Synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasekta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2018 19:30 23 ára Lithái sem hefur búið hér í 17 ár sótti um íslenskan ríkisborgararétt en var synjað vegna hraðasekta sem hann hlaut á sínum yngri árum. Sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir endurtekin brot hafa áhrif á umsókn, óháð eðli og alvarleika brota. Audrius Sakalauskas hefur búið á Íslandi frá fimm ára aldri. Hann er með sveinspróf í rafvirkjun og lýkur nú meistaranámi. Hann sótti um íslenskan ríkisborgararétt í fyrra en fékk synjun fyrir stuttu. Að hans sögn var honum synjað vegna hraðasekta sem hann hlaut á sínum yngri árum. „Þeir orðuðu þetta þannig að ég sé síendurtekinn afbrotamaður, en það er vegna umferðasekta sem ég fékk fyrir yfir þremur árum síðan. Þetta voru fyrstu árin, ég var 17 til 19 ára gamall. Ungur og vitlaus. Ég held að flestar sektir hjá mörgun séu þannig. Það er ekki eins og maður sé að gera eitthvað af ásetningi. Fremja eitthvað svakalegt brot,“ segir Audrius.Á heimasíðu Útlendingastofnunnar kemur fram að stofnunin hafi ekki heimild til að veita ríkisborgararétt þegar brot eru endurtekin. Sviðsstjóri hjá stofnuninni segir að endurtekin brot hafi áhrif á umsókn og þá hafi eðli brota engin áhrif. Öll brot falli undir sama hatt óháð alvarleika þeirra.Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun.Skjáskot úr frétt„Eðli brota skipta ekki máli í þesus samhengi. Einfaldelga hvort einstaklingar hafa fengið sektir eða dóma, hvort sem það er hérlendis eða erlendis. Þá er það þessi krafa að það hafi liðinn ákveðinn tími ef að brot eru ekki endurtekin og ef að sektir ná ekki ákveðinni fjárhæð,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri hjá Útlendingastofnun. „Ég á mér líf hérna. Ég hef verið með konunni minni í sjö ár. Við trúlofuðum okkur fyrir stuttu. Maður er ekkert að fara. Mér líður vel á Íslandi,“ segir Audrius. Audrius óttast að ef ferlið taki of langan tíma verði hann sendur aftur til Lithaen og skipað að gegna þar herskyldu. „Maður þorir ekkert í helgarferð til t.d. Lithaen að kíkja á ömmu af ótta við að vera tekinn í herskyldu til að gegna henni. Það er leiðinlegt að búa við svona hræðslu,“ segir Audrius. Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
23 ára Lithái sem hefur búið hér í 17 ár sótti um íslenskan ríkisborgararétt en var synjað vegna hraðasekta sem hann hlaut á sínum yngri árum. Sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir endurtekin brot hafa áhrif á umsókn, óháð eðli og alvarleika brota. Audrius Sakalauskas hefur búið á Íslandi frá fimm ára aldri. Hann er með sveinspróf í rafvirkjun og lýkur nú meistaranámi. Hann sótti um íslenskan ríkisborgararétt í fyrra en fékk synjun fyrir stuttu. Að hans sögn var honum synjað vegna hraðasekta sem hann hlaut á sínum yngri árum. „Þeir orðuðu þetta þannig að ég sé síendurtekinn afbrotamaður, en það er vegna umferðasekta sem ég fékk fyrir yfir þremur árum síðan. Þetta voru fyrstu árin, ég var 17 til 19 ára gamall. Ungur og vitlaus. Ég held að flestar sektir hjá mörgun séu þannig. Það er ekki eins og maður sé að gera eitthvað af ásetningi. Fremja eitthvað svakalegt brot,“ segir Audrius.Á heimasíðu Útlendingastofnunnar kemur fram að stofnunin hafi ekki heimild til að veita ríkisborgararétt þegar brot eru endurtekin. Sviðsstjóri hjá stofnuninni segir að endurtekin brot hafi áhrif á umsókn og þá hafi eðli brota engin áhrif. Öll brot falli undir sama hatt óháð alvarleika þeirra.Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun.Skjáskot úr frétt„Eðli brota skipta ekki máli í þesus samhengi. Einfaldelga hvort einstaklingar hafa fengið sektir eða dóma, hvort sem það er hérlendis eða erlendis. Þá er það þessi krafa að það hafi liðinn ákveðinn tími ef að brot eru ekki endurtekin og ef að sektir ná ekki ákveðinni fjárhæð,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri hjá Útlendingastofnun. „Ég á mér líf hérna. Ég hef verið með konunni minni í sjö ár. Við trúlofuðum okkur fyrir stuttu. Maður er ekkert að fara. Mér líður vel á Íslandi,“ segir Audrius. Audrius óttast að ef ferlið taki of langan tíma verði hann sendur aftur til Lithaen og skipað að gegna þar herskyldu. „Maður þorir ekkert í helgarferð til t.d. Lithaen að kíkja á ömmu af ótta við að vera tekinn í herskyldu til að gegna henni. Það er leiðinlegt að búa við svona hræðslu,“ segir Audrius.
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira