Íslensk fyrirtæki finna fyrir breytingum í vikunni Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. maí 2018 20:00 Ný persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins sem tekur gildi næsta föstudag mun strax hafa mikil áhrif á fjölmörg íslensk fyrirtæki. Forstjóri Persónuverndar segir að í reglugerðinni felist gríðarleg réttarbót fyrir evrópskan almenning. Löggjöfin tekur gildi í Evrópu þann 25. maí og mun uppfrá því hafa áhrif á öll fyrirtæki sem eru þar með starfsemi eða sýsla með persónuupplýsingar Evrópubúa. Þó hún öðlist ekki lagagildi samdægurs hér á landi hefur hún þó strax áhrif á flestöll fyrirtæki sem starfa á alþjóðlegum grundvelli. „Til dæmis flugfélög, svo er spurning um álfyrirtæki, kvikmyndaframleiðslu, stoðtækjaframleiðslu, verslun og viðskipti, vinnsla persónuupplýsinga fer mjög víða,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Sektir upp á milljónir evra Fjölmargar skyldur eru lagðar á fyrirtækin, þ.á.m. að halda skrá yfir alla vinnslu upplýsinga og gera umfangsmiklar áreiðanleikaprófanir áður en nýr hugbúnaður er tekinn í notkun. Þá öðlast persónuverndaryfirvöld í Evrópu fjölþjóðlegri heimildir og geta lagt á sektir upp á milljónir Evra ef fyrirtæki þykja ekki hafa fylgt ákvæðum reglugerðarinnar. „Það tekur ákveðinn tíma að breyta hugarfari heillar þjóðar og þetta er verkefni sem kallar á gjörbreytt hugarfar. Að allir vinnustaðir hugi betur að því hvernig þeir fara með persónuupplýsingar,“ segir Helga.Samfélagsmiðlar taka breytingum Samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Instagram hafa undanfarna daga sent notendum sínum tilkynningar um beiðnir um að samþykkja ýmiss konar skilmála. Þetta er hluti þeirra breytinga sem má vænta, þar sem notendur eru gerðir mun meðvitaðri og upplýstari um hvaða upplýsingar eru notaðar og hvernig. Svipað er uppi á teningnum með fjarskipta, póst- og skýjaþjónustur svo dæmi séu tekin. Helga segir að þó reglurnar kunni að virðast strangar þá sé full ástæða til, enda geti röng meðferð persónuupplýsinga haft alvarlegar afleiðingar. „Við sjáum dæmi frá Noregi þar sem íþróttakona lenti í því að einn sími var tekinn traustataki, persónuupplýsingar eins einstaklings fóru mjög víða og virðast bara næstum hafa gert það að verkum að manneskjunni fannst hún missa tök á lífinu. Hvað þá þegar það eru mörghundruð aðilar undir,“ segir Helga að lokum. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Ný persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins sem tekur gildi næsta föstudag mun strax hafa mikil áhrif á fjölmörg íslensk fyrirtæki. Forstjóri Persónuverndar segir að í reglugerðinni felist gríðarleg réttarbót fyrir evrópskan almenning. Löggjöfin tekur gildi í Evrópu þann 25. maí og mun uppfrá því hafa áhrif á öll fyrirtæki sem eru þar með starfsemi eða sýsla með persónuupplýsingar Evrópubúa. Þó hún öðlist ekki lagagildi samdægurs hér á landi hefur hún þó strax áhrif á flestöll fyrirtæki sem starfa á alþjóðlegum grundvelli. „Til dæmis flugfélög, svo er spurning um álfyrirtæki, kvikmyndaframleiðslu, stoðtækjaframleiðslu, verslun og viðskipti, vinnsla persónuupplýsinga fer mjög víða,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Sektir upp á milljónir evra Fjölmargar skyldur eru lagðar á fyrirtækin, þ.á.m. að halda skrá yfir alla vinnslu upplýsinga og gera umfangsmiklar áreiðanleikaprófanir áður en nýr hugbúnaður er tekinn í notkun. Þá öðlast persónuverndaryfirvöld í Evrópu fjölþjóðlegri heimildir og geta lagt á sektir upp á milljónir Evra ef fyrirtæki þykja ekki hafa fylgt ákvæðum reglugerðarinnar. „Það tekur ákveðinn tíma að breyta hugarfari heillar þjóðar og þetta er verkefni sem kallar á gjörbreytt hugarfar. Að allir vinnustaðir hugi betur að því hvernig þeir fara með persónuupplýsingar,“ segir Helga.Samfélagsmiðlar taka breytingum Samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Instagram hafa undanfarna daga sent notendum sínum tilkynningar um beiðnir um að samþykkja ýmiss konar skilmála. Þetta er hluti þeirra breytinga sem má vænta, þar sem notendur eru gerðir mun meðvitaðri og upplýstari um hvaða upplýsingar eru notaðar og hvernig. Svipað er uppi á teningnum með fjarskipta, póst- og skýjaþjónustur svo dæmi séu tekin. Helga segir að þó reglurnar kunni að virðast strangar þá sé full ástæða til, enda geti röng meðferð persónuupplýsinga haft alvarlegar afleiðingar. „Við sjáum dæmi frá Noregi þar sem íþróttakona lenti í því að einn sími var tekinn traustataki, persónuupplýsingar eins einstaklings fóru mjög víða og virðast bara næstum hafa gert það að verkum að manneskjunni fannst hún missa tök á lífinu. Hvað þá þegar það eru mörghundruð aðilar undir,“ segir Helga að lokum.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira