Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2018 10:47 Trump skildi ekki hvers vegna Bandaríkin ættu að taka á móti fólki frá löndum sem hann telur vera skítaholur. Vísir/AFP Sendiherra Haítí í Bandaríkjunum krefst þess að embættismenn Bandaríkjastjórnar útskýri ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem kallaði landið og nokkur Afríkuríki „skítaholur“. Ummælin hafa valdið hneykslan víða um heim.Washington Post sagði frá því í gær að Trump hefði kallað Haítí, El Salvador, Hondúras og nokkur Afríkuríki „skítaholur“ þegar hann ræddi við þingmenn um málamiðlun í innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar í Hvíta húsinu í gær. Skildi hann ekki hvers vegna Bandaríkin ættu að taka við fólki frá þessum löndum. Fulltrúar demókrata og nokkrir repúblikanar hafa fordæmt ummæli Trump. Uppákoman hefur endurnýjað gagnrýni um að Trump sé rasisti. „Ef þessi sláandi og skammarlegu ummæli Bandaríkjaforseta eru staðfest þá þykir mér það leitt en það eru engin önnur orð um það en rasisti,“ segir Rupert Colville, talsmaður Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, að sögn BBC. Bandaríkjastjórn hefur ekki enn skipað nýjan sendiherra á Haítí en fulltrúi sendiráðsins mun funda með Jovenel Moïse, forseta landsins, vegna ummælanna í dag, að sögn CNN. Laurent Lamothe, fyrrverandi forseti Haítí, segir að heimsbyggðin hafi orðið vitni að „nýjum lægðum“ með ummælum Trump. Þau séu algerlega óásættanleg. „Þau sýna algert virðingarleysi og vanþekkingu af hálfu forseta sem hefur aldrei áður sést í sögu Bandaríkjanna,“ tísti Lamothe.Vicente Fox hefur verið harður og berorður gagnrýnandi Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPVicente Fox, fyrrverandi forseti Mexíkó sem hefur verið harður andstæðingur Trump, gekk enn lengra á Twitter. Sagði hann að mikilfengleiki Bandaríkjanna byggði á fjölbreytni og spurði Trump hvort að hann hefði gleymt því að hann kæmi sjálfur af innflytjendum. „Donald Trump, munnurinn á þér er fúlasta skítaholan í heiminum,“ tísti Fox. Ekki eru þó allir óánægðir með orðbragð Bandaríkjaforseta. CNN segir að starfsmenn Hvíta hússins telja að ummælin falli stuðingsmönnum forsetans vel í geð, svipað og þegar hann réðist að svörtum ruðningsleikmönnum sem krjúpa undir þjóðsöng Bandaríkjanna til að mótmæla lögregluofbeldi gegn svörtum.According to a White House official, staffers predict the President's “shithole” remark will resonate with his base, @kaitlancollins reports https://t.co/DNed8UOO8b pic.twitter.com/PycLhX7yDV— The Situation Room (@CNNSitRoom) January 11, 2018 Álitsgjafar Fox News, hægrisinnuðu sjónvarpsstöðvarinnar sem hefur verið Trump sérlega hliðholl, voru á sama máli og gerðu lítið úr ummælum forsetans, að því er kemur fram í umfjöllun Daily Beast. „Ég held að þetta séu annað hvort falsfréttir eða, ef þetta er satt, þá er það svona sem gleymda fólkið í Bandaríkjunum talar á barnum. Svona tengir Trump við fólk,“ sagði Jesse Watters, álitsgjafi stöðvarinnar. Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Sjá meira
Sendiherra Haítí í Bandaríkjunum krefst þess að embættismenn Bandaríkjastjórnar útskýri ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem kallaði landið og nokkur Afríkuríki „skítaholur“. Ummælin hafa valdið hneykslan víða um heim.Washington Post sagði frá því í gær að Trump hefði kallað Haítí, El Salvador, Hondúras og nokkur Afríkuríki „skítaholur“ þegar hann ræddi við þingmenn um málamiðlun í innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar í Hvíta húsinu í gær. Skildi hann ekki hvers vegna Bandaríkin ættu að taka við fólki frá þessum löndum. Fulltrúar demókrata og nokkrir repúblikanar hafa fordæmt ummæli Trump. Uppákoman hefur endurnýjað gagnrýni um að Trump sé rasisti. „Ef þessi sláandi og skammarlegu ummæli Bandaríkjaforseta eru staðfest þá þykir mér það leitt en það eru engin önnur orð um það en rasisti,“ segir Rupert Colville, talsmaður Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, að sögn BBC. Bandaríkjastjórn hefur ekki enn skipað nýjan sendiherra á Haítí en fulltrúi sendiráðsins mun funda með Jovenel Moïse, forseta landsins, vegna ummælanna í dag, að sögn CNN. Laurent Lamothe, fyrrverandi forseti Haítí, segir að heimsbyggðin hafi orðið vitni að „nýjum lægðum“ með ummælum Trump. Þau séu algerlega óásættanleg. „Þau sýna algert virðingarleysi og vanþekkingu af hálfu forseta sem hefur aldrei áður sést í sögu Bandaríkjanna,“ tísti Lamothe.Vicente Fox hefur verið harður og berorður gagnrýnandi Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPVicente Fox, fyrrverandi forseti Mexíkó sem hefur verið harður andstæðingur Trump, gekk enn lengra á Twitter. Sagði hann að mikilfengleiki Bandaríkjanna byggði á fjölbreytni og spurði Trump hvort að hann hefði gleymt því að hann kæmi sjálfur af innflytjendum. „Donald Trump, munnurinn á þér er fúlasta skítaholan í heiminum,“ tísti Fox. Ekki eru þó allir óánægðir með orðbragð Bandaríkjaforseta. CNN segir að starfsmenn Hvíta hússins telja að ummælin falli stuðingsmönnum forsetans vel í geð, svipað og þegar hann réðist að svörtum ruðningsleikmönnum sem krjúpa undir þjóðsöng Bandaríkjanna til að mótmæla lögregluofbeldi gegn svörtum.According to a White House official, staffers predict the President's “shithole” remark will resonate with his base, @kaitlancollins reports https://t.co/DNed8UOO8b pic.twitter.com/PycLhX7yDV— The Situation Room (@CNNSitRoom) January 11, 2018 Álitsgjafar Fox News, hægrisinnuðu sjónvarpsstöðvarinnar sem hefur verið Trump sérlega hliðholl, voru á sama máli og gerðu lítið úr ummælum forsetans, að því er kemur fram í umfjöllun Daily Beast. „Ég held að þetta séu annað hvort falsfréttir eða, ef þetta er satt, þá er það svona sem gleymda fólkið í Bandaríkjunum talar á barnum. Svona tengir Trump við fólk,“ sagði Jesse Watters, álitsgjafi stöðvarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Sjá meira