Tók um 40 mínútur að opna rammgert flöskuskeyti Ásgeirs Trausta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. apríl 2018 14:15 Sigrún Sigurpálsdóttir fann flöskuskeytið í gær en það var afar rammgert eins og sést og tók það hana og fjölskylduna um 40 mínútur að opna það. Inni í því leyndist svo vínylplata með Ásgeiri Trausta. sigrún sigurpálsdóttir Sigrún Sigurpálsdóttir, þekktur þrifsnappari og fjögurra barna móðir á Egilsstöðum, datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar hún fann flöskuskeyti með vínylplötu tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta við Breiðdalsvík á Austurlandi. Sigrún er með fjölda fylgjenda á Snapchat og sýndi frá því á snappinu þegar hún fann skeytið og opnaði það. Það var í nóvember í fyrra sem Ásgeir Trausti varpaði skeytinu í hafið úr þyrlu skammt vestur af Reykjanesskaga. Um var að ræða sérstakt flöskuskeyti sem var hannað og smíðað af verkfræðistofunni Verkís. Staðsetningarbúnaður var á skeytinu svo hægt var að fylgjast vel með ferðum þess. Í samtali við Vísi segir Sigrún að það hafi verið bróðir hennar, Hilmar Sigurpálsson, sem hafi hringt í hana og sagt henni að skeytið hafi rekið á land rétt fyrir utan Breiðdalsvík. „Hann er búinn að vera að fylgjast með þessu skeyti og öllu þessu ferli frá upphafi. Hann var búinn að sjá að það var komið í fjöruna þarna rétt fyrir utan Breiðdalsvík en fyrst þegar hann hringdi í mig þá var ég ekki í bænum og gat ekki farið að skoða þetta. Við héldum því að við myndum missa af þessu en svo hringdi hann í mig í fyrradag og þá var þetta ennþá á sama stað,“ segir Sigrún.Platan alveg heil og í toppstandi Það hafi því verið nokkuð ljóst að þetta væri ekki að fara út á haf aftur og hélt hún því af stað með börnum sínum og sambýlismanni til að ná í skeytið. Sigrún segist hafa séð skeytið frá þjóðveginum og hún hafi ekki þurft að labba meira en 100 metra til að komast að því. Eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan þar sem Sigrún og fjölskylda opna skeytið var það ansi rammgert og plötunni pakkað vel inn svo hún myndi nú ekki skemmast í sjónum. Hún segir að það hafi tekið þau um 40 mínútur að opna skeytið. „Þetta var mjög vel hannað hjá þeim og platan alveg stráheil og toppstandi,“ segir Sigrún. Sjálf segist hún alltaf hafa verið hrifin af tónlist Ásgeirs Trausta en Hilmar bróðir hennar sé þó mun meiri aðdáandi.Hér sést leiðin sem skeytið fór síðustu mánuði.mynd/verkísMjög skemmtilegt að heyra löginEn á hún plötuspilara og er búin að hlusta á plötuna? „Nei, ég á ekki plötuspilara en ég var hérna yfir á Bókakaffi á Egilsstöðum og var að hlusta á þessi lög. Það var mjög skemmtilegt að heyra þetta. Þetta er svona hrá útgáfa, tekin upp á þessum 24 klukkustundum, 30 plötur, og það er líka svo magnað við þetta, þetta er mjög fallegt.“ Á plötunni má finna lögin Hljóða nótt og Hærra sem komu út á fyrstu plötu Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, en skeytið var hluti af fjársjóðsleit sem tónlistarmaðurinn stóð fyrir um heim allan og kallaðist Album in a Bottle.Lögin tók hann sérstaklega upp þegar hann varði heilum sólarhring í hljóðveri síðasta sumar og var sýnt beint frá upptökunum á RÚV. Var verkefnið samstarfsverkefni Ásgeirs Trausta, Verkís, Ævars vísindamanns og KrakkaRÚV. Á frétt á vef Verkís kemur fram að verkefninu sé ætlað „að vekja athygli á sjávarmengun, einkum plastmengun, með því að sýna fram á að það sem fer í sjóinn hverfur ekki, heldur ferðast um heimsins höf og rekur á strendur annars staðar.“ Tónlist Umhverfismál Tengdar fréttir Hlustaðu á nýja lagið með Ásgeiri Tónlistarmaðurinn Ásgeir var að senda frá sér aðra smáskífu af væntanlegri plötu Afterglow en lagið sem heitir Stardust var frumflutt á tónlistarvefnum Consequence of Sound fyrr í dag. 17. mars 2017 15:04 Bein útsending: Ásgeir Trausti tekur upp eins margar vínylplötur og hann getur Ásgeir sýnir beint frá ferlinu á YouTube rás sinni. 5. júlí 2017 18:18 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Sigrún Sigurpálsdóttir, þekktur þrifsnappari og fjögurra barna móðir á Egilsstöðum, datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar hún fann flöskuskeyti með vínylplötu tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta við Breiðdalsvík á Austurlandi. Sigrún er með fjölda fylgjenda á Snapchat og sýndi frá því á snappinu þegar hún fann skeytið og opnaði það. Það var í nóvember í fyrra sem Ásgeir Trausti varpaði skeytinu í hafið úr þyrlu skammt vestur af Reykjanesskaga. Um var að ræða sérstakt flöskuskeyti sem var hannað og smíðað af verkfræðistofunni Verkís. Staðsetningarbúnaður var á skeytinu svo hægt var að fylgjast vel með ferðum þess. Í samtali við Vísi segir Sigrún að það hafi verið bróðir hennar, Hilmar Sigurpálsson, sem hafi hringt í hana og sagt henni að skeytið hafi rekið á land rétt fyrir utan Breiðdalsvík. „Hann er búinn að vera að fylgjast með þessu skeyti og öllu þessu ferli frá upphafi. Hann var búinn að sjá að það var komið í fjöruna þarna rétt fyrir utan Breiðdalsvík en fyrst þegar hann hringdi í mig þá var ég ekki í bænum og gat ekki farið að skoða þetta. Við héldum því að við myndum missa af þessu en svo hringdi hann í mig í fyrradag og þá var þetta ennþá á sama stað,“ segir Sigrún.Platan alveg heil og í toppstandi Það hafi því verið nokkuð ljóst að þetta væri ekki að fara út á haf aftur og hélt hún því af stað með börnum sínum og sambýlismanni til að ná í skeytið. Sigrún segist hafa séð skeytið frá þjóðveginum og hún hafi ekki þurft að labba meira en 100 metra til að komast að því. Eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan þar sem Sigrún og fjölskylda opna skeytið var það ansi rammgert og plötunni pakkað vel inn svo hún myndi nú ekki skemmast í sjónum. Hún segir að það hafi tekið þau um 40 mínútur að opna skeytið. „Þetta var mjög vel hannað hjá þeim og platan alveg stráheil og toppstandi,“ segir Sigrún. Sjálf segist hún alltaf hafa verið hrifin af tónlist Ásgeirs Trausta en Hilmar bróðir hennar sé þó mun meiri aðdáandi.Hér sést leiðin sem skeytið fór síðustu mánuði.mynd/verkísMjög skemmtilegt að heyra löginEn á hún plötuspilara og er búin að hlusta á plötuna? „Nei, ég á ekki plötuspilara en ég var hérna yfir á Bókakaffi á Egilsstöðum og var að hlusta á þessi lög. Það var mjög skemmtilegt að heyra þetta. Þetta er svona hrá útgáfa, tekin upp á þessum 24 klukkustundum, 30 plötur, og það er líka svo magnað við þetta, þetta er mjög fallegt.“ Á plötunni má finna lögin Hljóða nótt og Hærra sem komu út á fyrstu plötu Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, en skeytið var hluti af fjársjóðsleit sem tónlistarmaðurinn stóð fyrir um heim allan og kallaðist Album in a Bottle.Lögin tók hann sérstaklega upp þegar hann varði heilum sólarhring í hljóðveri síðasta sumar og var sýnt beint frá upptökunum á RÚV. Var verkefnið samstarfsverkefni Ásgeirs Trausta, Verkís, Ævars vísindamanns og KrakkaRÚV. Á frétt á vef Verkís kemur fram að verkefninu sé ætlað „að vekja athygli á sjávarmengun, einkum plastmengun, með því að sýna fram á að það sem fer í sjóinn hverfur ekki, heldur ferðast um heimsins höf og rekur á strendur annars staðar.“
Tónlist Umhverfismál Tengdar fréttir Hlustaðu á nýja lagið með Ásgeiri Tónlistarmaðurinn Ásgeir var að senda frá sér aðra smáskífu af væntanlegri plötu Afterglow en lagið sem heitir Stardust var frumflutt á tónlistarvefnum Consequence of Sound fyrr í dag. 17. mars 2017 15:04 Bein útsending: Ásgeir Trausti tekur upp eins margar vínylplötur og hann getur Ásgeir sýnir beint frá ferlinu á YouTube rás sinni. 5. júlí 2017 18:18 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Hlustaðu á nýja lagið með Ásgeiri Tónlistarmaðurinn Ásgeir var að senda frá sér aðra smáskífu af væntanlegri plötu Afterglow en lagið sem heitir Stardust var frumflutt á tónlistarvefnum Consequence of Sound fyrr í dag. 17. mars 2017 15:04
Bein útsending: Ásgeir Trausti tekur upp eins margar vínylplötur og hann getur Ásgeir sýnir beint frá ferlinu á YouTube rás sinni. 5. júlí 2017 18:18
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent