Allt að þúsund króna munur á tímakaupi í vinnuskóla sveitarfélaganna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 20:30 Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. Umboðsmaður barna hefur gert úttekt á fyrirkomulagi vinnuskóla sveitarfélaganna fyrir börn á aldrinum 13-15 ára í sumar. Tímakaup er lægst fyrir nemendur í 7. bekk hjá Borgarbyggð, 437 kr. á tímann, en hæst laun býður Svalbarðshreppur sem greiðir öllum 1.484 krónur á tímann óháð aldri. Blönduósbær og Sveitarfélagið Skagaströnd greiða nemendum í 8. bekk 498 krónur á tímann sem er rétt tæpum þúsund krónum minna en jafnaldrar þeirra í Svalbraðshreppi fá í laun. „Það er töluvert mikill munur á tímakaupi hjá börnum og það er eitthvað sem mér finnst að sveitarfélögin eigi að skoða og við hvað eiga þau að miða þegar þau ákveða tímakaupið,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Árið 2017 störfuðu tæplega 20 þúsund börn á íslenskum vinnumarkaði eða um fjórðungur sem er töluvert hærra hlutfall en í nágannalöndum. Nánari niðurstöður úttektarinnar sem og nýjar tölur frá Hagstofunni um atvinnuþátttöku barna verða kynntar á málþingi á morgun þar sem atvinnuþátttaka barna verður í brennidepli. Salvör segir tilefni til að skoða hvernig staðið er að þátttöku barna á vinnumarkaði en ljóst sé að eftirspurn sé eftir starfskrafti barna og unglinga. „Þau eru að fá vinnu og þau eru þá að halda uppi einhverri atvinnustarfsemi sem kannski væri erfitt að manna öðruvísi þannig að þetta er auðvitað eitthvað sem við sem samfélag þurfum auðvitað að hugsa um og velta fyrir okkur,“ segir Salvör. Borgarbyggð Kjaramál Svalbarðshreppur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. Umboðsmaður barna hefur gert úttekt á fyrirkomulagi vinnuskóla sveitarfélaganna fyrir börn á aldrinum 13-15 ára í sumar. Tímakaup er lægst fyrir nemendur í 7. bekk hjá Borgarbyggð, 437 kr. á tímann, en hæst laun býður Svalbarðshreppur sem greiðir öllum 1.484 krónur á tímann óháð aldri. Blönduósbær og Sveitarfélagið Skagaströnd greiða nemendum í 8. bekk 498 krónur á tímann sem er rétt tæpum þúsund krónum minna en jafnaldrar þeirra í Svalbraðshreppi fá í laun. „Það er töluvert mikill munur á tímakaupi hjá börnum og það er eitthvað sem mér finnst að sveitarfélögin eigi að skoða og við hvað eiga þau að miða þegar þau ákveða tímakaupið,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Árið 2017 störfuðu tæplega 20 þúsund börn á íslenskum vinnumarkaði eða um fjórðungur sem er töluvert hærra hlutfall en í nágannalöndum. Nánari niðurstöður úttektarinnar sem og nýjar tölur frá Hagstofunni um atvinnuþátttöku barna verða kynntar á málþingi á morgun þar sem atvinnuþátttaka barna verður í brennidepli. Salvör segir tilefni til að skoða hvernig staðið er að þátttöku barna á vinnumarkaði en ljóst sé að eftirspurn sé eftir starfskrafti barna og unglinga. „Þau eru að fá vinnu og þau eru þá að halda uppi einhverri atvinnustarfsemi sem kannski væri erfitt að manna öðruvísi þannig að þetta er auðvitað eitthvað sem við sem samfélag þurfum auðvitað að hugsa um og velta fyrir okkur,“ segir Salvör.
Borgarbyggð Kjaramál Svalbarðshreppur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira