Um 90 prósent námsefnis í háskólum hérlendis er á ensku: "Menn heyra ensku látlaust á hverjum einasta degi” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. janúar 2018 20:00 Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í Veröld - húsi Vigdísar, í dag. Vísir/GVA Um 90% námsefnis í háskólum hér á landi er á ensku en um þriðjungur háskólanema er illa undir það búinn þegar komið er upp á háskólastig. Opinber menntastefna hér á landi hefur ekki haldið í við þá þróun sem orðið hefur á málumhverfi almennings. Þetta kemur fram í nýrri bók sem byggir á sjö ára rannsókn íslenskra fræðimanna á áhrifum ensku sem alþjóðlegs tungumáls hér á landi. Ritstjórar bókarinnar kynntu efni hennar í Veröld - húsi Vigdísar í dag en rannsóknin náði til nemenda á grunn-, framhalds- og háskólastigi og til notkunar enskrar tungu í atvinnulífinu. Komast höfundar meðal annars að þeirri niðurstöðu að fólk skilur almennt meira heldur en það getur nýtt sér til gagns, einkum í atvinnulífinu og í háskólanámi. „Menn heyra ensku, látlaust á hverjum einasta degi, mjög stór hluti þjóðarinnar og þau lesa talsvert en þau tala mjög litla ensku og þau skrifa ennþá minni ensku,” segir Hafdís Ingvarsdóttir prófessor emeritus við HÍ og annar ritstjóri bókarinnar. Athygli vekur einnig sú ályktun höfunda að opinber menntastefna hér á landi hafi ekki haldið í við þróun málumhverfisins, sérstaklega hvað varðar það mikla stökk sem verður þegar komið er upp á háskólastig. „83% nemenda eiga í verulegum vandræðum með það að enskan kemur inn, það er að segja lesturinn er allur á ensku en prófið, matið, það er á íslensku,” segir Birna Arnbjörnsdóttir, professor við HÍ og annar ritstjóri bókarinnar. „Þarna er langt bil á milli og fólk áttar sig ekki á því að þarna er ekkert verið að nota sömu ensku og á Facebook.” Þær Hafdís og Birna vilja þó ekki meina að íslenskan sé á undanhaldi vegna mikillar notkunar ensku, þar kunni aftur á móti aðrir þættir að spila inn í. Þær binda vonir við að rannsóknin verði til þess að áherslur í námsskrá verði endurskoðaðar og enskan fái þann sess í menntakerfinu sem hún raunverulega hafi í íslensku samfélagi, bæði í leik og starfi. „Hún er bara mjög mikilvægt nytjatæki. Við höfum stundum grínast með að hún sé fyrir krökkunum bara eins og hvert annað app, það er nauðsynlegt að hafa þetta en það breytir því ekki að þau eru íslensk og vilja vera íslensk,” segir Hafdís. Íslenska á tækniöld Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira
Um 90% námsefnis í háskólum hér á landi er á ensku en um þriðjungur háskólanema er illa undir það búinn þegar komið er upp á háskólastig. Opinber menntastefna hér á landi hefur ekki haldið í við þá þróun sem orðið hefur á málumhverfi almennings. Þetta kemur fram í nýrri bók sem byggir á sjö ára rannsókn íslenskra fræðimanna á áhrifum ensku sem alþjóðlegs tungumáls hér á landi. Ritstjórar bókarinnar kynntu efni hennar í Veröld - húsi Vigdísar í dag en rannsóknin náði til nemenda á grunn-, framhalds- og háskólastigi og til notkunar enskrar tungu í atvinnulífinu. Komast höfundar meðal annars að þeirri niðurstöðu að fólk skilur almennt meira heldur en það getur nýtt sér til gagns, einkum í atvinnulífinu og í háskólanámi. „Menn heyra ensku, látlaust á hverjum einasta degi, mjög stór hluti þjóðarinnar og þau lesa talsvert en þau tala mjög litla ensku og þau skrifa ennþá minni ensku,” segir Hafdís Ingvarsdóttir prófessor emeritus við HÍ og annar ritstjóri bókarinnar. Athygli vekur einnig sú ályktun höfunda að opinber menntastefna hér á landi hafi ekki haldið í við þróun málumhverfisins, sérstaklega hvað varðar það mikla stökk sem verður þegar komið er upp á háskólastig. „83% nemenda eiga í verulegum vandræðum með það að enskan kemur inn, það er að segja lesturinn er allur á ensku en prófið, matið, það er á íslensku,” segir Birna Arnbjörnsdóttir, professor við HÍ og annar ritstjóri bókarinnar. „Þarna er langt bil á milli og fólk áttar sig ekki á því að þarna er ekkert verið að nota sömu ensku og á Facebook.” Þær Hafdís og Birna vilja þó ekki meina að íslenskan sé á undanhaldi vegna mikillar notkunar ensku, þar kunni aftur á móti aðrir þættir að spila inn í. Þær binda vonir við að rannsóknin verði til þess að áherslur í námsskrá verði endurskoðaðar og enskan fái þann sess í menntakerfinu sem hún raunverulega hafi í íslensku samfélagi, bæði í leik og starfi. „Hún er bara mjög mikilvægt nytjatæki. Við höfum stundum grínast með að hún sé fyrir krökkunum bara eins og hvert annað app, það er nauðsynlegt að hafa þetta en það breytir því ekki að þau eru íslensk og vilja vera íslensk,” segir Hafdís.
Íslenska á tækniöld Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira