Birkimelur með hjólastíg og þrengingum handan við hornið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2018 10:30 Frá framkvæmdunum við Birkimel á mánudag. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir eru langt komnar við Birkimel í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem göngu- og hjólreiðastígur hefur verið lagður vestan megin götunnar. Þá hefur gatan verið þrengd á tveimur stöðum auk þess sem hámarkshraði í götunni er nú 30 km/klst en var áður 50 km/klst. Upphaf framkvæmdarinnar má rekja til hugmyndar íbúa um að endurnýja gangstétt og gera hjólastíg í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Hugmyndin hlaut brautargengi og var kosin til framkvæmda. Verja átti tíu milljónum til framkvæmda sem fara áttu fram síðastliðið sumar samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma á heimasíðu borgarinnar. Umhverfis- og skipulagsráð tók verkefnið upp á sína arma og ákvað að ráðast í enn meiri endurbætur en hljóðuðu í tillögu íbúanna. Meðal annars bæta lýsingu með tillkomu nýrra ljósastaura og breikka stíginn sem er fjórir metrar á breidd. Þá var ákveðið að þrengja götuna við biðstöðvar strætisvagna með tilliti til öryggis og bættrar aðstöðu farþega. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu í gær þar sem unnið var að framkvæmdum eins og sjá má hér að ofan. Að neðan má sjá hvernig gatan leit út fyrir breytingar. Í upphaflegri áætlun verkfræðistofunnar EFLU fyrir Reykjavíkurborg í fyrra kom fram að áætlaður kostnaður við verkefnið væri 115 milljónir króna. Niðurstaðan varð 55 milljóna króna framkvæmd.Frétt uppfærð klukkna 13:57 með nýjum upplýsingum frá Reykjavíkurborg um framkvæmdakostnað.Nýr Birkimelur horft í suður.Vísir/VilhelmBirkimelur eins og hann var, horft í norður.ReykjavíkurborgBirkimelur í fyrri mynd, horft í suður.ReykjavíkurborgÁ myndinni má sjá hvar gatan verður þrengd.Reykjavíkurborg Skipulag Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Framkvæmdir eru langt komnar við Birkimel í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem göngu- og hjólreiðastígur hefur verið lagður vestan megin götunnar. Þá hefur gatan verið þrengd á tveimur stöðum auk þess sem hámarkshraði í götunni er nú 30 km/klst en var áður 50 km/klst. Upphaf framkvæmdarinnar má rekja til hugmyndar íbúa um að endurnýja gangstétt og gera hjólastíg í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Hugmyndin hlaut brautargengi og var kosin til framkvæmda. Verja átti tíu milljónum til framkvæmda sem fara áttu fram síðastliðið sumar samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma á heimasíðu borgarinnar. Umhverfis- og skipulagsráð tók verkefnið upp á sína arma og ákvað að ráðast í enn meiri endurbætur en hljóðuðu í tillögu íbúanna. Meðal annars bæta lýsingu með tillkomu nýrra ljósastaura og breikka stíginn sem er fjórir metrar á breidd. Þá var ákveðið að þrengja götuna við biðstöðvar strætisvagna með tilliti til öryggis og bættrar aðstöðu farþega. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu í gær þar sem unnið var að framkvæmdum eins og sjá má hér að ofan. Að neðan má sjá hvernig gatan leit út fyrir breytingar. Í upphaflegri áætlun verkfræðistofunnar EFLU fyrir Reykjavíkurborg í fyrra kom fram að áætlaður kostnaður við verkefnið væri 115 milljónir króna. Niðurstaðan varð 55 milljóna króna framkvæmd.Frétt uppfærð klukkna 13:57 með nýjum upplýsingum frá Reykjavíkurborg um framkvæmdakostnað.Nýr Birkimelur horft í suður.Vísir/VilhelmBirkimelur eins og hann var, horft í norður.ReykjavíkurborgBirkimelur í fyrri mynd, horft í suður.ReykjavíkurborgÁ myndinni má sjá hvar gatan verður þrengd.Reykjavíkurborg
Skipulag Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira