Ísafjarðarapp fyrir forvitna ferðalanga Aron Ingi Guðmundsson skrifar 10. janúar 2018 06:00 Haukur Sigurðsson vill leyfa ferðafólki að kynnast sögu bæjarbúa Ísafjarðar. Mynd/Haukur Sigurðsson Mannfræðingurinn Haukur Sigurðsson frá Ísafirði vinnur að því að setja á fót svokallað Ísafjarðarapp þessa dagana. Með því vill hann upplýsa ferðamenn um sögu bæjarins og fólksins á staðnum.Prufuútgáfa Ísafjarðarappsins verður tilbúin fyrir sumarið. Mynd/Haukur Sigurðsson„Margir heimamenn hafa talað um að það geti verið svolítið áreiti af ferðafólki, sérstaklega þeim sem koma með skemmtiferðaskipum. Þetta hefur jafnvel farið út í að ferðafólk sé að gægjast á glugga hjá fólki,“ segir Haukur. Yfir hundrað skemmtiferðaskip koma til Ísafjarðar á hverju sumri. „Það koma kannski átta þúsund og fimm hundruð manns í bæinn á hverjum degi, í bæ þar sem búa tvö þúsund og fimm hundruð. Það verður því svolítið kraðak og áreiti,“ segir Haukur sem kveður hugmyndina að appinu hafa kviknað er ferðafólk spurði hann ítrekað út í húsið, hann sjálfan og fjölskyldu hans. „Ég ákvað því að búa til app sem leyfir ferðamönnum að gægjast á glugga bæjarbúa, ekki þó í bókstaflegum skilningi, heldur í gegnum þetta app. Ég ætla að fá nokkra bæjarbúa með mér í lið og framleiða litlar stuttmyndir um fólkið og húsin þeirra, segja frá fjölskyldum þeirra og hvað þau gera. Þannig geta ferðamenn vafrað um Ísafjörð og fræðst um fólkið, bæinn og sögu bæjarins með því að nota appið.“ Haukur segir nokkra aðila koma að verkefninu. „Við erum nokkur sem deilum vinnuaðstöðu í gömlu Skóbúðinni á Ísafirði. Við erum að fara af stað með undirbúningsvinnu núna. Ef vel tekst til þá er aldrei að vita nema maður geti gert svipað fyrir aðra bæi á Vestfjörðum.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Mannfræðingurinn Haukur Sigurðsson frá Ísafirði vinnur að því að setja á fót svokallað Ísafjarðarapp þessa dagana. Með því vill hann upplýsa ferðamenn um sögu bæjarins og fólksins á staðnum.Prufuútgáfa Ísafjarðarappsins verður tilbúin fyrir sumarið. Mynd/Haukur Sigurðsson„Margir heimamenn hafa talað um að það geti verið svolítið áreiti af ferðafólki, sérstaklega þeim sem koma með skemmtiferðaskipum. Þetta hefur jafnvel farið út í að ferðafólk sé að gægjast á glugga hjá fólki,“ segir Haukur. Yfir hundrað skemmtiferðaskip koma til Ísafjarðar á hverju sumri. „Það koma kannski átta þúsund og fimm hundruð manns í bæinn á hverjum degi, í bæ þar sem búa tvö þúsund og fimm hundruð. Það verður því svolítið kraðak og áreiti,“ segir Haukur sem kveður hugmyndina að appinu hafa kviknað er ferðafólk spurði hann ítrekað út í húsið, hann sjálfan og fjölskyldu hans. „Ég ákvað því að búa til app sem leyfir ferðamönnum að gægjast á glugga bæjarbúa, ekki þó í bókstaflegum skilningi, heldur í gegnum þetta app. Ég ætla að fá nokkra bæjarbúa með mér í lið og framleiða litlar stuttmyndir um fólkið og húsin þeirra, segja frá fjölskyldum þeirra og hvað þau gera. Þannig geta ferðamenn vafrað um Ísafjörð og fræðst um fólkið, bæinn og sögu bæjarins með því að nota appið.“ Haukur segir nokkra aðila koma að verkefninu. „Við erum nokkur sem deilum vinnuaðstöðu í gömlu Skóbúðinni á Ísafirði. Við erum að fara af stað með undirbúningsvinnu núna. Ef vel tekst til þá er aldrei að vita nema maður geti gert svipað fyrir aðra bæi á Vestfjörðum.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira