Vill ekkert fullyrða um vopnategundir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. mars 2018 19:30 Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu. Forstjóri Samgöngustofu og samgönguráðherra mættu í morgun á sameiginlegan fund utanríkismálanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna sérstakrar umræðu um vopnaflutninga. Líkt og fram hefur komið hefur Samgöngustofa á síðustu árum veitt íslenska flugfélaginu Air Atlanta leyfi til þess að flytja vopn frá Austur-Evrópu til Sádí-Arabíu en sýnt hefur verið að þaðan berast gjarnan vopn til átakasvæða í Sýrlandi og Jemen. Þórólfur telur Samöngustofu hafa farið að lögum. „Sádí-Arabía sem þessi tilteknu leyfi eða undanþágur hafa fjallað um er ekki skilgreint sem átakasvæði. Þar af leiðandi hefur íslenska ríkið farið að fullu eftir lögum og reglugerðum," segir hann. Samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum er bannað að flytja sum vopn og hafa sérfræðingar bent á að rík rannsóknarskyldi hvíli á stjórnvöldum við leyfisveitingar. Forstjóri Samgöngustofu segir enga sérþekkingu á vopnum hjá stofnuninni en samgönguráðuneytið hefur nú óskað eftir öllum gögnum sem varða flutningana. „Ég ætla ekki fyrirfram að hvorki játa né neita því að eitthvað af þeim vopnum sem Ísland hefur tekið að sér að vera gegn, efnavopn eða annað, hafi einhvern tímann farið í farsendingu einhvers íslensks farartækis. Það ætla ég ekki að fullyrða," segir Þórólfur. Reglugerðin sem Samgöngustofa hefur unnið eftir var tekin til endurskoðunar í lok síðasta árs og hafa fjórar beiðnir um vopnaflutninga síðan borist til Samgönguráðuneytisins sem hefur unnið úr þeim ásamt utanríkisráðuneytinu. Þar af hefur tveimur verið hafnað. „Það var niðurstaða utanríkisráðuneytisins að það sé af mannúðarsjónarmiðum, af því að það megi ætla að hugsanleg átakasvæði tengist þessum flutningum þó að áfangastaðurinn hafi veirð Sádí-Arabía," segir Þórólfur.Auður Lilja ErlingsdóttirSamtök hernaðarandstæðinga kærðu í dag Air Atlanta til lögreglunnar vegna vopnaflutningsins og vísa meðal annars til þess að forsvarsmenn flugfélagsins megi ekki nota gefið leyfi ef ætla megi að þjónustan brjóti í bága við alþjóðlegar skuldbindingar. „Þeir mega ekki flytja vopn til Sádí-Arabíu ef þeir hafa ástæðu til að gruna að þau vopn fari áfram og á þessu svæði sem fráfarandi mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði um sem sláturhús heimsins, það er Sýrland og Jemen, að mest af þeim vopnum sem notuð eru þar í dag koma einmitt frá Sádí Arabíu," segir Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. „Þú þarft ekkert að vera mjög fróður um alþjóðastjórmál og hvað þá ef þú ert í forsvari fyrir flugfélag sem er að flytja hergögn. Þú berð bara ríka skyldu til að kynna þér lög, reglur og alþjóðasáttmála þegar þú ert í slíkum flutningum," segir Auður. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu. Forstjóri Samgöngustofu og samgönguráðherra mættu í morgun á sameiginlegan fund utanríkismálanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna sérstakrar umræðu um vopnaflutninga. Líkt og fram hefur komið hefur Samgöngustofa á síðustu árum veitt íslenska flugfélaginu Air Atlanta leyfi til þess að flytja vopn frá Austur-Evrópu til Sádí-Arabíu en sýnt hefur verið að þaðan berast gjarnan vopn til átakasvæða í Sýrlandi og Jemen. Þórólfur telur Samöngustofu hafa farið að lögum. „Sádí-Arabía sem þessi tilteknu leyfi eða undanþágur hafa fjallað um er ekki skilgreint sem átakasvæði. Þar af leiðandi hefur íslenska ríkið farið að fullu eftir lögum og reglugerðum," segir hann. Samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum er bannað að flytja sum vopn og hafa sérfræðingar bent á að rík rannsóknarskyldi hvíli á stjórnvöldum við leyfisveitingar. Forstjóri Samgöngustofu segir enga sérþekkingu á vopnum hjá stofnuninni en samgönguráðuneytið hefur nú óskað eftir öllum gögnum sem varða flutningana. „Ég ætla ekki fyrirfram að hvorki játa né neita því að eitthvað af þeim vopnum sem Ísland hefur tekið að sér að vera gegn, efnavopn eða annað, hafi einhvern tímann farið í farsendingu einhvers íslensks farartækis. Það ætla ég ekki að fullyrða," segir Þórólfur. Reglugerðin sem Samgöngustofa hefur unnið eftir var tekin til endurskoðunar í lok síðasta árs og hafa fjórar beiðnir um vopnaflutninga síðan borist til Samgönguráðuneytisins sem hefur unnið úr þeim ásamt utanríkisráðuneytinu. Þar af hefur tveimur verið hafnað. „Það var niðurstaða utanríkisráðuneytisins að það sé af mannúðarsjónarmiðum, af því að það megi ætla að hugsanleg átakasvæði tengist þessum flutningum þó að áfangastaðurinn hafi veirð Sádí-Arabía," segir Þórólfur.Auður Lilja ErlingsdóttirSamtök hernaðarandstæðinga kærðu í dag Air Atlanta til lögreglunnar vegna vopnaflutningsins og vísa meðal annars til þess að forsvarsmenn flugfélagsins megi ekki nota gefið leyfi ef ætla megi að þjónustan brjóti í bága við alþjóðlegar skuldbindingar. „Þeir mega ekki flytja vopn til Sádí-Arabíu ef þeir hafa ástæðu til að gruna að þau vopn fari áfram og á þessu svæði sem fráfarandi mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði um sem sláturhús heimsins, það er Sýrland og Jemen, að mest af þeim vopnum sem notuð eru þar í dag koma einmitt frá Sádí Arabíu," segir Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. „Þú þarft ekkert að vera mjög fróður um alþjóðastjórmál og hvað þá ef þú ert í forsvari fyrir flugfélag sem er að flytja hergögn. Þú berð bara ríka skyldu til að kynna þér lög, reglur og alþjóðasáttmála þegar þú ert í slíkum flutningum," segir Auður.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira