Íbúar vilja fá forsetann í afmælisveislu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2018 19:30 Íbúar, starfsmenn og velunnarar fögnuðu í dag tuttugu og fimm ára afmæli hjúkrunarheimilisins Eirar. Að því tilefni var haldin söngskemmtun en ein aðal afmælisósk íbúa er að fá forseta Íslands í heimsókn. Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi tók til starfa árið 1993, en undirbúningur hafði staðið frá árinu 1990 - í dag eru einmitt tuttugu og fimm ár síðan fyrsti íbúinn flutti inn en síðan þá hefur mikið breyst. „2004 að þá opnuðum við annan áfanga. Bara á sautján til tuttugu árum höfum við stækkað. Við byggðum þrjár öryggisíbúðir og þar eru yfir tvö hundruð íbúðir,“ segir Kristín Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Eir. Á Eir eru 185 íbúar og þar starfa 350 starfsmenn. Í tilefni dagsins var söngskemmtun þar sem einn af fyrstu starfsmönnum Eirar, Sighvatur rafvirki, sá um skemmtiatriði. Stefnt er að nokkrum afmælishátíðum á þessu ári en íbúar Eirar hafa aðeins eina afmælisósk. „Við ætlum að hafa sumarskemmtun og jafnvel líka skemmtun að hausti og íbúarnir hér vilja gjarnan fá forsetann í heimsókn þá,“ segir Kristín og brosir. Sigfús Bergmann flutti á Eir fyrir um ári en hann mun fagna hundrað ára afmæli sínu í sumar. „Já ég verð hundrað ára ef ég lifi til 18. júlí á þessu ári. En það er ómögulega að vita,“ segir Sigfús. Sigfús, aðrir íbúar og gesti gæddu sér svo að kökum og tóku vel undir í söngnum í dag eins og jafnan er gert í hverri viku. „Öll gömlu ættjarðarlögin eru sungin og þeim er varpað upp á vegg, Þannig að það er mikil gleði hér og mikill söngur,“ segir Kristín Heilbrigðismál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Íbúar, starfsmenn og velunnarar fögnuðu í dag tuttugu og fimm ára afmæli hjúkrunarheimilisins Eirar. Að því tilefni var haldin söngskemmtun en ein aðal afmælisósk íbúa er að fá forseta Íslands í heimsókn. Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi tók til starfa árið 1993, en undirbúningur hafði staðið frá árinu 1990 - í dag eru einmitt tuttugu og fimm ár síðan fyrsti íbúinn flutti inn en síðan þá hefur mikið breyst. „2004 að þá opnuðum við annan áfanga. Bara á sautján til tuttugu árum höfum við stækkað. Við byggðum þrjár öryggisíbúðir og þar eru yfir tvö hundruð íbúðir,“ segir Kristín Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Eir. Á Eir eru 185 íbúar og þar starfa 350 starfsmenn. Í tilefni dagsins var söngskemmtun þar sem einn af fyrstu starfsmönnum Eirar, Sighvatur rafvirki, sá um skemmtiatriði. Stefnt er að nokkrum afmælishátíðum á þessu ári en íbúar Eirar hafa aðeins eina afmælisósk. „Við ætlum að hafa sumarskemmtun og jafnvel líka skemmtun að hausti og íbúarnir hér vilja gjarnan fá forsetann í heimsókn þá,“ segir Kristín og brosir. Sigfús Bergmann flutti á Eir fyrir um ári en hann mun fagna hundrað ára afmæli sínu í sumar. „Já ég verð hundrað ára ef ég lifi til 18. júlí á þessu ári. En það er ómögulega að vita,“ segir Sigfús. Sigfús, aðrir íbúar og gesti gæddu sér svo að kökum og tóku vel undir í söngnum í dag eins og jafnan er gert í hverri viku. „Öll gömlu ættjarðarlögin eru sungin og þeim er varpað upp á vegg, Þannig að það er mikil gleði hér og mikill söngur,“ segir Kristín
Heilbrigðismál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira