Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í crossfit tvisvar sinnum, 2015 og 2016, en missti titilinn í ágúst síðastliðnum þar sem hún endaði í fimmta sæti. Litlu munaði þó á efstu konum.
Katrín er 24 ára gömul og hefur því eðlilega farið á nokkur stefnumót. Hér að neðan má lesa þau sjö atriði sem Katrín vill ekki heyra á stefnumóti:
1. Þú lítur út fyrir að vera sterk, miðað við það að vera stelpa.
2. Má ég snerta vöðvana þína?
3. Þú hlýtur að vera mjög sjálfhverf ef þú eyðir mörgum klukkustundum á dag í ræktinni.
4. Heldur þú að þú sért sterkari en ég?
5. Hendurnar þínar eru frekar illa farnar.
6. Kenndi bróðir þinn þér að lyfta?
7. Ég gæti aldrei verið með konu sem væri sterkari en ég.