Erdogan segir morðið á Khashoggi hafa verið skipulagt Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 09:57 Erdogan fór yfir rannsóknina á dauða Jamals Khashoggi í ræðu í tyrkneska þinginu í morgun. Vísir/EPA Dauði sádiararabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi var skipulagt pólitískt morð af hálfu Sáda. Þetta sagði Recep Erdogan, forseti Tyrklands, í ræðu á tyrkneska þinginu. Hann vill að fleiri ríki komi að rannsókninni á morðinu á Khashoggi. Erdogan hafði lofað því að leggja fram allan sannleikann um það sem tyrknesk yfirvöld vita um dauða Khashoggi í dag. Blaðamaðurinn var drepinn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október. Sádar hafa orðið margsaga um afdrif Khashoggi. Í fyrstu sögðu þeir að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Fyrir helgi viðurkenndu Sádar að Khashoggi væri látinn en það hefði gerst í átökum sem hann lenti í við hóp manna á ræðisskrifstofunni. Utanríkisráðherra landsins sagði svo um helgina að hann hefði verið myrtur af hópi manna sem hafi farið út fyrir heimildir sínar. Í ræðu sinni í dag fullyrti Erdogan að tyrkneskar öryggissveitir hefðu þvert á móti upplýsingar um að morðið hefði verið skipulagt nokkrum dögum áður. Teymi fimmtán Sáda hafi fengið að vita af fyrirhugaðri komu Khashoggi á ræðisskrifstofuna daginn fyrir morðið. Erdogan gaf í skyn að Sádarnir hafi átt sér vitorðsmann í Tyrklandi sem hafi hjálpað þeim að losa sig við lík Khashoggi. Þrír útsendarar Sáda hafi kannað skógana í kringum Istanbúl daginn fyrir morðið, að því er virðist til að finna stað til að fela líkið.Minntist ekkert á krónprinsinn eða upptökur Kallaði Tyrklandsforseti eftir því að fleiri ríki kæmu að rannsókninni. Sagðist hann hafa rætt við Salman konung Sádi-Arabíu um að ríkin tvö kæmu á fót starfshópi sem hefði þegar tekið til starfa. Erdogan vill að réttað verði yfir átján manns sem Sádar hafa handtekið vegna dauða Khashoggi í Tyrklandi. Sagðist Erdogan ekki efast um Salman konungur hafi ekki vitað af morðinu á Khashoggi. Minntist hann ekkert á Mohammed bin Salman krónprins sem hefur verið sterklega bendlaður við morðið. Nokkrir Sádanna sem ferðuðust til Istanbúl hafa tengsl við krónprinsinn. Frá því að Khashoggi hvarf hafa tyrknesk yfirvöld lekið ýmsum upplýsingum um rannsókn þeirra. Fréttir hafa verið um að Tyrkir hafi undir höndum upptökur af morðinu á Khashoggi. Erdogan minntist hins vegar ekkert á slíkar upptökur í ræðu sinni í dag. Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum Skype Náinn ráðgjafi krónprins Sádi-Arabíu er sagður hafa fyrirskipað morð Khashoggi í gegnum Skype. 22. október 2018 19:28 Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15 Einn árásarmanna Khashoggi sást í fötum hans Tyrkneskir rannsakendur telja að manninum hafi verið ætlað að vera tálbeita fyrir Jamal Khashoggi, blaðamanninn sem var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 22. október 2018 11:01 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Sjá meira
Dauði sádiararabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi var skipulagt pólitískt morð af hálfu Sáda. Þetta sagði Recep Erdogan, forseti Tyrklands, í ræðu á tyrkneska þinginu. Hann vill að fleiri ríki komi að rannsókninni á morðinu á Khashoggi. Erdogan hafði lofað því að leggja fram allan sannleikann um það sem tyrknesk yfirvöld vita um dauða Khashoggi í dag. Blaðamaðurinn var drepinn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október. Sádar hafa orðið margsaga um afdrif Khashoggi. Í fyrstu sögðu þeir að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Fyrir helgi viðurkenndu Sádar að Khashoggi væri látinn en það hefði gerst í átökum sem hann lenti í við hóp manna á ræðisskrifstofunni. Utanríkisráðherra landsins sagði svo um helgina að hann hefði verið myrtur af hópi manna sem hafi farið út fyrir heimildir sínar. Í ræðu sinni í dag fullyrti Erdogan að tyrkneskar öryggissveitir hefðu þvert á móti upplýsingar um að morðið hefði verið skipulagt nokkrum dögum áður. Teymi fimmtán Sáda hafi fengið að vita af fyrirhugaðri komu Khashoggi á ræðisskrifstofuna daginn fyrir morðið. Erdogan gaf í skyn að Sádarnir hafi átt sér vitorðsmann í Tyrklandi sem hafi hjálpað þeim að losa sig við lík Khashoggi. Þrír útsendarar Sáda hafi kannað skógana í kringum Istanbúl daginn fyrir morðið, að því er virðist til að finna stað til að fela líkið.Minntist ekkert á krónprinsinn eða upptökur Kallaði Tyrklandsforseti eftir því að fleiri ríki kæmu að rannsókninni. Sagðist hann hafa rætt við Salman konung Sádi-Arabíu um að ríkin tvö kæmu á fót starfshópi sem hefði þegar tekið til starfa. Erdogan vill að réttað verði yfir átján manns sem Sádar hafa handtekið vegna dauða Khashoggi í Tyrklandi. Sagðist Erdogan ekki efast um Salman konungur hafi ekki vitað af morðinu á Khashoggi. Minntist hann ekkert á Mohammed bin Salman krónprins sem hefur verið sterklega bendlaður við morðið. Nokkrir Sádanna sem ferðuðust til Istanbúl hafa tengsl við krónprinsinn. Frá því að Khashoggi hvarf hafa tyrknesk yfirvöld lekið ýmsum upplýsingum um rannsókn þeirra. Fréttir hafa verið um að Tyrkir hafi undir höndum upptökur af morðinu á Khashoggi. Erdogan minntist hins vegar ekkert á slíkar upptökur í ræðu sinni í dag.
Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum Skype Náinn ráðgjafi krónprins Sádi-Arabíu er sagður hafa fyrirskipað morð Khashoggi í gegnum Skype. 22. október 2018 19:28 Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15 Einn árásarmanna Khashoggi sást í fötum hans Tyrkneskir rannsakendur telja að manninum hafi verið ætlað að vera tálbeita fyrir Jamal Khashoggi, blaðamanninn sem var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 22. október 2018 11:01 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Sjá meira
„Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum Skype Náinn ráðgjafi krónprins Sádi-Arabíu er sagður hafa fyrirskipað morð Khashoggi í gegnum Skype. 22. október 2018 19:28
Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15
Einn árásarmanna Khashoggi sást í fötum hans Tyrkneskir rannsakendur telja að manninum hafi verið ætlað að vera tálbeita fyrir Jamal Khashoggi, blaðamanninn sem var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 22. október 2018 11:01