Heimir Hallgríms: Þetta janúarverkefni hefur alltaf gefið okkur 1-2 leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2018 20:30 Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty Íslensku landsliðsmennirnir sem eru staddir í Indónesíu en hafa ekki verið í hóp Íslands í keppnisleikjunum á síðustu mánuðum fá þarna frábært tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir landsliðsþjálfaranum. Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn á móti Indónesíu á morgun hefur gengið vel en liðið kom til Indónesíu á sunnudaginn síðastliðinn. Leikmenn eru að venjast tímamismuninum, en hitinn er mikill og því mikið drukkið af vatni. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ og þar er einnig viðtal við landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson. „Þetta eru búnar að vera fínar æfingar, allir hafa verið með og enginn er meiddur. Menn hafa náð að sofa ágætlega, en það er náttúrulega erfitt þegar tímamismunurinn er svona mikill og lítill tími til að jafna sig á honum. Við þjálfararnir erum ánægðir með strákana og hvernig þeir hafa svarað þessum fyrstu tveimur æfingum," sagði Heimir Hallgrímsson í dag. Indónesíska liðið er að undirbúa sig fyrir Asíuleikanna sem haldnir verða í landinu í lok ágúst og byrjun september. Á leikunum leika U23 ára lið og því er um slíkan hóp að ræða núna hjá liðinu. Á sama tíma er mikið af leikmönnum að stíga sín fyrstu spor í íslenska landsliðinu og telur Heimir þetta vera mikilvægt fyrir framtíð liðsins: „Þetta janúarverkefni hefur alltaf gefið okkur 1-2 leikmenn og núna finnst okkur vera ansi margir spennandi leikmenn. Möguleikarnir eru því kannski á fleiri leikmönnum en hingað til," sagði Heimir í viðtalinu við heimasíðu KSÍ Jafnframt eru leikirnir tækifæri fyrir leikmenn til að sýna sig og sanna og vinna sér jafnvel inn sæti í liðinu fyrir HM í Rússlandi: „Við erum alltaf að leita eftir leikmönnum sem passa inn í liðsheildina okkar, við höfum alltaf lagt upp úr því að íslenska landsliðið sé með sterka liðsheild. Þetta á bæði við um leikmenn sem eru sterkir og góðir utanvallar og hvernig þeir eru innan hans. Við erum fyrst og fremst að leita að því, en svo líka leikmönnum sem hafa eitthvað extra, krydda hópinn og hafa eitthvað að bjóða fyrir utan það að vera góðir liðsmenn," sagði Heimir. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir sem eru staddir í Indónesíu en hafa ekki verið í hóp Íslands í keppnisleikjunum á síðustu mánuðum fá þarna frábært tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir landsliðsþjálfaranum. Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn á móti Indónesíu á morgun hefur gengið vel en liðið kom til Indónesíu á sunnudaginn síðastliðinn. Leikmenn eru að venjast tímamismuninum, en hitinn er mikill og því mikið drukkið af vatni. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ og þar er einnig viðtal við landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson. „Þetta eru búnar að vera fínar æfingar, allir hafa verið með og enginn er meiddur. Menn hafa náð að sofa ágætlega, en það er náttúrulega erfitt þegar tímamismunurinn er svona mikill og lítill tími til að jafna sig á honum. Við þjálfararnir erum ánægðir með strákana og hvernig þeir hafa svarað þessum fyrstu tveimur æfingum," sagði Heimir Hallgrímsson í dag. Indónesíska liðið er að undirbúa sig fyrir Asíuleikanna sem haldnir verða í landinu í lok ágúst og byrjun september. Á leikunum leika U23 ára lið og því er um slíkan hóp að ræða núna hjá liðinu. Á sama tíma er mikið af leikmönnum að stíga sín fyrstu spor í íslenska landsliðinu og telur Heimir þetta vera mikilvægt fyrir framtíð liðsins: „Þetta janúarverkefni hefur alltaf gefið okkur 1-2 leikmenn og núna finnst okkur vera ansi margir spennandi leikmenn. Möguleikarnir eru því kannski á fleiri leikmönnum en hingað til," sagði Heimir í viðtalinu við heimasíðu KSÍ Jafnframt eru leikirnir tækifæri fyrir leikmenn til að sýna sig og sanna og vinna sér jafnvel inn sæti í liðinu fyrir HM í Rússlandi: „Við erum alltaf að leita eftir leikmönnum sem passa inn í liðsheildina okkar, við höfum alltaf lagt upp úr því að íslenska landsliðið sé með sterka liðsheild. Þetta á bæði við um leikmenn sem eru sterkir og góðir utanvallar og hvernig þeir eru innan hans. Við erum fyrst og fremst að leita að því, en svo líka leikmönnum sem hafa eitthvað extra, krydda hópinn og hafa eitthvað að bjóða fyrir utan það að vera góðir liðsmenn," sagði Heimir.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti