Suðurríkjapresturinn sendir frá sér heimildarmynd um „bastarðaþjóðina Íslendinga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2017 06:57 Muniði eftir Steve Anderson? Hann er mættur aftur. Skjáskot Suðurríkjapresturinn Steven Anderson, sem öðlaðist ómælda frægð í fyrra fyrir fyrirlestur sinn í baptistakirkjunni Faithful Word í Arisóna-ríki í Bandaríkjunum um „Bastarðaþjóðina Íslendinga,“ hefur gengið skrefinu lengra. Anderson hefur nú sent frá sér rúmlega klukkustundarlanga heimildarmynd um þetta nákvæmlega sama efni. Inntakið er nokkuð einfalt: Ísland er að mati prestsins feminístahelvíti sem grefur kerfisbundið undan kristilegum gildum - og svo er sósíalismi líka hræðilegur.Hér má nálgast fyrri fyrirlestur Andersson: „Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland“Myndin, sem sjá má hér að neðan, er nokkuð undarleg samsuða. Rauði þráðurinn virðist vera fyrri fyrirlestur Anderson sem hann svo brýtur upp með margvíslegri umfjöllun um stöðu jafnréttis á Norðurlöndum - ekki síst Íslandi. Til að mynda má heyra hann ræða við Frosta Logason í Harmageddon. Það spjall má nálgast hér.Síðar klippir hann saman brot úr umfjöllun fréttaveitunnar CNN um afstöðu Íslendinga til hjónabandsins og einstæðra foreldra áður en hann gefur Opruh Winfrey orðið, sem ræddi við mæður á Norðurlöndum í einum þætti sínum. Þá fléttar hann inn umfjöllun CBS um það hversu mörgum fóstrum með Down's-heilkennið er eytt hér á hverju ári. Anderson sér auknu jafnfrétti kynjanna allt til foráttu og gagnrýnir í því samhengi hærra menntunarstig kvenna og aukna þátttöku karla í heimilisstörfum. Bæði atriðin séu til þess fallin að grafa undan hefðbundnum, kristilegum fjölskyldugildum. Þá getur hann ekki minnst á Ísland án þess að tala aðeins um Jóhönnu Sigurðardóttur, kynsjúkdóma og notkun okkar á þunglyndislyfjum. Höfuðóvinur Andersons virðist þó vera sósíalisminn í Skandínavíu og skattprósentan á Norðurlöndunum. Lýðræðið sé í því samhengi sérstaklega varasamt enda leiðir það til aukins sósíalisma, að mati hans og Karls Marx. Samsuðu Suðuríkjaprestsins má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir „Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland“ Umdeildur baptistaprestur í Arisóna fjallar um Ísland í nýjustu predikun sinni. 27. apríl 2016 14:12 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fleiri fréttir Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Sjá meira
Suðurríkjapresturinn Steven Anderson, sem öðlaðist ómælda frægð í fyrra fyrir fyrirlestur sinn í baptistakirkjunni Faithful Word í Arisóna-ríki í Bandaríkjunum um „Bastarðaþjóðina Íslendinga,“ hefur gengið skrefinu lengra. Anderson hefur nú sent frá sér rúmlega klukkustundarlanga heimildarmynd um þetta nákvæmlega sama efni. Inntakið er nokkuð einfalt: Ísland er að mati prestsins feminístahelvíti sem grefur kerfisbundið undan kristilegum gildum - og svo er sósíalismi líka hræðilegur.Hér má nálgast fyrri fyrirlestur Andersson: „Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland“Myndin, sem sjá má hér að neðan, er nokkuð undarleg samsuða. Rauði þráðurinn virðist vera fyrri fyrirlestur Anderson sem hann svo brýtur upp með margvíslegri umfjöllun um stöðu jafnréttis á Norðurlöndum - ekki síst Íslandi. Til að mynda má heyra hann ræða við Frosta Logason í Harmageddon. Það spjall má nálgast hér.Síðar klippir hann saman brot úr umfjöllun fréttaveitunnar CNN um afstöðu Íslendinga til hjónabandsins og einstæðra foreldra áður en hann gefur Opruh Winfrey orðið, sem ræddi við mæður á Norðurlöndum í einum þætti sínum. Þá fléttar hann inn umfjöllun CBS um það hversu mörgum fóstrum með Down's-heilkennið er eytt hér á hverju ári. Anderson sér auknu jafnfrétti kynjanna allt til foráttu og gagnrýnir í því samhengi hærra menntunarstig kvenna og aukna þátttöku karla í heimilisstörfum. Bæði atriðin séu til þess fallin að grafa undan hefðbundnum, kristilegum fjölskyldugildum. Þá getur hann ekki minnst á Ísland án þess að tala aðeins um Jóhönnu Sigurðardóttur, kynsjúkdóma og notkun okkar á þunglyndislyfjum. Höfuðóvinur Andersons virðist þó vera sósíalisminn í Skandínavíu og skattprósentan á Norðurlöndunum. Lýðræðið sé í því samhengi sérstaklega varasamt enda leiðir það til aukins sósíalisma, að mati hans og Karls Marx. Samsuðu Suðuríkjaprestsins má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir „Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland“ Umdeildur baptistaprestur í Arisóna fjallar um Ísland í nýjustu predikun sinni. 27. apríl 2016 14:12 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fleiri fréttir Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Sjá meira
„Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland“ Umdeildur baptistaprestur í Arisóna fjallar um Ísland í nýjustu predikun sinni. 27. apríl 2016 14:12