Mohamed Salah, spilaði aðeins í 30 mínútur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn eftir að hafa farið mjög illa út úr samskiptum sínum við Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid í upphafi leiksins.
Sergio Ramos togaði Mohamed Salah niður og lenti svo á honum þannig að Liverpool maðurinn meiddist illa á öxlinni. Salah reyndi að halda áfram en yfirgaf síðan leikvöllinn grátandi.
Mohamed Salah er einn allra heitasti sóknarmaður heims í dag og sóknarleikur Liverpool var hálfmáttlaus eftir að Egyptinn yfirgaf völlinn.
Það er nóg með að Sergio Ramos þurfti ekki að hafa lengur áhyggjur af Mohamed Salah í þessum úrslitaleik Meistaradeildarinnar þá er HM í Rússlandi einnig í hættu hjá Egyptanum. Sé Salah mikilvægur fyrir Liverpool þá er hann algjörlega ómissandi fyrir egypska landsliðið.
Þar var líklegt að Egyptaland yrði mögulegur mótherji Sergio Ramos og félaga hans í spænska landsliðinu í sextán liða úrslitum keppninnar í Rússlandi sem hefst eftir rúmar tvær vikur.
Spánverjar eru sigurstranglegastir í B-riðilinum en sigurvegari hans mætir einmitt liðinu í öðru sæti úr A-riðli. Fyrirfram er líklegt að Egyptar berjist um annað sætið A-riðilsins við heimamenn í rússneska landsliðinu en Úrúgvæ er sigurstranglegasta lið A-riðilsins.
Það má því segja að Sergio Ramos hafi mögulega slegið tvær flugur í einu höggi þegar hann meiddi Salah. Hann var bæði laus við hann í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn og þarf síðan væntanlega ekki að hafa áhyggjur af honum í öðrum úrslitaleik í sextán liða úrslitunum HM í Rússlandi.
Þetta er vissulega ef og kannski pælingar en Mohamed Salah er sjálfur ekki búinn að gefa upp vonina um að ná sér fyrir HM. Það væri örugglega draumahefnd fyrir hann að skjóta Sergio Ramos og félaga út úr keppninni mætist liðin í sextán liða úrslitunum.
Sergio Ramos sló mögulega tvær flugur í einu höggi þegar hann meiddi Salah
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak?
Enski boltinn



Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool
Enski boltinn



Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði
Enski boltinn

Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“
Enski boltinn