Lögum um ríkisborgararétt verður breytt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 20:00 Dómsmálaráðherra mun leggja til breytingar á lögum um veitingu ríkisborgararéttar á komandi þingvetri. Mál Litháa sem búið hefur á Íslandi um árabil hefur vakið mikla athygli en hann fær ekki ríkisborgararétt vegna umferðalagabrota. Til greina kemur að skoða hvort eðli brota ætti að hafi ólík áhrif að sögn dómsmálaráðherra. Þá sé afgreiðsla Alþingis á umsóknum um ríkisborgararétt farin að bera keim af stjórnsýsluafgreiðslu að sögn ráðherra.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við 23 ára Litháa sem búið hefur hér á landi í 17 ár en fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasekta sem hann hlaut á sínum yngri árum. Samkvæmt lögum má umsækjandi ekki hafa sætt sektum eða fangelsisrefsingu til að hljóta ríkisborgararétt. Frá því má þó víkja að liðnum biðtíma, ef ekki eru um endurtekin brot að ræða. Eðli brota skiptir ekki máli samkvæmt lögunum en þetta kemur til greina að endurskoða að sögn dómsmálaráðherra. „Það getur auðvitað og er eðlilegt að komi til skoðunar hvort að öll brot sæti þá sömu afleiðingum að þessu leyti. Menn nefna umferðarlagabrot en ég vil nú samt árétta það að það er nú mín afstaða í því að umferðarlagabrot eru ekki léttvæg og þegar um er að ræða ítrekuð umferðarlagabrot, hvort sem það er hraðaakstur eða ölvunarakstur þá eru það auðvitað ekki léttvæg brot,“ segir Sigríður. Meðal annars verði þessi þáttur tekinn skoðunar á Alþingi í vor. „Það kunna auðvitað að vera málefnaleg sjónarmið fyrir því að mönnum sé ekki þannig lagað refsað til eilífðar fyrir slík brot, heldur að tilteknum tíma liðnum að mönnum gefist þá kostur á að sækja aftur um ríkisborgararétt.“ Því verði þó ekki breytt nema með lagasetningu.Lögum verði breytt til samræmis við hækkun sekta Samkvæmt lögunum markast biðtíminn sem líða þarf frá broti og þar til hægt er að sækja um ríkisborgararétt meðal annars af upphæð sektar fyrir brot. Þess má geta að fyrr á þessu ári hækkuðu sektir við umferðarlagabrotum umtalsvert. „Það er brýnt að uppfæra lögin með tilliti til hækkunar sekta og verðlagsþróunar og þar fram eftir götunum. Og að því leyti er auðvitað bagalegt að sektarákvæðin, eða fjárhæðirnar, séu inni í löggjöfinni þannig að það kallar alltaf á lagabreytingu en það verður gert núna,“ segir Sigríður. Þá er að fleiri þáttum að huga. „Nú er það auðvitað þannig að löggjafinn tók ákvörðun um það fyrir margt löngu að bjóða ekki upp á matskennda ákvarðanir við veitingu ríkisborgararéttar og þess vegna eru lögin eins og þau eru. Það er að segja skýr og skorinorð og ótvíræð um þau skilyrði sem menn þurfa að uppfylla til að fá ríkisborgararétt, og þeir sem ekki uppfylla þau skilyrði hafa þá leitað til þingsins,“ segir Sigríður. Þróunin á þinginu hafi verið dálítið á þá leið að hún sé farin að bera keim af stjórnsýsluafgreiðslu. „Ég hef ekki greint annað en áhuga þingmanna á því að breyta þessu fyrirkomulagi að einhverju leyti,“ segir Sigríður. Tengdar fréttir Synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasekta 27. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Dómsmálaráðherra mun leggja til breytingar á lögum um veitingu ríkisborgararéttar á komandi þingvetri. Mál Litháa sem búið hefur á Íslandi um árabil hefur vakið mikla athygli en hann fær ekki ríkisborgararétt vegna umferðalagabrota. Til greina kemur að skoða hvort eðli brota ætti að hafi ólík áhrif að sögn dómsmálaráðherra. Þá sé afgreiðsla Alþingis á umsóknum um ríkisborgararétt farin að bera keim af stjórnsýsluafgreiðslu að sögn ráðherra.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við 23 ára Litháa sem búið hefur hér á landi í 17 ár en fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasekta sem hann hlaut á sínum yngri árum. Samkvæmt lögum má umsækjandi ekki hafa sætt sektum eða fangelsisrefsingu til að hljóta ríkisborgararétt. Frá því má þó víkja að liðnum biðtíma, ef ekki eru um endurtekin brot að ræða. Eðli brota skiptir ekki máli samkvæmt lögunum en þetta kemur til greina að endurskoða að sögn dómsmálaráðherra. „Það getur auðvitað og er eðlilegt að komi til skoðunar hvort að öll brot sæti þá sömu afleiðingum að þessu leyti. Menn nefna umferðarlagabrot en ég vil nú samt árétta það að það er nú mín afstaða í því að umferðarlagabrot eru ekki léttvæg og þegar um er að ræða ítrekuð umferðarlagabrot, hvort sem það er hraðaakstur eða ölvunarakstur þá eru það auðvitað ekki léttvæg brot,“ segir Sigríður. Meðal annars verði þessi þáttur tekinn skoðunar á Alþingi í vor. „Það kunna auðvitað að vera málefnaleg sjónarmið fyrir því að mönnum sé ekki þannig lagað refsað til eilífðar fyrir slík brot, heldur að tilteknum tíma liðnum að mönnum gefist þá kostur á að sækja aftur um ríkisborgararétt.“ Því verði þó ekki breytt nema með lagasetningu.Lögum verði breytt til samræmis við hækkun sekta Samkvæmt lögunum markast biðtíminn sem líða þarf frá broti og þar til hægt er að sækja um ríkisborgararétt meðal annars af upphæð sektar fyrir brot. Þess má geta að fyrr á þessu ári hækkuðu sektir við umferðarlagabrotum umtalsvert. „Það er brýnt að uppfæra lögin með tilliti til hækkunar sekta og verðlagsþróunar og þar fram eftir götunum. Og að því leyti er auðvitað bagalegt að sektarákvæðin, eða fjárhæðirnar, séu inni í löggjöfinni þannig að það kallar alltaf á lagabreytingu en það verður gert núna,“ segir Sigríður. Þá er að fleiri þáttum að huga. „Nú er það auðvitað þannig að löggjafinn tók ákvörðun um það fyrir margt löngu að bjóða ekki upp á matskennda ákvarðanir við veitingu ríkisborgararéttar og þess vegna eru lögin eins og þau eru. Það er að segja skýr og skorinorð og ótvíræð um þau skilyrði sem menn þurfa að uppfylla til að fá ríkisborgararétt, og þeir sem ekki uppfylla þau skilyrði hafa þá leitað til þingsins,“ segir Sigríður. Þróunin á þinginu hafi verið dálítið á þá leið að hún sé farin að bera keim af stjórnsýsluafgreiðslu. „Ég hef ekki greint annað en áhuga þingmanna á því að breyta þessu fyrirkomulagi að einhverju leyti,“ segir Sigríður.
Tengdar fréttir Synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasekta 27. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira