Íbúar á Vatnsenda lýsa óöld og ótta á svæðinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. nóvember 2018 06:15 Yfirgefnir bústaðir á Vatnsenda stinga í stúf við íbúabyggðina. Fréttablaðið/Eyþór „Það má segja að á svæðinu ríki óöld sem þarf að uppræta án tafar,“ segir í samhljóða bréfum tveggja nágranna í Hólmaþingi til bæjaryfirvalda í Kópavogi. Fleiri kvarta undan ástandinu. Í bréfum íbúanna segir að meðfram Elliðavatni sé á annan tug yfirgefinna sumarbústaða. Þeir hafi fram til þessa verið nýttir til partístands sem og leiksvæði barna. „Nú á síðustu mánuðum virðist sem atferli hústökumanna hafi breyst til hins verra og skemmdir eru unnar á bústöðum á kerfisbundinn hátt. Gengið er á milli bústaða, eldur kveiktur, húsgögn og girðingar brotnar niður sem og rúður brotnar,“ segir í bréfunum. Að sögn íbúanna hafa nágrannar þeirra kallað til lögreglu í nokkur skipti. Þeim ábendingum hafi verið sinnt seint og illa. „Það má segja að á svæðinu ríki óöld sem þarf að uppræta án tafar. Svæðið er Kópavogi til skammar, slysahætta er gríðarleg og útivistarfólk óttast öryggi sitt á síðkvöldum,“ segja íbúarnir. Þriðji íbúinn tekur í sérstöku bréfi undir áhyggjurnar. Hann vonist til að „Kópavogur grípi nú í taumana og lagfæri ástandið við vatnið“. Fjórða bréfið er frá manni sem kveður móður sína hafa átt sumarhús sem tekið hafi verið af henni með eignarnámi árið 2008. „Það var ósk móður minnar að garðurinn við sumarhúsið yrði gerður að almenningsgarði enda mjög vel gróinn með fallegum trjám sem plantað var frá 1942 til 1990,“ segir bréfritarinn. Húsið hafi ekki verið fjarlægt eins og til hafi staðið og það legið undir skemmdum. „Núna í vor hafa ungmenni í hverfinu gengið berserksgang í húsinu og brotið allar rúður, brotið hurðir, veggi og hent því dóti sem var í húsinu út um allt,“ segir maðurinn. Málið hefur verið tekið fyrir í tveimur nefndum Kópavogsbæjar sem telja ástandinu verulega ábótavant en benda á að umræddir bústaðir séu í umsjá ábúanda Vatnsendabýlisins. Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill hjá Kópavogsbæ, segir bæinn hafa leitast við að fá landeiganda og leigutaka til þess að hreinsa svæðið. Boðað verði til samráðsfundar landeiganda, byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlitsins til að móta tillögur um úrbætur. „Kópavogsbær leggur áherslu á að málið verði leyst eins fljótt og auðið er enda ljóst að ráðast þarf í tiltekt á svæðinu,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira
„Það má segja að á svæðinu ríki óöld sem þarf að uppræta án tafar,“ segir í samhljóða bréfum tveggja nágranna í Hólmaþingi til bæjaryfirvalda í Kópavogi. Fleiri kvarta undan ástandinu. Í bréfum íbúanna segir að meðfram Elliðavatni sé á annan tug yfirgefinna sumarbústaða. Þeir hafi fram til þessa verið nýttir til partístands sem og leiksvæði barna. „Nú á síðustu mánuðum virðist sem atferli hústökumanna hafi breyst til hins verra og skemmdir eru unnar á bústöðum á kerfisbundinn hátt. Gengið er á milli bústaða, eldur kveiktur, húsgögn og girðingar brotnar niður sem og rúður brotnar,“ segir í bréfunum. Að sögn íbúanna hafa nágrannar þeirra kallað til lögreglu í nokkur skipti. Þeim ábendingum hafi verið sinnt seint og illa. „Það má segja að á svæðinu ríki óöld sem þarf að uppræta án tafar. Svæðið er Kópavogi til skammar, slysahætta er gríðarleg og útivistarfólk óttast öryggi sitt á síðkvöldum,“ segja íbúarnir. Þriðji íbúinn tekur í sérstöku bréfi undir áhyggjurnar. Hann vonist til að „Kópavogur grípi nú í taumana og lagfæri ástandið við vatnið“. Fjórða bréfið er frá manni sem kveður móður sína hafa átt sumarhús sem tekið hafi verið af henni með eignarnámi árið 2008. „Það var ósk móður minnar að garðurinn við sumarhúsið yrði gerður að almenningsgarði enda mjög vel gróinn með fallegum trjám sem plantað var frá 1942 til 1990,“ segir bréfritarinn. Húsið hafi ekki verið fjarlægt eins og til hafi staðið og það legið undir skemmdum. „Núna í vor hafa ungmenni í hverfinu gengið berserksgang í húsinu og brotið allar rúður, brotið hurðir, veggi og hent því dóti sem var í húsinu út um allt,“ segir maðurinn. Málið hefur verið tekið fyrir í tveimur nefndum Kópavogsbæjar sem telja ástandinu verulega ábótavant en benda á að umræddir bústaðir séu í umsjá ábúanda Vatnsendabýlisins. Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill hjá Kópavogsbæ, segir bæinn hafa leitast við að fá landeiganda og leigutaka til þess að hreinsa svæðið. Boðað verði til samráðsfundar landeiganda, byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlitsins til að móta tillögur um úrbætur. „Kópavogsbær leggur áherslu á að málið verði leyst eins fljótt og auðið er enda ljóst að ráðast þarf í tiltekt á svæðinu,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira