Gagnrýnir Bandaríkin eftir mannskæða skotárás Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2018 11:04 Hassan Rouhani, forseti Írans, var ómyrkur í máli þegar hann talaði um hvern ætti að gera ábyrgan fyrir skotárásinni í Ahvaz. Vísir/Getty Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 25 létust í árásinni en meðal þeirra sem létust voru blaðamenn og almennir borgarar, yngst fórnarlambanna var fjögurra ára gömul stúlka. FulltRúar hins íslamska ríkis, ISIS, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en það hafa and-arabískir andstæðingar írönsku ríkisstjórnarinnar einnig gert. Hvorugur hópanna hefur þó getað sannað mál sitt, svo erfitt er að fullyrða nokkuð um hver stendur að baki voðaverkinu. Rouhani sagði að „yfirgangsSeggurinn“ Bandaríkin, ásamt nágrannaríkjum Írans við Persaflóa, hefðu gert árásarmönnunum kleift að fremja árásina. Rouhani og Donald Trump Bandaríkjaforseti munu mætast á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna seinna í vikunni, og ljóst er að þessi orð Íransforseta verða ekki til þess að liðka fyrir nú þegar ansi stirðum samskiptum milli Írans og Bandaríkjanna. Áður en Rouhani hélt til New York, hvar allsherjarþingið er haldið, hét hann því að Íran myndi ekki „leyfa þessum glæp að standa.“ Þá sagði forsetinn deginum ljósara hverjir hafi framið voðaverkin og hverjum þeir tengdust. „Hin smáu strengjabrúðuríki á svæðinu eru studd af Bandaríkjamönnum, sem espa þau upp og veita þeim bolmagnið sem nauðsynlegt er til slíkra verka.“ Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 25 létust í árásinni en meðal þeirra sem létust voru blaðamenn og almennir borgarar, yngst fórnarlambanna var fjögurra ára gömul stúlka. FulltRúar hins íslamska ríkis, ISIS, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en það hafa and-arabískir andstæðingar írönsku ríkisstjórnarinnar einnig gert. Hvorugur hópanna hefur þó getað sannað mál sitt, svo erfitt er að fullyrða nokkuð um hver stendur að baki voðaverkinu. Rouhani sagði að „yfirgangsSeggurinn“ Bandaríkin, ásamt nágrannaríkjum Írans við Persaflóa, hefðu gert árásarmönnunum kleift að fremja árásina. Rouhani og Donald Trump Bandaríkjaforseti munu mætast á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna seinna í vikunni, og ljóst er að þessi orð Íransforseta verða ekki til þess að liðka fyrir nú þegar ansi stirðum samskiptum milli Írans og Bandaríkjanna. Áður en Rouhani hélt til New York, hvar allsherjarþingið er haldið, hét hann því að Íran myndi ekki „leyfa þessum glæp að standa.“ Þá sagði forsetinn deginum ljósara hverjir hafi framið voðaverkin og hverjum þeir tengdust. „Hin smáu strengjabrúðuríki á svæðinu eru studd af Bandaríkjamönnum, sem espa þau upp og veita þeim bolmagnið sem nauðsynlegt er til slíkra verka.“
Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira