Vill draga úr umsvifum lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi Höskuldur Kári Schram skrifar 22. janúar 2018 18:45 Starfshópur um hlutverk lífeyrissjóða í atvinnulífinu leggur til að sjóðirnir auki fjárfestingar sínar í útlöndum og að almenningur fái auknar heimildir til að nýta iðgjöld til greiða niður húsnæðislán. Formaður hópsins segir nauðsynlegt að draga úr umsvifum sjóðanna hér á landi. Skýrsla starfshópsins var kynnt á sérstökum blaðamannafundi í dag en hópurinn fékk meðal annars það verkefni að meta umsvif lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi. Eignir lífeyrissjóða hafa tífaldast á síðustu tuttugum árum og eiga sjóðirnir nú um helming allra hlutabréfa í Kauphöll Íslands. Umsvif þeirra eru einnig mikil þegar kemur að skuldabréfum. Starfshópurinn leggur áherslu á að sjóðirnir auki fjárfestingar sínar í útlöndum en erlendar eignir eru nú um fjórðungur af heildareignum sjóðanna. „Það eru skráð um sextán félög á innlendum hlutabréfamarkaði. Það er ekki mikil áhættudreifing að fjárfesta í sextán félögum. Með því að fjárfesta erlendis geta sjóðirnir fjárfest í mörg hundruð félögum, mörgum löndum og mörgum atvinnugreinum. Það er að okkar mati nauðsynlegt til að dreifa áhættu og það hefur þau hliðaráhrif að það dregur úr innlendum umsvifum,“ segir Gunnar Baldvinsson formaður starfshópsins. Starfshópurinn vill líka sjá aukið gagnsæi og að sjóðunum verði gert að móta stefnu um stjórnarhætti í fyrirtækjum. Þá er líka lagt til að almenningur fái auknar heimildir til að ráðstafa iðgjöldum til að greiða niður húsnæðislán en þannig megi líka draga úr umsvifum sjóðanna. Er þá miðað við að lágmarksiðgjöld verði hækkuð í 15,5 prósent og hægt verði að nýta 3,5 prósent til að greiða niður húsnæðislán. „Við höfum séð útreikninga sem sýna fram á að 15,5 prósent iðgjald skilar mjög góðum eftirlaunum. Þau verða enn betri ef menn eru með viðbótarlífeyrissparnað. Það er líka til þess að stuðla að dreifðari ákvarðanatöku og að sjóðsfélagar hafi meira um iðgjaldið sitt að segja,“ segir Gunnar. Efnahagsmál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Starfshópur um hlutverk lífeyrissjóða í atvinnulífinu leggur til að sjóðirnir auki fjárfestingar sínar í útlöndum og að almenningur fái auknar heimildir til að nýta iðgjöld til greiða niður húsnæðislán. Formaður hópsins segir nauðsynlegt að draga úr umsvifum sjóðanna hér á landi. Skýrsla starfshópsins var kynnt á sérstökum blaðamannafundi í dag en hópurinn fékk meðal annars það verkefni að meta umsvif lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi. Eignir lífeyrissjóða hafa tífaldast á síðustu tuttugum árum og eiga sjóðirnir nú um helming allra hlutabréfa í Kauphöll Íslands. Umsvif þeirra eru einnig mikil þegar kemur að skuldabréfum. Starfshópurinn leggur áherslu á að sjóðirnir auki fjárfestingar sínar í útlöndum en erlendar eignir eru nú um fjórðungur af heildareignum sjóðanna. „Það eru skráð um sextán félög á innlendum hlutabréfamarkaði. Það er ekki mikil áhættudreifing að fjárfesta í sextán félögum. Með því að fjárfesta erlendis geta sjóðirnir fjárfest í mörg hundruð félögum, mörgum löndum og mörgum atvinnugreinum. Það er að okkar mati nauðsynlegt til að dreifa áhættu og það hefur þau hliðaráhrif að það dregur úr innlendum umsvifum,“ segir Gunnar Baldvinsson formaður starfshópsins. Starfshópurinn vill líka sjá aukið gagnsæi og að sjóðunum verði gert að móta stefnu um stjórnarhætti í fyrirtækjum. Þá er líka lagt til að almenningur fái auknar heimildir til að ráðstafa iðgjöldum til að greiða niður húsnæðislán en þannig megi líka draga úr umsvifum sjóðanna. Er þá miðað við að lágmarksiðgjöld verði hækkuð í 15,5 prósent og hægt verði að nýta 3,5 prósent til að greiða niður húsnæðislán. „Við höfum séð útreikninga sem sýna fram á að 15,5 prósent iðgjald skilar mjög góðum eftirlaunum. Þau verða enn betri ef menn eru með viðbótarlífeyrissparnað. Það er líka til þess að stuðla að dreifðari ákvarðanatöku og að sjóðsfélagar hafi meira um iðgjaldið sitt að segja,“ segir Gunnar.
Efnahagsmál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira