Segir Íslendinga stunda þjóðarmorð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2018 11:15 Töluverð umræða hefur átt sér stað í Bandaríkjunum vegna umfjöllunar CBS á síðasta ári. Vísir/Getty „Ísland hlýtur að vera ánægt með að vera svo nálægt því að ná árangri í þjóðarmorðsáætlun sinni,“ skrifar George F. Will, pistlahöfundur hjá bandaríska stórblaðinu Washington Post í skoðanapistli sem birtist á vefsíðu blaðsins í gær. Í pistlinum fjallar Will, sem hlaut Pulitzer-verðlaunin virtu árið 1977, um þá staðreynd að á Íslandi ákveði flestir að eyða fóstri leiði prófun í ljós litningagallann sem veldur Downs-heilkenninu.Eftir umfjöllun bandarísku sjónvarpstöðvarinnar CBS á síðasta ári hefur umræða um þetta mál farið vaxandi í Bandaríkjunum, ekki síst meðal íhaldssamra stjórnmálamanna og fylgismanna þeirra. Bent hefur verið á að umfjöllun CBS kunni að hafa verið villandi en málið hefur sérstaklega verið tekið fyrir á miðlinum Snopes, sem kannar sannleiksgildi frétta og sögusagna. „Áður en við óskum þjóðinni til hamingju með þessa lokalausn við Downs-vandamálinu ættum við að biðja Ísland um að svara spurningu: Hvað er vandamálið?“ skrifar Will í pistli sínum sem ber titilinn Hið raunverulega Downs-vandamál? Samþykki þjóðarmorðs. Greinin hefur vakið töluverða athygli ytra en alls hafa verið skrifuð hátt í 1.700 ummæli við hana frá því að hún birtist í gær.George F. Will er hér til vinstri en hann hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 1977.Vísir/GettySetur hann tengil á umfjöllun CBS-sjónvarpstöðvarinnar þar sem rætt var Þórdísi Ingadóttur, sem árið 2009 eignaðist Ágústu, eina af þremur börnum sem fæddust með Downs-heilkenni á Íslandi það ár. Í umfjöllun CBS kom fram að heilkennið væri smám saman að hverfa á Íslandi en í kringum 80 til 85 prósent íslenskra kvenna láta prófa fyrir litningagallanum sem veldur Downs-heilkenni. „En áður en Ísland fer í vörn vegna þessarar lýsingu þá skulum við öll reyna að hugsa um þjóðarmorð á yfirvegaðan hátt, án þess að setjast í dómarasæti. Þjóðarmorð er einfaldlega kerfisbundin leið til þess að útrýma tilteknum hópi af fólki,“ skrifar Will. „Í tilviki Íslands er þessi hópur af fólki fólk með Downs-heilkennið.“ Í greininni fer Will yfir það hvernig lífslíkur einstaklinga með Downs hafi farið vaxandi undanfarna áratugi og rannsóknir sem sýnir að fólk með Downs geti lifað hamingjusömu lífi. Vísar hann aftur í umfjöllun CBS og vekur athygli á því að móðir Ágústu sé ánægð með að hún hafi ekki farið í fóstureyðingu. Þá nefnir hann einnig til sögunnar tölfræði sem bendir til þess að víða um heim sé þróunin svipuð hér á Íslandi, flestir ákveði að eyða fóstri leiði prófun í ljós litningagallann sem veldur heilkenninu. Lýkur hann greininni á að segja að það sé í raun hið raunverulega „Downs-vandamál,“ að samfélagið telji eðlilegra að eyða fóstri með Downs-heilkenni en að eignast barn með heilkennið. Tengdar fréttir Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Suðurríkjapresturinn sendir frá sér heimildarmynd um „bastarðaþjóðina Íslendinga“ Baptistapredikarinn Steve Anderson er mættur aftur og hann er ekki búinn að gleyma femínistahelvítinu Íslandi. 21. nóvember 2017 06:57 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Ísland hlýtur að vera ánægt með að vera svo nálægt því að ná árangri í þjóðarmorðsáætlun sinni,“ skrifar George F. Will, pistlahöfundur hjá bandaríska stórblaðinu Washington Post í skoðanapistli sem birtist á vefsíðu blaðsins í gær. Í pistlinum fjallar Will, sem hlaut Pulitzer-verðlaunin virtu árið 1977, um þá staðreynd að á Íslandi ákveði flestir að eyða fóstri leiði prófun í ljós litningagallann sem veldur Downs-heilkenninu.Eftir umfjöllun bandarísku sjónvarpstöðvarinnar CBS á síðasta ári hefur umræða um þetta mál farið vaxandi í Bandaríkjunum, ekki síst meðal íhaldssamra stjórnmálamanna og fylgismanna þeirra. Bent hefur verið á að umfjöllun CBS kunni að hafa verið villandi en málið hefur sérstaklega verið tekið fyrir á miðlinum Snopes, sem kannar sannleiksgildi frétta og sögusagna. „Áður en við óskum þjóðinni til hamingju með þessa lokalausn við Downs-vandamálinu ættum við að biðja Ísland um að svara spurningu: Hvað er vandamálið?“ skrifar Will í pistli sínum sem ber titilinn Hið raunverulega Downs-vandamál? Samþykki þjóðarmorðs. Greinin hefur vakið töluverða athygli ytra en alls hafa verið skrifuð hátt í 1.700 ummæli við hana frá því að hún birtist í gær.George F. Will er hér til vinstri en hann hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 1977.Vísir/GettySetur hann tengil á umfjöllun CBS-sjónvarpstöðvarinnar þar sem rætt var Þórdísi Ingadóttur, sem árið 2009 eignaðist Ágústu, eina af þremur börnum sem fæddust með Downs-heilkenni á Íslandi það ár. Í umfjöllun CBS kom fram að heilkennið væri smám saman að hverfa á Íslandi en í kringum 80 til 85 prósent íslenskra kvenna láta prófa fyrir litningagallanum sem veldur Downs-heilkenni. „En áður en Ísland fer í vörn vegna þessarar lýsingu þá skulum við öll reyna að hugsa um þjóðarmorð á yfirvegaðan hátt, án þess að setjast í dómarasæti. Þjóðarmorð er einfaldlega kerfisbundin leið til þess að útrýma tilteknum hópi af fólki,“ skrifar Will. „Í tilviki Íslands er þessi hópur af fólki fólk með Downs-heilkennið.“ Í greininni fer Will yfir það hvernig lífslíkur einstaklinga með Downs hafi farið vaxandi undanfarna áratugi og rannsóknir sem sýnir að fólk með Downs geti lifað hamingjusömu lífi. Vísar hann aftur í umfjöllun CBS og vekur athygli á því að móðir Ágústu sé ánægð með að hún hafi ekki farið í fóstureyðingu. Þá nefnir hann einnig til sögunnar tölfræði sem bendir til þess að víða um heim sé þróunin svipuð hér á Íslandi, flestir ákveði að eyða fóstri leiði prófun í ljós litningagallann sem veldur heilkenninu. Lýkur hann greininni á að segja að það sé í raun hið raunverulega „Downs-vandamál,“ að samfélagið telji eðlilegra að eyða fóstri með Downs-heilkenni en að eignast barn með heilkennið.
Tengdar fréttir Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Suðurríkjapresturinn sendir frá sér heimildarmynd um „bastarðaþjóðina Íslendinga“ Baptistapredikarinn Steve Anderson er mættur aftur og hann er ekki búinn að gleyma femínistahelvítinu Íslandi. 21. nóvember 2017 06:57 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30
Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38
Suðurríkjapresturinn sendir frá sér heimildarmynd um „bastarðaþjóðina Íslendinga“ Baptistapredikarinn Steve Anderson er mættur aftur og hann er ekki búinn að gleyma femínistahelvítinu Íslandi. 21. nóvember 2017 06:57