Túfa: Ætlaði að kveðja Akureyrarvöll með sigri Arnar Geir Halldórsson skrifar 23. september 2018 17:03 Hvað tekur við hjá Túfa? Vísir/Eyþór „Þetta er held ég furðulegasti leikur sem ég hef stjórnað síðan ég tók við KA. Ég held að það hafi verið 8-10 dauðafæri á báða bóga. Oft gerist þetta þegar það er ekki mjög mikið undir en samt settum við þetta upp sem úrslitaleik um 6.sætið,“ sagði Túfa eftir 4-3 sigur KA á Grindavík í 21.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Oft er talað um svona markaleiki sem martröð fyrir þjálfara en var þetta ekki bara draumaendir fyrir Túfa hjá KA? „Nákvæmlega. Það eina sem var á hreinu og ég sagði það við strákana að ég ætlaði ekki að kveðja Akureyrarvöll með öðru en sigri og þeir gáfu mér sigur með fullt af mörkum og fullt af færum. Skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ sagði Túfa. Hann hefur starfað fyrir KA undanfarin 13 ár og gengið í ýmis störf fyrir félagið á þeim tíma. Hann var því eðlilega kvaddur með virktum í leikslok. „Það eru miklar tilfinningar í gangi. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka stuðningsmönnunum fyrir þennan stuðning. Þeir hafa stutt við liðið og mig líka. Þetta er rosalega erfitt og búin að vera erfið vika fyrir mig. Fótboltinn er þannig að þjálfarataskan þarf alltaf að vera klár og mín er klár svo við sjáum bara til eftir tímabil hvað verður næsta skref hjá mér,“ sagði Túfa. Óvíst er hvað tekur við hjá Túfa en hann hefur meðal annars verið orðaður við andstæðinga KA í dag; Grindavík. Eins eru margir Akureyringar norðan Glerár sem renna skyndilega hýru auga til Túfa þessa dagana en Inkasso-deildarlið Þórs er í þjálfaraleit eftir að Lárus Orri Sigurðsson hætti í Þorpinu á dögunum. Hann fékkst þó ekki til að gefa það upp hvort hann hefði átt í viðræðum við Þór, Grindavík eða önnur félög á undanförnum dögum. „Það er ein vika eftir hér sem ég vil klára. Ég vil klára síðasta leikinn vel; fyrir félagið mitt, mig sjálfan og leikmennina. Svo kemur bara í ljós eftir tímabilið hvað verður,“ segir Túfa. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 4-3 Grindavík | Markasúpa í kveðjuleik Túfa Það var boðið upp á markasúpu á Greifavellinum á Akureyri í dag þegar KA og Grindavík áttust við í 21.umferð Pepsi-deildar karla. 23. september 2018 17:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
„Þetta er held ég furðulegasti leikur sem ég hef stjórnað síðan ég tók við KA. Ég held að það hafi verið 8-10 dauðafæri á báða bóga. Oft gerist þetta þegar það er ekki mjög mikið undir en samt settum við þetta upp sem úrslitaleik um 6.sætið,“ sagði Túfa eftir 4-3 sigur KA á Grindavík í 21.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Oft er talað um svona markaleiki sem martröð fyrir þjálfara en var þetta ekki bara draumaendir fyrir Túfa hjá KA? „Nákvæmlega. Það eina sem var á hreinu og ég sagði það við strákana að ég ætlaði ekki að kveðja Akureyrarvöll með öðru en sigri og þeir gáfu mér sigur með fullt af mörkum og fullt af færum. Skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ sagði Túfa. Hann hefur starfað fyrir KA undanfarin 13 ár og gengið í ýmis störf fyrir félagið á þeim tíma. Hann var því eðlilega kvaddur með virktum í leikslok. „Það eru miklar tilfinningar í gangi. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka stuðningsmönnunum fyrir þennan stuðning. Þeir hafa stutt við liðið og mig líka. Þetta er rosalega erfitt og búin að vera erfið vika fyrir mig. Fótboltinn er þannig að þjálfarataskan þarf alltaf að vera klár og mín er klár svo við sjáum bara til eftir tímabil hvað verður næsta skref hjá mér,“ sagði Túfa. Óvíst er hvað tekur við hjá Túfa en hann hefur meðal annars verið orðaður við andstæðinga KA í dag; Grindavík. Eins eru margir Akureyringar norðan Glerár sem renna skyndilega hýru auga til Túfa þessa dagana en Inkasso-deildarlið Þórs er í þjálfaraleit eftir að Lárus Orri Sigurðsson hætti í Þorpinu á dögunum. Hann fékkst þó ekki til að gefa það upp hvort hann hefði átt í viðræðum við Þór, Grindavík eða önnur félög á undanförnum dögum. „Það er ein vika eftir hér sem ég vil klára. Ég vil klára síðasta leikinn vel; fyrir félagið mitt, mig sjálfan og leikmennina. Svo kemur bara í ljós eftir tímabilið hvað verður,“ segir Túfa.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 4-3 Grindavík | Markasúpa í kveðjuleik Túfa Það var boðið upp á markasúpu á Greifavellinum á Akureyri í dag þegar KA og Grindavík áttust við í 21.umferð Pepsi-deildar karla. 23. september 2018 17:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 4-3 Grindavík | Markasúpa í kveðjuleik Túfa Það var boðið upp á markasúpu á Greifavellinum á Akureyri í dag þegar KA og Grindavík áttust við í 21.umferð Pepsi-deildar karla. 23. september 2018 17:00