Íslensk fyrirtæki finna fyrir breytingum í vikunni Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. maí 2018 20:00 Ný persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins sem tekur gildi næsta föstudag mun strax hafa mikil áhrif á fjölmörg íslensk fyrirtæki. Forstjóri Persónuverndar segir að í reglugerðinni felist gríðarleg réttarbót fyrir evrópskan almenning. Löggjöfin tekur gildi í Evrópu þann 25. maí og mun uppfrá því hafa áhrif á öll fyrirtæki sem eru þar með starfsemi eða sýsla með persónuupplýsingar Evrópubúa. Þó hún öðlist ekki lagagildi samdægurs hér á landi hefur hún þó strax áhrif á flestöll fyrirtæki sem starfa á alþjóðlegum grundvelli. „Til dæmis flugfélög, svo er spurning um álfyrirtæki, kvikmyndaframleiðslu, stoðtækjaframleiðslu, verslun og viðskipti, vinnsla persónuupplýsinga fer mjög víða,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Sektir upp á milljónir evra Fjölmargar skyldur eru lagðar á fyrirtækin, þ.á.m. að halda skrá yfir alla vinnslu upplýsinga og gera umfangsmiklar áreiðanleikaprófanir áður en nýr hugbúnaður er tekinn í notkun. Þá öðlast persónuverndaryfirvöld í Evrópu fjölþjóðlegri heimildir og geta lagt á sektir upp á milljónir Evra ef fyrirtæki þykja ekki hafa fylgt ákvæðum reglugerðarinnar. „Það tekur ákveðinn tíma að breyta hugarfari heillar þjóðar og þetta er verkefni sem kallar á gjörbreytt hugarfar. Að allir vinnustaðir hugi betur að því hvernig þeir fara með persónuupplýsingar,“ segir Helga.Samfélagsmiðlar taka breytingum Samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Instagram hafa undanfarna daga sent notendum sínum tilkynningar um beiðnir um að samþykkja ýmiss konar skilmála. Þetta er hluti þeirra breytinga sem má vænta, þar sem notendur eru gerðir mun meðvitaðri og upplýstari um hvaða upplýsingar eru notaðar og hvernig. Svipað er uppi á teningnum með fjarskipta, póst- og skýjaþjónustur svo dæmi séu tekin. Helga segir að þó reglurnar kunni að virðast strangar þá sé full ástæða til, enda geti röng meðferð persónuupplýsinga haft alvarlegar afleiðingar. „Við sjáum dæmi frá Noregi þar sem íþróttakona lenti í því að einn sími var tekinn traustataki, persónuupplýsingar eins einstaklings fóru mjög víða og virðast bara næstum hafa gert það að verkum að manneskjunni fannst hún missa tök á lífinu. Hvað þá þegar það eru mörghundruð aðilar undir,“ segir Helga að lokum. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ný persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins sem tekur gildi næsta föstudag mun strax hafa mikil áhrif á fjölmörg íslensk fyrirtæki. Forstjóri Persónuverndar segir að í reglugerðinni felist gríðarleg réttarbót fyrir evrópskan almenning. Löggjöfin tekur gildi í Evrópu þann 25. maí og mun uppfrá því hafa áhrif á öll fyrirtæki sem eru þar með starfsemi eða sýsla með persónuupplýsingar Evrópubúa. Þó hún öðlist ekki lagagildi samdægurs hér á landi hefur hún þó strax áhrif á flestöll fyrirtæki sem starfa á alþjóðlegum grundvelli. „Til dæmis flugfélög, svo er spurning um álfyrirtæki, kvikmyndaframleiðslu, stoðtækjaframleiðslu, verslun og viðskipti, vinnsla persónuupplýsinga fer mjög víða,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Sektir upp á milljónir evra Fjölmargar skyldur eru lagðar á fyrirtækin, þ.á.m. að halda skrá yfir alla vinnslu upplýsinga og gera umfangsmiklar áreiðanleikaprófanir áður en nýr hugbúnaður er tekinn í notkun. Þá öðlast persónuverndaryfirvöld í Evrópu fjölþjóðlegri heimildir og geta lagt á sektir upp á milljónir Evra ef fyrirtæki þykja ekki hafa fylgt ákvæðum reglugerðarinnar. „Það tekur ákveðinn tíma að breyta hugarfari heillar þjóðar og þetta er verkefni sem kallar á gjörbreytt hugarfar. Að allir vinnustaðir hugi betur að því hvernig þeir fara með persónuupplýsingar,“ segir Helga.Samfélagsmiðlar taka breytingum Samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Instagram hafa undanfarna daga sent notendum sínum tilkynningar um beiðnir um að samþykkja ýmiss konar skilmála. Þetta er hluti þeirra breytinga sem má vænta, þar sem notendur eru gerðir mun meðvitaðri og upplýstari um hvaða upplýsingar eru notaðar og hvernig. Svipað er uppi á teningnum með fjarskipta, póst- og skýjaþjónustur svo dæmi séu tekin. Helga segir að þó reglurnar kunni að virðast strangar þá sé full ástæða til, enda geti röng meðferð persónuupplýsinga haft alvarlegar afleiðingar. „Við sjáum dæmi frá Noregi þar sem íþróttakona lenti í því að einn sími var tekinn traustataki, persónuupplýsingar eins einstaklings fóru mjög víða og virðast bara næstum hafa gert það að verkum að manneskjunni fannst hún missa tök á lífinu. Hvað þá þegar það eru mörghundruð aðilar undir,“ segir Helga að lokum.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira