Japanskur geimfari biðst afsökunar á „gervifréttum‟ um hæð sína Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2018 15:48 Jafnvel geimfarar eins og Kanai geta gerst sekur um einföld mistök eins og að mæla vitlaust. Vísir/AFP Í ljós hefur komið að japanska geimfaranum Norishige Kanai varð á í messunni þegar hann mældi hæð sína í Alþjóðlegu geimstöðinni á dögunum. Hann tísti upphaflega um að hann hefði „hækkað‟ um heila níu sentímetra en á daginn kom að aðeins hefði teygst úr honum um tvo sentímera. Hann hefur beðist afsökunar á „gervifréttunum‟. Töluverða athygli vakti þegar Kanai sagði frá því að hann hefði stækkað svo mikið eftir komuna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir þremur vikum. Hann hefði jafnvel áhyggjur af því að komast ekki í sæti sitt í geimferjunni sem á að flytja hann heim í sumar. Þyngdarleysið í geimstöðinni teygir úr hrygg geimfara þannig að þeir lengjast um tvo til fimm sentímetra. Hækkunin sem Kanai greindi hins vegar frá var óvenjulega mikil. Svo virðist hins vegar sem að Kanai hafi gert mistök þegar hann mældi sig. Í raun teygðist aðeins úr honum um tvo sentímetra, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þessi rangmæling virðist hafa orðið að stórmáli svo ég verð að biðjast afsökunar á þessum hræðilegu gervifréttum,‟ tísti Kanai. Hann sagði þó ekki hvernig mistökin hefðu komið til. Hann þarf í það minnsta ekki lengur að hafa áhyggjur af því að passa ekki inn í Soyuz-geimfarið þegar að heimferðinni kemur í júní. Vísindi Tengdar fréttir Japanskur geimfari óttast að komast ekki til jarðar eftir vaxtarkipp Hann hefur vaxið um heila níu sentímetra á aðeins þremur vikum í geimnum. 9. janúar 2018 14:44 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Í ljós hefur komið að japanska geimfaranum Norishige Kanai varð á í messunni þegar hann mældi hæð sína í Alþjóðlegu geimstöðinni á dögunum. Hann tísti upphaflega um að hann hefði „hækkað‟ um heila níu sentímetra en á daginn kom að aðeins hefði teygst úr honum um tvo sentímera. Hann hefur beðist afsökunar á „gervifréttunum‟. Töluverða athygli vakti þegar Kanai sagði frá því að hann hefði stækkað svo mikið eftir komuna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir þremur vikum. Hann hefði jafnvel áhyggjur af því að komast ekki í sæti sitt í geimferjunni sem á að flytja hann heim í sumar. Þyngdarleysið í geimstöðinni teygir úr hrygg geimfara þannig að þeir lengjast um tvo til fimm sentímetra. Hækkunin sem Kanai greindi hins vegar frá var óvenjulega mikil. Svo virðist hins vegar sem að Kanai hafi gert mistök þegar hann mældi sig. Í raun teygðist aðeins úr honum um tvo sentímetra, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þessi rangmæling virðist hafa orðið að stórmáli svo ég verð að biðjast afsökunar á þessum hræðilegu gervifréttum,‟ tísti Kanai. Hann sagði þó ekki hvernig mistökin hefðu komið til. Hann þarf í það minnsta ekki lengur að hafa áhyggjur af því að passa ekki inn í Soyuz-geimfarið þegar að heimferðinni kemur í júní.
Vísindi Tengdar fréttir Japanskur geimfari óttast að komast ekki til jarðar eftir vaxtarkipp Hann hefur vaxið um heila níu sentímetra á aðeins þremur vikum í geimnum. 9. janúar 2018 14:44 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Japanskur geimfari óttast að komast ekki til jarðar eftir vaxtarkipp Hann hefur vaxið um heila níu sentímetra á aðeins þremur vikum í geimnum. 9. janúar 2018 14:44