafa heyrt ljótar sögur af reynslu jafnaldra sinna á vinnumarkaði og telja að auka þurfi fræðslu um réttindi barna á vinnumarkaði. Hagstofa Íslands birti í dag nýja greinagerð um þátttöku barna á íslenskum vinnumarkaði. Börn hefja aðlögun að einhverju marki að íslenskum vinnumarkaði við 13 ára og er atvinnuþátttaka mest yfir sumarmánuðina að því er fram kemur í greinagerðinni. Athygli vekur að hlutfall 17 ára barna á vinnumarkaði er almennt hærra en atvinnuþátttaka ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára yfir sumarmánuðina. Sé hlutfall starfandi barna skoðað eftir atvinnugreinum kemur í ljós að flest börn á aldrinum 13 til 17 ára starfa við heild- og smásöluverslun eða á bilinu 25-40 prósent þeirra sem vinna. Til samanburðar starfa innan við 20% ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára á vinnumarkaði við sambærileg störf.Oft á gráu svæði Atvinnuþátttaka barna var til umræðu á málþingi á vegum Umboðsmanns barna og Vinnueftirlitsins í dag þar sem fulltrúar ráðgjafanefndar Umboðsmanns barna lýstu reynslu sinni og sögum sem þau hafa heyrt af öðrum. „Til dæmis af fólki sem að hefur verið í mjög gráum aðstæðum á vinnumarkaði, mjög „sketsí“ hlutir í gangi. Fólki borgað á svörtu fyrir að tilkynna ekki alvarleg vinnuslys,“ segir Kristján Helgason, 18 ára nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð.En hvað þurfa vinnuveitendur sem hafa börn og unglinga í vinnu að hafa í huga? „Að krakkar eru stundum líka bara krakkar og það þarf að skilja það að krakkar eru krakkar. Þeir eiga líf líka utan vinnu, þeir eru í skóla og þurfa að læra og geta ekki verið alltaf að vinna bara stanslaust,“ segir Vigdís Sóley Vignisdóttir, 16 ára nemi í MH. Aðspurð segjast þau ekki vera hlynnt því að settar verði of strangar reglur eða að lagt verði bann við atvinnuþátttöku barna. Þau telja jákvætt að börn á Íslandi hafi tækifæri til að kynnast vinnumarkaði svo lengi sem vel sé hugað að réttindum þeirra, fræðslu og aðbúnaði. „Mér finnst að krakkar eigi bara að hafa val um hvort þeir treysti sér að vinna eða vinna ekki,“ segir Vigdís og Kristján tekur í sama streng. „Af því að það er svo mikill skortur á fræðslu þá vita börn mjög lítið um þessi tæknilegu atriði sem að fylgja því að vera í vinnu og líka réttindi sín og skyldur. Það þarf bara að sýna því svolítið tillit, að minnsta kosti þangað til að þessi fræðsla er komin í gang og það er hægt að treysta því að þau séu með allt á hreinu.“ Tengdar fréttir Allt að þúsund króna munur á tímakaupi í vinnuskóla sveitarfélaganna Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. 7. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Um áttatíu prósent sautján ára barna á Íslandi hafa þegar aflað sér reynslu á vinnumarkaði, flest við verslun og þjónustu. Menntaskólanemendur segjast hafa heyrt ljótar sögur af reynslu jafnaldra sinna á vinnumarkaði og telja að auka þurfi fræðslu um réttindi barna á vinnumarkaði. Hagstofa Íslands birti í dag nýja greinagerð um þátttöku barna á íslenskum vinnumarkaði. Börn hefja aðlögun að einhverju marki að íslenskum vinnumarkaði við 13 ára og er atvinnuþátttaka mest yfir sumarmánuðina að því er fram kemur í greinagerðinni. Athygli vekur að hlutfall 17 ára barna á vinnumarkaði er almennt hærra en atvinnuþátttaka ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára yfir sumarmánuðina. Sé hlutfall starfandi barna skoðað eftir atvinnugreinum kemur í ljós að flest börn á aldrinum 13 til 17 ára starfa við heild- og smásöluverslun eða á bilinu 25-40 prósent þeirra sem vinna. Til samanburðar starfa innan við 20% ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára á vinnumarkaði við sambærileg störf.Oft á gráu svæði Atvinnuþátttaka barna var til umræðu á málþingi á vegum Umboðsmanns barna og Vinnueftirlitsins í dag þar sem fulltrúar ráðgjafanefndar Umboðsmanns barna lýstu reynslu sinni og sögum sem þau hafa heyrt af öðrum. „Til dæmis af fólki sem að hefur verið í mjög gráum aðstæðum á vinnumarkaði, mjög „sketsí“ hlutir í gangi. Fólki borgað á svörtu fyrir að tilkynna ekki alvarleg vinnuslys,“ segir Kristján Helgason, 18 ára nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð.En hvað þurfa vinnuveitendur sem hafa börn og unglinga í vinnu að hafa í huga? „Að krakkar eru stundum líka bara krakkar og það þarf að skilja það að krakkar eru krakkar. Þeir eiga líf líka utan vinnu, þeir eru í skóla og þurfa að læra og geta ekki verið alltaf að vinna bara stanslaust,“ segir Vigdís Sóley Vignisdóttir, 16 ára nemi í MH. Aðspurð segjast þau ekki vera hlynnt því að settar verði of strangar reglur eða að lagt verði bann við atvinnuþátttöku barna. Þau telja jákvætt að börn á Íslandi hafi tækifæri til að kynnast vinnumarkaði svo lengi sem vel sé hugað að réttindum þeirra, fræðslu og aðbúnaði. „Mér finnst að krakkar eigi bara að hafa val um hvort þeir treysti sér að vinna eða vinna ekki,“ segir Vigdís og Kristján tekur í sama streng. „Af því að það er svo mikill skortur á fræðslu þá vita börn mjög lítið um þessi tæknilegu atriði sem að fylgja því að vera í vinnu og líka réttindi sín og skyldur. Það þarf bara að sýna því svolítið tillit, að minnsta kosti þangað til að þessi fræðsla er komin í gang og það er hægt að treysta því að þau séu með allt á hreinu.“
Tengdar fréttir Allt að þúsund króna munur á tímakaupi í vinnuskóla sveitarfélaganna Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. 7. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Allt að þúsund króna munur á tímakaupi í vinnuskóla sveitarfélaganna Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. 7. nóvember 2018 20:30