Að meðaltali 58 heimilisofbeldismál á mánuði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. janúar 2018 16:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að töluvert hafi verið gert af umbótum og skipulagsbreytingum á kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Sigríður hélt erindi á ráðstefnunni Þögnin, skömmin og kerfið sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík í dag. „Eitt af því sem við höfum gert er að þetta er nú yfirlýstur áherslumálaflokkur,“ sem Sigríður segir að geri málaflokkinn áberandi innanhúss. Markviss þjálfun og fræðsla hafi verið í deildinni og rannsóknarlögreglumönnum fjölgað. „Stærsta breytingin var að fækka málategundum í deildinni. Í deildinni áður, þó að hún héti kynferðisbrotadeild, þá voru til dæmis manndráp rannsökuð í deildinni. Þið getið ímyndað ykkur, það eru stærstu málin okkar, það voru fjögur á þessu ári.“ Segir Sigríður að ef að starfsfólk kynferðisbrotadeildar hefði verið að rannsaka þessi mál þá hefðu öll önnur mál beðið á meðan. „Heimilisofbeldismál voru líka rannsökuð í þessari deild, en þá voru þau um það bil 20 á mánuði. Núna eru þau 58 að meðaltali á mánuði.“ Þessi mál eru nú á öðrum stað í starfseminni til þess að létta á kynferðisbrotadeildinni. Einnig sé búið að horfa meira á þverfaglegt samstarf en áður. „Sári sannleikurinn í þessu máli er sá að það eru margfalt fleiri sem að leita til Neyðarmóttöku heldur en þeir sem leita til lögreglu og þú ferð ekki til Neyðarmóttöku nema að þú teljir þig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.“ Sigríður segir að þetta sé gjá sem þurfi að brúa. „Við teljum að þverfaglegt samstarf sé algjör lykill í því.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu og alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg, segir Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor. 5. janúar 2018 15:15 „Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að töluvert hafi verið gert af umbótum og skipulagsbreytingum á kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Sigríður hélt erindi á ráðstefnunni Þögnin, skömmin og kerfið sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík í dag. „Eitt af því sem við höfum gert er að þetta er nú yfirlýstur áherslumálaflokkur,“ sem Sigríður segir að geri málaflokkinn áberandi innanhúss. Markviss þjálfun og fræðsla hafi verið í deildinni og rannsóknarlögreglumönnum fjölgað. „Stærsta breytingin var að fækka málategundum í deildinni. Í deildinni áður, þó að hún héti kynferðisbrotadeild, þá voru til dæmis manndráp rannsökuð í deildinni. Þið getið ímyndað ykkur, það eru stærstu málin okkar, það voru fjögur á þessu ári.“ Segir Sigríður að ef að starfsfólk kynferðisbrotadeildar hefði verið að rannsaka þessi mál þá hefðu öll önnur mál beðið á meðan. „Heimilisofbeldismál voru líka rannsökuð í þessari deild, en þá voru þau um það bil 20 á mánuði. Núna eru þau 58 að meðaltali á mánuði.“ Þessi mál eru nú á öðrum stað í starfseminni til þess að létta á kynferðisbrotadeildinni. Einnig sé búið að horfa meira á þverfaglegt samstarf en áður. „Sári sannleikurinn í þessu máli er sá að það eru margfalt fleiri sem að leita til Neyðarmóttöku heldur en þeir sem leita til lögreglu og þú ferð ekki til Neyðarmóttöku nema að þú teljir þig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.“ Sigríður segir að þetta sé gjá sem þurfi að brúa. „Við teljum að þverfaglegt samstarf sé algjör lykill í því.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu og alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg, segir Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor. 5. janúar 2018 15:15 „Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30
Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu og alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg, segir Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor. 5. janúar 2018 15:15
„Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50