Japanskur geimfari biðst afsökunar á „gervifréttum‟ um hæð sína Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2018 15:48 Jafnvel geimfarar eins og Kanai geta gerst sekur um einföld mistök eins og að mæla vitlaust. Vísir/AFP Í ljós hefur komið að japanska geimfaranum Norishige Kanai varð á í messunni þegar hann mældi hæð sína í Alþjóðlegu geimstöðinni á dögunum. Hann tísti upphaflega um að hann hefði „hækkað‟ um heila níu sentímetra en á daginn kom að aðeins hefði teygst úr honum um tvo sentímera. Hann hefur beðist afsökunar á „gervifréttunum‟. Töluverða athygli vakti þegar Kanai sagði frá því að hann hefði stækkað svo mikið eftir komuna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir þremur vikum. Hann hefði jafnvel áhyggjur af því að komast ekki í sæti sitt í geimferjunni sem á að flytja hann heim í sumar. Þyngdarleysið í geimstöðinni teygir úr hrygg geimfara þannig að þeir lengjast um tvo til fimm sentímetra. Hækkunin sem Kanai greindi hins vegar frá var óvenjulega mikil. Svo virðist hins vegar sem að Kanai hafi gert mistök þegar hann mældi sig. Í raun teygðist aðeins úr honum um tvo sentímetra, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þessi rangmæling virðist hafa orðið að stórmáli svo ég verð að biðjast afsökunar á þessum hræðilegu gervifréttum,‟ tísti Kanai. Hann sagði þó ekki hvernig mistökin hefðu komið til. Hann þarf í það minnsta ekki lengur að hafa áhyggjur af því að passa ekki inn í Soyuz-geimfarið þegar að heimferðinni kemur í júní. Vísindi Tengdar fréttir Japanskur geimfari óttast að komast ekki til jarðar eftir vaxtarkipp Hann hefur vaxið um heila níu sentímetra á aðeins þremur vikum í geimnum. 9. janúar 2018 14:44 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Sjá meira
Í ljós hefur komið að japanska geimfaranum Norishige Kanai varð á í messunni þegar hann mældi hæð sína í Alþjóðlegu geimstöðinni á dögunum. Hann tísti upphaflega um að hann hefði „hækkað‟ um heila níu sentímetra en á daginn kom að aðeins hefði teygst úr honum um tvo sentímera. Hann hefur beðist afsökunar á „gervifréttunum‟. Töluverða athygli vakti þegar Kanai sagði frá því að hann hefði stækkað svo mikið eftir komuna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir þremur vikum. Hann hefði jafnvel áhyggjur af því að komast ekki í sæti sitt í geimferjunni sem á að flytja hann heim í sumar. Þyngdarleysið í geimstöðinni teygir úr hrygg geimfara þannig að þeir lengjast um tvo til fimm sentímetra. Hækkunin sem Kanai greindi hins vegar frá var óvenjulega mikil. Svo virðist hins vegar sem að Kanai hafi gert mistök þegar hann mældi sig. Í raun teygðist aðeins úr honum um tvo sentímetra, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þessi rangmæling virðist hafa orðið að stórmáli svo ég verð að biðjast afsökunar á þessum hræðilegu gervifréttum,‟ tísti Kanai. Hann sagði þó ekki hvernig mistökin hefðu komið til. Hann þarf í það minnsta ekki lengur að hafa áhyggjur af því að passa ekki inn í Soyuz-geimfarið þegar að heimferðinni kemur í júní.
Vísindi Tengdar fréttir Japanskur geimfari óttast að komast ekki til jarðar eftir vaxtarkipp Hann hefur vaxið um heila níu sentímetra á aðeins þremur vikum í geimnum. 9. janúar 2018 14:44 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Sjá meira
Japanskur geimfari óttast að komast ekki til jarðar eftir vaxtarkipp Hann hefur vaxið um heila níu sentímetra á aðeins þremur vikum í geimnum. 9. janúar 2018 14:44