Óttast ekki að allt fari á hliðina með nýju áfengisfrumvarpi Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2018 20:00 Niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar bera með sér að einn af hverjum tuttugu láti lífið vegna áfengisneyslu. Flutningsmaður nýs áfengisfrumvarps segir að þrátt fyrir stóraukið aðgengi á síðustu árum hafi ekki orðið merkjanleg aukning í áfengisneyslu Íslendinga. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sendi á dögunum frá sér nýja skýrslu um umfang og áhrif áfengisneyslu á lýðheilsu í heiminum. Meðal helstu niðurstaðna skýrslunnar er að um 5 prósent af öllum dauðsföllum í heiminum árið 2016 megi rekja beint til drykkju áfengis og að Þrír af hverjum fjórum sem létu lífið vegna áfengisneyslu voru karlmenn. Um fjórðungur dauðsfallanna var tilkominn vegna ýmissa líkamlegra meiðsla, til að mynda eftir umferðarslys, ofbeldi eða sjálfsskaðandi hegðun. Um 40 prósent dauðsfallanna vegna áfengisneyslu eru rakinn til meltinga- og hjartasjúkdóma og rúmlega 22 prósent létust vegna annarra meina, líkamlegra jafnt sem andlegra, sem rakin eru beint til áfengisdrykkju. Fyrir Alþingi liggur nú lagafrumvarp um breytingar á sölu með áfengi á Íslandi, en þetta er í fimmta sinn sambærilegt mál er lagt fyrir þingheim. Frumvarpið gerir ráð fyrir að áfram verði hægt verði að fá áfengi í Vínbúðum landsins, sem og í sérverslunum með mat- og drykk en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. Þá verða heimildir til að auglýsa áfengi einnig rýmkaðar, það er að segja verði frumvarpi samþykkt.Aðgengi stóraukist en neyslan ekki Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, Þorsteinn Víglundsson, segir að þrátt fyrir aukið aðgengi að áfengi feli nýja frumvarpið ekki í sér stórtækar breytingar í lýðheilsumálum þjóðarinnar. „Meginmarkmið okkar í lýðheilsu eru eftir sem áður áfengisgjaldið - það er óbreytt - og hins vegar þá forvarnir og fræðsla. Í þessu frumvarpi erum við að leggja til að það verði lögð enn meiri áhersla á þann þátt,“ segir Þorsteinn. Hann segist því ekki óttast að aukið aðgengi að áfengi muni skila sér í stóraukinni áfengisneyslu þjóðarinnar. „Ég held að það sé alveg óhætt að fullyrða að í fyrsta lagi þá höfum við ekkert stýrt aðgengi að áfenginu. Við höfum fjölgað vínverslunum verulega sem og vínveitingarleyfum. Það hefur ekki haft þau áhrif að áfengisneysla sé hér eitthvað meira en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar,“ segir Þorsteinn. Neyslan sé á pari við það sem minnst gerist á hinum Norðurlöndunum - „að teknu tilliti til hins mikla fjölda ferðamanna sem er hér á hverju ári. Þannig að nei, ég óttaðist það ekki. Það óttuðust allir að hér færi allt á hliðina þegar bjórinn var leyfður. Það þvert á móti gerðist ekki,“ segir Þorsteinn. Heilbrigðismál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar bera með sér að einn af hverjum tuttugu láti lífið vegna áfengisneyslu. Flutningsmaður nýs áfengisfrumvarps segir að þrátt fyrir stóraukið aðgengi á síðustu árum hafi ekki orðið merkjanleg aukning í áfengisneyslu Íslendinga. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sendi á dögunum frá sér nýja skýrslu um umfang og áhrif áfengisneyslu á lýðheilsu í heiminum. Meðal helstu niðurstaðna skýrslunnar er að um 5 prósent af öllum dauðsföllum í heiminum árið 2016 megi rekja beint til drykkju áfengis og að Þrír af hverjum fjórum sem létu lífið vegna áfengisneyslu voru karlmenn. Um fjórðungur dauðsfallanna var tilkominn vegna ýmissa líkamlegra meiðsla, til að mynda eftir umferðarslys, ofbeldi eða sjálfsskaðandi hegðun. Um 40 prósent dauðsfallanna vegna áfengisneyslu eru rakinn til meltinga- og hjartasjúkdóma og rúmlega 22 prósent létust vegna annarra meina, líkamlegra jafnt sem andlegra, sem rakin eru beint til áfengisdrykkju. Fyrir Alþingi liggur nú lagafrumvarp um breytingar á sölu með áfengi á Íslandi, en þetta er í fimmta sinn sambærilegt mál er lagt fyrir þingheim. Frumvarpið gerir ráð fyrir að áfram verði hægt verði að fá áfengi í Vínbúðum landsins, sem og í sérverslunum með mat- og drykk en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. Þá verða heimildir til að auglýsa áfengi einnig rýmkaðar, það er að segja verði frumvarpi samþykkt.Aðgengi stóraukist en neyslan ekki Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, Þorsteinn Víglundsson, segir að þrátt fyrir aukið aðgengi að áfengi feli nýja frumvarpið ekki í sér stórtækar breytingar í lýðheilsumálum þjóðarinnar. „Meginmarkmið okkar í lýðheilsu eru eftir sem áður áfengisgjaldið - það er óbreytt - og hins vegar þá forvarnir og fræðsla. Í þessu frumvarpi erum við að leggja til að það verði lögð enn meiri áhersla á þann þátt,“ segir Þorsteinn. Hann segist því ekki óttast að aukið aðgengi að áfengi muni skila sér í stóraukinni áfengisneyslu þjóðarinnar. „Ég held að það sé alveg óhætt að fullyrða að í fyrsta lagi þá höfum við ekkert stýrt aðgengi að áfenginu. Við höfum fjölgað vínverslunum verulega sem og vínveitingarleyfum. Það hefur ekki haft þau áhrif að áfengisneysla sé hér eitthvað meira en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar,“ segir Þorsteinn. Neyslan sé á pari við það sem minnst gerist á hinum Norðurlöndunum - „að teknu tilliti til hins mikla fjölda ferðamanna sem er hér á hverju ári. Þannig að nei, ég óttaðist það ekki. Það óttuðust allir að hér færi allt á hliðina þegar bjórinn var leyfður. Það þvert á móti gerðist ekki,“ segir Þorsteinn.
Heilbrigðismál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira