Íslensk fyrirtæki finna fyrir breytingum í vikunni Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. maí 2018 20:00 Ný persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins sem tekur gildi næsta föstudag mun strax hafa mikil áhrif á fjölmörg íslensk fyrirtæki. Forstjóri Persónuverndar segir að í reglugerðinni felist gríðarleg réttarbót fyrir evrópskan almenning. Löggjöfin tekur gildi í Evrópu þann 25. maí og mun uppfrá því hafa áhrif á öll fyrirtæki sem eru þar með starfsemi eða sýsla með persónuupplýsingar Evrópubúa. Þó hún öðlist ekki lagagildi samdægurs hér á landi hefur hún þó strax áhrif á flestöll fyrirtæki sem starfa á alþjóðlegum grundvelli. „Til dæmis flugfélög, svo er spurning um álfyrirtæki, kvikmyndaframleiðslu, stoðtækjaframleiðslu, verslun og viðskipti, vinnsla persónuupplýsinga fer mjög víða,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Sektir upp á milljónir evra Fjölmargar skyldur eru lagðar á fyrirtækin, þ.á.m. að halda skrá yfir alla vinnslu upplýsinga og gera umfangsmiklar áreiðanleikaprófanir áður en nýr hugbúnaður er tekinn í notkun. Þá öðlast persónuverndaryfirvöld í Evrópu fjölþjóðlegri heimildir og geta lagt á sektir upp á milljónir Evra ef fyrirtæki þykja ekki hafa fylgt ákvæðum reglugerðarinnar. „Það tekur ákveðinn tíma að breyta hugarfari heillar þjóðar og þetta er verkefni sem kallar á gjörbreytt hugarfar. Að allir vinnustaðir hugi betur að því hvernig þeir fara með persónuupplýsingar,“ segir Helga.Samfélagsmiðlar taka breytingum Samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Instagram hafa undanfarna daga sent notendum sínum tilkynningar um beiðnir um að samþykkja ýmiss konar skilmála. Þetta er hluti þeirra breytinga sem má vænta, þar sem notendur eru gerðir mun meðvitaðri og upplýstari um hvaða upplýsingar eru notaðar og hvernig. Svipað er uppi á teningnum með fjarskipta, póst- og skýjaþjónustur svo dæmi séu tekin. Helga segir að þó reglurnar kunni að virðast strangar þá sé full ástæða til, enda geti röng meðferð persónuupplýsinga haft alvarlegar afleiðingar. „Við sjáum dæmi frá Noregi þar sem íþróttakona lenti í því að einn sími var tekinn traustataki, persónuupplýsingar eins einstaklings fóru mjög víða og virðast bara næstum hafa gert það að verkum að manneskjunni fannst hún missa tök á lífinu. Hvað þá þegar það eru mörghundruð aðilar undir,“ segir Helga að lokum. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Ný persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins sem tekur gildi næsta föstudag mun strax hafa mikil áhrif á fjölmörg íslensk fyrirtæki. Forstjóri Persónuverndar segir að í reglugerðinni felist gríðarleg réttarbót fyrir evrópskan almenning. Löggjöfin tekur gildi í Evrópu þann 25. maí og mun uppfrá því hafa áhrif á öll fyrirtæki sem eru þar með starfsemi eða sýsla með persónuupplýsingar Evrópubúa. Þó hún öðlist ekki lagagildi samdægurs hér á landi hefur hún þó strax áhrif á flestöll fyrirtæki sem starfa á alþjóðlegum grundvelli. „Til dæmis flugfélög, svo er spurning um álfyrirtæki, kvikmyndaframleiðslu, stoðtækjaframleiðslu, verslun og viðskipti, vinnsla persónuupplýsinga fer mjög víða,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Sektir upp á milljónir evra Fjölmargar skyldur eru lagðar á fyrirtækin, þ.á.m. að halda skrá yfir alla vinnslu upplýsinga og gera umfangsmiklar áreiðanleikaprófanir áður en nýr hugbúnaður er tekinn í notkun. Þá öðlast persónuverndaryfirvöld í Evrópu fjölþjóðlegri heimildir og geta lagt á sektir upp á milljónir Evra ef fyrirtæki þykja ekki hafa fylgt ákvæðum reglugerðarinnar. „Það tekur ákveðinn tíma að breyta hugarfari heillar þjóðar og þetta er verkefni sem kallar á gjörbreytt hugarfar. Að allir vinnustaðir hugi betur að því hvernig þeir fara með persónuupplýsingar,“ segir Helga.Samfélagsmiðlar taka breytingum Samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Instagram hafa undanfarna daga sent notendum sínum tilkynningar um beiðnir um að samþykkja ýmiss konar skilmála. Þetta er hluti þeirra breytinga sem má vænta, þar sem notendur eru gerðir mun meðvitaðri og upplýstari um hvaða upplýsingar eru notaðar og hvernig. Svipað er uppi á teningnum með fjarskipta, póst- og skýjaþjónustur svo dæmi séu tekin. Helga segir að þó reglurnar kunni að virðast strangar þá sé full ástæða til, enda geti röng meðferð persónuupplýsinga haft alvarlegar afleiðingar. „Við sjáum dæmi frá Noregi þar sem íþróttakona lenti í því að einn sími var tekinn traustataki, persónuupplýsingar eins einstaklings fóru mjög víða og virðast bara næstum hafa gert það að verkum að manneskjunni fannst hún missa tök á lífinu. Hvað þá þegar það eru mörghundruð aðilar undir,“ segir Helga að lokum.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira