Óttast sömu þróun og í Bandaríkjunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. apríl 2018 15:45 Hjalti Már Björnsson, segir ástandið ekki eins slæmt og í Bandaríkjunum en það fari versnandi. Mynd/Skjáskot Tíu manns komu á bráðamóttökuna á Landspítalanum um helgina vegna ofneyslu lyfja. Fimm atvik voru alvarleg en af þeim fóru tveir í öndunarstopp en var bjargað með móteitri. Sjá: „Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina“Læknar á bráðamóttöku telja sig sjá aukningu í lífshættulegum tilvikum. Undir þetta tekur Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðadeild Landspítala. „Það er tilfinning okkar að við sjáum meira af þessum tilfellum en á árum áður,“ segir hann. „Það er eins og fjöldi fíkla fari vaxandi og einnig sjáum við einstaklinga oftar koma inn eftir að hafa tekið of stóran skammt og er þá kominn í lífshættu. Þessi morfínskyldu verkjalyf eru mjög öndunarbælandi og ef að fólk tekur of stóran skammt getur öndunin stöðvast og fólk hreinlega dáið vegna þess.“ Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa undanfarið glímt við gríðarmikinn ópíóðafaraldur. Hjalti segir þróunina hér minna á ástandið í Bandaríkjunum þó að það sé enn margfalt minna í sniðum. „Sem betur fer er ástandið ekki jafn slæmt á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þar starfa ég hluta úr ári og þar er hreinlega skelfilegur faraldur í gangi og ástandið á sumum svæðum væri þannig, ef miðað er við sambærilegan fjölda á Íslandi, að hundruðir einstaklinga væru að farast vegna ofskömmtunar á hverju ári. Sumstaðar í Bandaríkjunum er það orðið svo slæmt að fjórði til fimmti hver maður er orðinn ánetjaður sterkum fíkniefnum,“ segir Hjalti. „Hér á Íslandi höfum við ekki jafn slæmt ástand en við höfum séð merki um það að notkun og fíkn fari vaxandi og höfum áhyggjur af því að þróunin verði sú sama og í Bandaríkjunum.“ Heilbrigðismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Tíu manns komu á bráðamóttökuna á Landspítalanum um helgina vegna ofneyslu lyfja. Fimm atvik voru alvarleg en af þeim fóru tveir í öndunarstopp en var bjargað með móteitri. Sjá: „Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina“Læknar á bráðamóttöku telja sig sjá aukningu í lífshættulegum tilvikum. Undir þetta tekur Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðadeild Landspítala. „Það er tilfinning okkar að við sjáum meira af þessum tilfellum en á árum áður,“ segir hann. „Það er eins og fjöldi fíkla fari vaxandi og einnig sjáum við einstaklinga oftar koma inn eftir að hafa tekið of stóran skammt og er þá kominn í lífshættu. Þessi morfínskyldu verkjalyf eru mjög öndunarbælandi og ef að fólk tekur of stóran skammt getur öndunin stöðvast og fólk hreinlega dáið vegna þess.“ Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa undanfarið glímt við gríðarmikinn ópíóðafaraldur. Hjalti segir þróunina hér minna á ástandið í Bandaríkjunum þó að það sé enn margfalt minna í sniðum. „Sem betur fer er ástandið ekki jafn slæmt á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þar starfa ég hluta úr ári og þar er hreinlega skelfilegur faraldur í gangi og ástandið á sumum svæðum væri þannig, ef miðað er við sambærilegan fjölda á Íslandi, að hundruðir einstaklinga væru að farast vegna ofskömmtunar á hverju ári. Sumstaðar í Bandaríkjunum er það orðið svo slæmt að fjórði til fimmti hver maður er orðinn ánetjaður sterkum fíkniefnum,“ segir Hjalti. „Hér á Íslandi höfum við ekki jafn slæmt ástand en við höfum séð merki um það að notkun og fíkn fari vaxandi og höfum áhyggjur af því að þróunin verði sú sama og í Bandaríkjunum.“
Heilbrigðismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira