Rúrik vill vernda mannorð sitt: Samtölin snérust um kynlíf Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2018 10:15 Rúrik var á línunni á FM957 í morgun. Vísir/andri marínó „Ég fór að fá helvíti mikið af skilaboðum á Instagram og Facebook fyrir helgi um það að ég hefði verið að tala við þessa aðila á Tinder og Snapchat,“ segir knattspyrnukappinn og landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason en hann sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í gær þar sem hann segir að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífs síns. Falskir reikningar hafi verið stofnaðir á samfélagsmiðlinum Snapchat og stefnumótaforritinu Tinder í hans nafni. Rúrik var í viðtali í morgunþættinum Brennslan á FM957. „Þessir aðilar voru að velta því fyrir sér hvort ég væri í raun og veru að þessu. Í byrjun þá kippir maður sér ekkert upp við þetta en þegar fólk segir manni að samtalið sé t.d. að snúast um kynlíf og kynlífslýsingar þá svona er þetta orðið svolítið alvarlegt mál og leiðindamál.“ Rúrik segir að mikilvægt hafi verið að bregðast fljótlega við. „Skilaboðin voru víst mjög mörg og þetta er eitthvað sem ég vill ekki standa fyrir. Ég reyni alltaf að koma vel fram og koma vel fyrir og því er þetta helvíti óheppilegt.“Rúrik Gíslason fór á dögunum frá þýska liðinu Nürnberg og gekk í raðir Sandhausen.Vísir/GettyRúrik hefur nú þegar lagt fram kæru til lögreglunnar. „Það er nú einu sinni þannig að maður er bara með eitt mannorð og ég veit í raun og veru ekki hvað þessi aðili er búinn að hafa samband við marga á þessum miðlum. Fólk sem ég fékk skilaboð frá, konur og stelpur, voru á öllum aldri og alvarleikinn finnst mér mikill.“ Hann segist hafa heyrt fyrst af málinu á miðvikudaginn í síðustu viku. „Þetta hefur reyndar gerst áður og þá í Finnlandi. Þá var ég úthúðaður af mörgum finnskum stelpum af því að ég vildi ekki hitta þær og hafði hætt við að hitta þær eftir einhver Tindersamtöl, en það er annað mál. Maður kippir sér kannski ekki upp við það en þegar þetta er á Íslandi. Þetta er lítið land og það þarf ekki mikið út að bregða til að mannorðið fari í þá átt sem maður óskar sér ekki.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Rúrik í heild sinni. Lögreglumál Tengdar fréttir Rúrik leitar réttar síns vegna falskra Snapchat og Tinder reikninga Hér er um alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns og annarra, segir landsliðsmaðurinn. 21. janúar 2018 23:02 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
„Ég fór að fá helvíti mikið af skilaboðum á Instagram og Facebook fyrir helgi um það að ég hefði verið að tala við þessa aðila á Tinder og Snapchat,“ segir knattspyrnukappinn og landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason en hann sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í gær þar sem hann segir að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífs síns. Falskir reikningar hafi verið stofnaðir á samfélagsmiðlinum Snapchat og stefnumótaforritinu Tinder í hans nafni. Rúrik var í viðtali í morgunþættinum Brennslan á FM957. „Þessir aðilar voru að velta því fyrir sér hvort ég væri í raun og veru að þessu. Í byrjun þá kippir maður sér ekkert upp við þetta en þegar fólk segir manni að samtalið sé t.d. að snúast um kynlíf og kynlífslýsingar þá svona er þetta orðið svolítið alvarlegt mál og leiðindamál.“ Rúrik segir að mikilvægt hafi verið að bregðast fljótlega við. „Skilaboðin voru víst mjög mörg og þetta er eitthvað sem ég vill ekki standa fyrir. Ég reyni alltaf að koma vel fram og koma vel fyrir og því er þetta helvíti óheppilegt.“Rúrik Gíslason fór á dögunum frá þýska liðinu Nürnberg og gekk í raðir Sandhausen.Vísir/GettyRúrik hefur nú þegar lagt fram kæru til lögreglunnar. „Það er nú einu sinni þannig að maður er bara með eitt mannorð og ég veit í raun og veru ekki hvað þessi aðili er búinn að hafa samband við marga á þessum miðlum. Fólk sem ég fékk skilaboð frá, konur og stelpur, voru á öllum aldri og alvarleikinn finnst mér mikill.“ Hann segist hafa heyrt fyrst af málinu á miðvikudaginn í síðustu viku. „Þetta hefur reyndar gerst áður og þá í Finnlandi. Þá var ég úthúðaður af mörgum finnskum stelpum af því að ég vildi ekki hitta þær og hafði hætt við að hitta þær eftir einhver Tindersamtöl, en það er annað mál. Maður kippir sér kannski ekki upp við það en þegar þetta er á Íslandi. Þetta er lítið land og það þarf ekki mikið út að bregða til að mannorðið fari í þá átt sem maður óskar sér ekki.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Rúrik í heild sinni.
Lögreglumál Tengdar fréttir Rúrik leitar réttar síns vegna falskra Snapchat og Tinder reikninga Hér er um alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns og annarra, segir landsliðsmaðurinn. 21. janúar 2018 23:02 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Rúrik leitar réttar síns vegna falskra Snapchat og Tinder reikninga Hér er um alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns og annarra, segir landsliðsmaðurinn. 21. janúar 2018 23:02