Vill ekkert fullyrða um vopnategundir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. mars 2018 19:30 Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu. Forstjóri Samgöngustofu og samgönguráðherra mættu í morgun á sameiginlegan fund utanríkismálanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna sérstakrar umræðu um vopnaflutninga. Líkt og fram hefur komið hefur Samgöngustofa á síðustu árum veitt íslenska flugfélaginu Air Atlanta leyfi til þess að flytja vopn frá Austur-Evrópu til Sádí-Arabíu en sýnt hefur verið að þaðan berast gjarnan vopn til átakasvæða í Sýrlandi og Jemen. Þórólfur telur Samöngustofu hafa farið að lögum. „Sádí-Arabía sem þessi tilteknu leyfi eða undanþágur hafa fjallað um er ekki skilgreint sem átakasvæði. Þar af leiðandi hefur íslenska ríkið farið að fullu eftir lögum og reglugerðum," segir hann. Samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum er bannað að flytja sum vopn og hafa sérfræðingar bent á að rík rannsóknarskyldi hvíli á stjórnvöldum við leyfisveitingar. Forstjóri Samgöngustofu segir enga sérþekkingu á vopnum hjá stofnuninni en samgönguráðuneytið hefur nú óskað eftir öllum gögnum sem varða flutningana. „Ég ætla ekki fyrirfram að hvorki játa né neita því að eitthvað af þeim vopnum sem Ísland hefur tekið að sér að vera gegn, efnavopn eða annað, hafi einhvern tímann farið í farsendingu einhvers íslensks farartækis. Það ætla ég ekki að fullyrða," segir Þórólfur. Reglugerðin sem Samgöngustofa hefur unnið eftir var tekin til endurskoðunar í lok síðasta árs og hafa fjórar beiðnir um vopnaflutninga síðan borist til Samgönguráðuneytisins sem hefur unnið úr þeim ásamt utanríkisráðuneytinu. Þar af hefur tveimur verið hafnað. „Það var niðurstaða utanríkisráðuneytisins að það sé af mannúðarsjónarmiðum, af því að það megi ætla að hugsanleg átakasvæði tengist þessum flutningum þó að áfangastaðurinn hafi veirð Sádí-Arabía," segir Þórólfur.Auður Lilja ErlingsdóttirSamtök hernaðarandstæðinga kærðu í dag Air Atlanta til lögreglunnar vegna vopnaflutningsins og vísa meðal annars til þess að forsvarsmenn flugfélagsins megi ekki nota gefið leyfi ef ætla megi að þjónustan brjóti í bága við alþjóðlegar skuldbindingar. „Þeir mega ekki flytja vopn til Sádí-Arabíu ef þeir hafa ástæðu til að gruna að þau vopn fari áfram og á þessu svæði sem fráfarandi mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði um sem sláturhús heimsins, það er Sýrland og Jemen, að mest af þeim vopnum sem notuð eru þar í dag koma einmitt frá Sádí Arabíu," segir Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. „Þú þarft ekkert að vera mjög fróður um alþjóðastjórmál og hvað þá ef þú ert í forsvari fyrir flugfélag sem er að flytja hergögn. Þú berð bara ríka skyldu til að kynna þér lög, reglur og alþjóðasáttmála þegar þú ert í slíkum flutningum," segir Auður. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu. Forstjóri Samgöngustofu og samgönguráðherra mættu í morgun á sameiginlegan fund utanríkismálanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna sérstakrar umræðu um vopnaflutninga. Líkt og fram hefur komið hefur Samgöngustofa á síðustu árum veitt íslenska flugfélaginu Air Atlanta leyfi til þess að flytja vopn frá Austur-Evrópu til Sádí-Arabíu en sýnt hefur verið að þaðan berast gjarnan vopn til átakasvæða í Sýrlandi og Jemen. Þórólfur telur Samöngustofu hafa farið að lögum. „Sádí-Arabía sem þessi tilteknu leyfi eða undanþágur hafa fjallað um er ekki skilgreint sem átakasvæði. Þar af leiðandi hefur íslenska ríkið farið að fullu eftir lögum og reglugerðum," segir hann. Samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum er bannað að flytja sum vopn og hafa sérfræðingar bent á að rík rannsóknarskyldi hvíli á stjórnvöldum við leyfisveitingar. Forstjóri Samgöngustofu segir enga sérþekkingu á vopnum hjá stofnuninni en samgönguráðuneytið hefur nú óskað eftir öllum gögnum sem varða flutningana. „Ég ætla ekki fyrirfram að hvorki játa né neita því að eitthvað af þeim vopnum sem Ísland hefur tekið að sér að vera gegn, efnavopn eða annað, hafi einhvern tímann farið í farsendingu einhvers íslensks farartækis. Það ætla ég ekki að fullyrða," segir Þórólfur. Reglugerðin sem Samgöngustofa hefur unnið eftir var tekin til endurskoðunar í lok síðasta árs og hafa fjórar beiðnir um vopnaflutninga síðan borist til Samgönguráðuneytisins sem hefur unnið úr þeim ásamt utanríkisráðuneytinu. Þar af hefur tveimur verið hafnað. „Það var niðurstaða utanríkisráðuneytisins að það sé af mannúðarsjónarmiðum, af því að það megi ætla að hugsanleg átakasvæði tengist þessum flutningum þó að áfangastaðurinn hafi veirð Sádí-Arabía," segir Þórólfur.Auður Lilja ErlingsdóttirSamtök hernaðarandstæðinga kærðu í dag Air Atlanta til lögreglunnar vegna vopnaflutningsins og vísa meðal annars til þess að forsvarsmenn flugfélagsins megi ekki nota gefið leyfi ef ætla megi að þjónustan brjóti í bága við alþjóðlegar skuldbindingar. „Þeir mega ekki flytja vopn til Sádí-Arabíu ef þeir hafa ástæðu til að gruna að þau vopn fari áfram og á þessu svæði sem fráfarandi mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði um sem sláturhús heimsins, það er Sýrland og Jemen, að mest af þeim vopnum sem notuð eru þar í dag koma einmitt frá Sádí Arabíu," segir Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. „Þú þarft ekkert að vera mjög fróður um alþjóðastjórmál og hvað þá ef þú ert í forsvari fyrir flugfélag sem er að flytja hergögn. Þú berð bara ríka skyldu til að kynna þér lög, reglur og alþjóðasáttmála þegar þú ert í slíkum flutningum," segir Auður.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira