Kvennahreyfingin mætir ekki á frambjóðendafund Kennarafélags vegna Ragnars Þórs Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. maí 2018 18:18 Ragnar Þór Pétursson er nýr formaður Kennarasambands Íslands. vísir/vilhelm Kvennahreyfingin ætlar ekki að taka þátt í fundi Kennarafélags Reykjavíkur í kvöld með frambjóðendum til borgarstjórnar. Ástæðan er að fundurinn á að hefjast á opnunarerindi nýs formanns Kennarasambandsins, Ragnars Þórs Péturssonar. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að Ragnar Þór hafi ekki verið tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo byltingarinnar. „Á landsþingi KÍ var skorað á Ragnar Þór að taka ekki við formennsku sambandsins nema að undangegninni nýrri kosningu, enda höfðu alvarlegar ásakanir um blygðunarbrot litið dagsins ljós eftir að kosning í embættið fór fram. Tillögunni var vísað frá af naumum meirihluta þingfulltrúa og Ragnar Þór varð ekki við áskoruninni.“Sjá einnig: Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Í yfirlýsingunni kemur fram að þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun fyrir kvennahreyfinguna. „Kvennahreyfingin er femínískt afl. Hún vill uppræta ofbeldi, hlusta á raddir þolenda og taka þær alvarlega á sama tíma og hún vill standa með kennurum sem eru vanmetin lykilstétt í samfélaginu.“ Eftir ítarlega yfirferð á málinu ákváðu þær að þiggja ekki boð um þátttöku. „Við getum ekki látið sem ekkert sé eftir allt sem á undan er gengið. Við getum ekki tekið þátt í áframhaldandi hunsun og þöggun þolenda með því að hlýða á opnunarerindi manns sem ekki var tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo. Okkur þykir það miður, því þannig verðum við af dýrmætu samtali við stétt sem okkur þykir vænt um og metum mikils.“Listi flokksins var kynntur á Bríetartorgi fyrr í þessum mánuði.Vísir/EgillYfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan: Í kvöld mun Kennarafélag Reykjavíkur standa fyrir fundi með frambjóðendum til borgarstjórnar. Fundurinn mun hefjast á opnunarerindi nýs formanns Kennarasambandsins, Ragnars Þórs Péturssonar.Á landsþingi KÍ var skorað á Ragnar Þór að taka ekki við formennsku sambandsins nema að undangenginni nýrri kosningu, enda höfðu alvarlegar ásakanir um blygðunarbrot litið dagsins ljós eftir að kosning í embættið fór fram. Tillögunni var vísað frá af naumum meirihluta þingfulltrúa og Ragnar Þór varð ekki við áskoruninni. Ákvörðun um að þiggja boð Kennarafélagsins eða ekki reyndist okkur því mjög erfið.Kvennahreyfingin er femínískt afl. Hún vill uppræta ofbeldi, hlusta á raddir þolenda og taka þær alvarlega á sama tíma og hún vill standa með kennurum sem eru vanmetin lykilstétt í samfélaginu. Kvennahreyfingin telur skólakerfið gegna mikilvægu hlutverki í jafnréttismálum og telur brýnt að ræða þær leiðir sem færar eru til að tryggja að börnin okkar geti þroskast og elfst án skaðlegra áhrifa staðalmynda kynjanna og hvernig skólakerfið getur tekið þátt í að byggja öruggara umhverfi fyrir okkur öll.Sú klemma sem við upplifum með fundarboðinu er gott dæmi um dagleg viðfangsefni fólksins í borginni okkar. Öll þekkjum við gerendur og þolendur, meinta eða ekki. Við þurfum stöðugt að velta fyrir okkur áhrifum þess sem við gerum og segjum og hvernig við getum staðið með þolendum, jafnvel þó það kosti fórnir, erfiðar rökræður, útskýringar og jafnvel úthrópanir.Eftir ítarlega yfirferð á málinu höfum við þó ákveðið að þiggja ekki boð um þátttöku í fundinum. Við getum ekki látið sem ekkert sé eftir allt sem á undan er gengið. Við getum ekki tekið þátt í áframhaldandi hunsun og þöggun þolenda með því að hlýða á opnunarerindi manns sem ekki var tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo. Okkur þykir það miður, því þannig verðum við af dýrmætu samtali við stétt sem okkur þykir vænt um og metum mikils. MeToo Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38 Ragnar tók við formennskunni eftir átakafund sambandsins Hitafundur varhjá Kennarasambandi Íslands í gær þar sem nýr formaður tók við. 14. apríl 2018 07:45 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Kvennahreyfingin ætlar ekki að taka þátt í fundi Kennarafélags Reykjavíkur í kvöld með frambjóðendum til borgarstjórnar. Ástæðan er að fundurinn á að hefjast á opnunarerindi nýs formanns Kennarasambandsins, Ragnars Þórs Péturssonar. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að Ragnar Þór hafi ekki verið tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo byltingarinnar. „Á landsþingi KÍ var skorað á Ragnar Þór að taka ekki við formennsku sambandsins nema að undangegninni nýrri kosningu, enda höfðu alvarlegar ásakanir um blygðunarbrot litið dagsins ljós eftir að kosning í embættið fór fram. Tillögunni var vísað frá af naumum meirihluta þingfulltrúa og Ragnar Þór varð ekki við áskoruninni.“Sjá einnig: Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Í yfirlýsingunni kemur fram að þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun fyrir kvennahreyfinguna. „Kvennahreyfingin er femínískt afl. Hún vill uppræta ofbeldi, hlusta á raddir þolenda og taka þær alvarlega á sama tíma og hún vill standa með kennurum sem eru vanmetin lykilstétt í samfélaginu.“ Eftir ítarlega yfirferð á málinu ákváðu þær að þiggja ekki boð um þátttöku. „Við getum ekki látið sem ekkert sé eftir allt sem á undan er gengið. Við getum ekki tekið þátt í áframhaldandi hunsun og þöggun þolenda með því að hlýða á opnunarerindi manns sem ekki var tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo. Okkur þykir það miður, því þannig verðum við af dýrmætu samtali við stétt sem okkur þykir vænt um og metum mikils.“Listi flokksins var kynntur á Bríetartorgi fyrr í þessum mánuði.Vísir/EgillYfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan: Í kvöld mun Kennarafélag Reykjavíkur standa fyrir fundi með frambjóðendum til borgarstjórnar. Fundurinn mun hefjast á opnunarerindi nýs formanns Kennarasambandsins, Ragnars Þórs Péturssonar.Á landsþingi KÍ var skorað á Ragnar Þór að taka ekki við formennsku sambandsins nema að undangenginni nýrri kosningu, enda höfðu alvarlegar ásakanir um blygðunarbrot litið dagsins ljós eftir að kosning í embættið fór fram. Tillögunni var vísað frá af naumum meirihluta þingfulltrúa og Ragnar Þór varð ekki við áskoruninni. Ákvörðun um að þiggja boð Kennarafélagsins eða ekki reyndist okkur því mjög erfið.Kvennahreyfingin er femínískt afl. Hún vill uppræta ofbeldi, hlusta á raddir þolenda og taka þær alvarlega á sama tíma og hún vill standa með kennurum sem eru vanmetin lykilstétt í samfélaginu. Kvennahreyfingin telur skólakerfið gegna mikilvægu hlutverki í jafnréttismálum og telur brýnt að ræða þær leiðir sem færar eru til að tryggja að börnin okkar geti þroskast og elfst án skaðlegra áhrifa staðalmynda kynjanna og hvernig skólakerfið getur tekið þátt í að byggja öruggara umhverfi fyrir okkur öll.Sú klemma sem við upplifum með fundarboðinu er gott dæmi um dagleg viðfangsefni fólksins í borginni okkar. Öll þekkjum við gerendur og þolendur, meinta eða ekki. Við þurfum stöðugt að velta fyrir okkur áhrifum þess sem við gerum og segjum og hvernig við getum staðið með þolendum, jafnvel þó það kosti fórnir, erfiðar rökræður, útskýringar og jafnvel úthrópanir.Eftir ítarlega yfirferð á málinu höfum við þó ákveðið að þiggja ekki boð um þátttöku í fundinum. Við getum ekki látið sem ekkert sé eftir allt sem á undan er gengið. Við getum ekki tekið þátt í áframhaldandi hunsun og þöggun þolenda með því að hlýða á opnunarerindi manns sem ekki var tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo. Okkur þykir það miður, því þannig verðum við af dýrmætu samtali við stétt sem okkur þykir vænt um og metum mikils.
MeToo Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38 Ragnar tók við formennskunni eftir átakafund sambandsins Hitafundur varhjá Kennarasambandi Íslands í gær þar sem nýr formaður tók við. 14. apríl 2018 07:45 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00
Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38
Ragnar tók við formennskunni eftir átakafund sambandsins Hitafundur varhjá Kennarasambandi Íslands í gær þar sem nýr formaður tók við. 14. apríl 2018 07:45