Hér á landi er litið á íþróttir barna sem leik en ekki vinnu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. maí 2018 11:15 Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands Skjáskot/Stöð2 Við getum ekki slitið barna- og unglingastarfið frá afreksstarfinu. Það er eitt af sérkennum íslenskra íþrótta og skipulags íslenskra íþrótta, sem þekkist eiginlega varla í löndunum í kringum okkur, að við slítum ekki í sundur uppeldishlutann og afrekshlutann,“ segir Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viðar heldur erindi í dag á viðburði á vegum Háskóla Íslands, Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku?, en streymt verður frá fundinum hér á Vísi klukkan 12. „Þetta kerfi og skipulag okkar er svolítið sérstakt hvað þetta varðar. Líka að halda því fram að þetta kerfi og þetta skipulag geri það að verkum að karlalandsliðið okkar í fótbolta er að fara á HM. Vegna þess að það eru góð gildi í starfinu og það er talað um að það sé góður karakter í liðinu, mikill vinskapur og mikil stemning.“ Það séu mjög jákvæð gildi í liðinu og svo auðvitað líka góðir fótboltamenn. „Það er afrakstur af þessu starfi að mörgu leyti því við erum ekki að slíta þetta í sundur eins og gerist víða erlendis þar sem verið er að slíta í sundur afreksíþróttir sér. Þar eru bara allt önnur gildi og meiri einstaklingshyggja, kvíði, streita.“ Samkennd, stemning og vinskapur einkenni íþróttaliðin hér á landi, sem hafi áhrif sem á góðan árangur í nánast öllum okkar hópíþróttum síðustu ár. Hér á landi sé nálgast íþróttir barna sem leik en ekki vinnu. „Þá ferðu í þetta á allt öðrum forsendum. Það er ekki sömu væntingar og pressa og það er ekki eins mikið undir þannig lagað séð. Þannig að við náum að halda þessum óæskilegu þáttum aðeins í skefjum þar sem við nálgumst leikinn á öðrum forsendum.“Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku? Hvernig er hægt að tryggja áfram félagslegt og uppeldislegt gildi íþrótta fyrir börn og ungmenni og stuðla um leið að áframhaldandi góðum árangri íslenskra íþróttamanna? 28. maí 2018 11:45 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna Verið að bíða eftir strætó þegar ungmenni réðust á hann Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira
Við getum ekki slitið barna- og unglingastarfið frá afreksstarfinu. Það er eitt af sérkennum íslenskra íþrótta og skipulags íslenskra íþrótta, sem þekkist eiginlega varla í löndunum í kringum okkur, að við slítum ekki í sundur uppeldishlutann og afrekshlutann,“ segir Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viðar heldur erindi í dag á viðburði á vegum Háskóla Íslands, Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku?, en streymt verður frá fundinum hér á Vísi klukkan 12. „Þetta kerfi og skipulag okkar er svolítið sérstakt hvað þetta varðar. Líka að halda því fram að þetta kerfi og þetta skipulag geri það að verkum að karlalandsliðið okkar í fótbolta er að fara á HM. Vegna þess að það eru góð gildi í starfinu og það er talað um að það sé góður karakter í liðinu, mikill vinskapur og mikil stemning.“ Það séu mjög jákvæð gildi í liðinu og svo auðvitað líka góðir fótboltamenn. „Það er afrakstur af þessu starfi að mörgu leyti því við erum ekki að slíta þetta í sundur eins og gerist víða erlendis þar sem verið er að slíta í sundur afreksíþróttir sér. Þar eru bara allt önnur gildi og meiri einstaklingshyggja, kvíði, streita.“ Samkennd, stemning og vinskapur einkenni íþróttaliðin hér á landi, sem hafi áhrif sem á góðan árangur í nánast öllum okkar hópíþróttum síðustu ár. Hér á landi sé nálgast íþróttir barna sem leik en ekki vinnu. „Þá ferðu í þetta á allt öðrum forsendum. Það er ekki sömu væntingar og pressa og það er ekki eins mikið undir þannig lagað séð. Þannig að við náum að halda þessum óæskilegu þáttum aðeins í skefjum þar sem við nálgumst leikinn á öðrum forsendum.“Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku? Hvernig er hægt að tryggja áfram félagslegt og uppeldislegt gildi íþrótta fyrir börn og ungmenni og stuðla um leið að áframhaldandi góðum árangri íslenskra íþróttamanna? 28. maí 2018 11:45 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna Verið að bíða eftir strætó þegar ungmenni réðust á hann Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku? Hvernig er hægt að tryggja áfram félagslegt og uppeldislegt gildi íþrótta fyrir börn og ungmenni og stuðla um leið að áframhaldandi góðum árangri íslenskra íþróttamanna? 28. maí 2018 11:45