Vill draga úr umsvifum lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi Höskuldur Kári Schram skrifar 22. janúar 2018 18:45 Starfshópur um hlutverk lífeyrissjóða í atvinnulífinu leggur til að sjóðirnir auki fjárfestingar sínar í útlöndum og að almenningur fái auknar heimildir til að nýta iðgjöld til greiða niður húsnæðislán. Formaður hópsins segir nauðsynlegt að draga úr umsvifum sjóðanna hér á landi. Skýrsla starfshópsins var kynnt á sérstökum blaðamannafundi í dag en hópurinn fékk meðal annars það verkefni að meta umsvif lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi. Eignir lífeyrissjóða hafa tífaldast á síðustu tuttugum árum og eiga sjóðirnir nú um helming allra hlutabréfa í Kauphöll Íslands. Umsvif þeirra eru einnig mikil þegar kemur að skuldabréfum. Starfshópurinn leggur áherslu á að sjóðirnir auki fjárfestingar sínar í útlöndum en erlendar eignir eru nú um fjórðungur af heildareignum sjóðanna. „Það eru skráð um sextán félög á innlendum hlutabréfamarkaði. Það er ekki mikil áhættudreifing að fjárfesta í sextán félögum. Með því að fjárfesta erlendis geta sjóðirnir fjárfest í mörg hundruð félögum, mörgum löndum og mörgum atvinnugreinum. Það er að okkar mati nauðsynlegt til að dreifa áhættu og það hefur þau hliðaráhrif að það dregur úr innlendum umsvifum,“ segir Gunnar Baldvinsson formaður starfshópsins. Starfshópurinn vill líka sjá aukið gagnsæi og að sjóðunum verði gert að móta stefnu um stjórnarhætti í fyrirtækjum. Þá er líka lagt til að almenningur fái auknar heimildir til að ráðstafa iðgjöldum til að greiða niður húsnæðislán en þannig megi líka draga úr umsvifum sjóðanna. Er þá miðað við að lágmarksiðgjöld verði hækkuð í 15,5 prósent og hægt verði að nýta 3,5 prósent til að greiða niður húsnæðislán. „Við höfum séð útreikninga sem sýna fram á að 15,5 prósent iðgjald skilar mjög góðum eftirlaunum. Þau verða enn betri ef menn eru með viðbótarlífeyrissparnað. Það er líka til þess að stuðla að dreifðari ákvarðanatöku og að sjóðsfélagar hafi meira um iðgjaldið sitt að segja,“ segir Gunnar. Efnahagsmál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Starfshópur um hlutverk lífeyrissjóða í atvinnulífinu leggur til að sjóðirnir auki fjárfestingar sínar í útlöndum og að almenningur fái auknar heimildir til að nýta iðgjöld til greiða niður húsnæðislán. Formaður hópsins segir nauðsynlegt að draga úr umsvifum sjóðanna hér á landi. Skýrsla starfshópsins var kynnt á sérstökum blaðamannafundi í dag en hópurinn fékk meðal annars það verkefni að meta umsvif lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi. Eignir lífeyrissjóða hafa tífaldast á síðustu tuttugum árum og eiga sjóðirnir nú um helming allra hlutabréfa í Kauphöll Íslands. Umsvif þeirra eru einnig mikil þegar kemur að skuldabréfum. Starfshópurinn leggur áherslu á að sjóðirnir auki fjárfestingar sínar í útlöndum en erlendar eignir eru nú um fjórðungur af heildareignum sjóðanna. „Það eru skráð um sextán félög á innlendum hlutabréfamarkaði. Það er ekki mikil áhættudreifing að fjárfesta í sextán félögum. Með því að fjárfesta erlendis geta sjóðirnir fjárfest í mörg hundruð félögum, mörgum löndum og mörgum atvinnugreinum. Það er að okkar mati nauðsynlegt til að dreifa áhættu og það hefur þau hliðaráhrif að það dregur úr innlendum umsvifum,“ segir Gunnar Baldvinsson formaður starfshópsins. Starfshópurinn vill líka sjá aukið gagnsæi og að sjóðunum verði gert að móta stefnu um stjórnarhætti í fyrirtækjum. Þá er líka lagt til að almenningur fái auknar heimildir til að ráðstafa iðgjöldum til að greiða niður húsnæðislán en þannig megi líka draga úr umsvifum sjóðanna. Er þá miðað við að lágmarksiðgjöld verði hækkuð í 15,5 prósent og hægt verði að nýta 3,5 prósent til að greiða niður húsnæðislán. „Við höfum séð útreikninga sem sýna fram á að 15,5 prósent iðgjald skilar mjög góðum eftirlaunum. Þau verða enn betri ef menn eru með viðbótarlífeyrissparnað. Það er líka til þess að stuðla að dreifðari ákvarðanatöku og að sjóðsfélagar hafi meira um iðgjaldið sitt að segja,“ segir Gunnar.
Efnahagsmál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira