Ragnar tók við formennskunni eftir átakafund sambandsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. apríl 2018 07:45 Aldrei voru greidd atkvæði um tillögu þar sem skorað var á Ragnar að taka ekki við embætti. Fréttablaðið/Anton brink Tillögu um að skora á Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formann Kennarasambands Íslands, að taka ekki við formennsku var vísað frá í gær. Flutningsmenn tillögunnar voru sakaðir um aðför að formanninum. Nýi formaðurinn hvatti til samstöðu og þakkaði forvera sínum vel unnin störf. „Nú skora ég á okkur öll að taka höndum saman vegna þess að það getur farið að vora ef við viljum,“ sagði Ragnar Þór Pétursson, nýr formaður Kennarasambands Íslands, þegar hann tók við embætti eftir mikil átök á sjöunda þingi KÍ sem lauk í gær. Anna María Gunnarsdóttir tók jafnframt við varaformennsku. Átökin á þinginu snerust fyrst og fremst um tillögu nokkurra kvenna um að þingið myndi skora á Ragnar að samþykkja að haldin yrði ný kosning um formannsembættið og hann tæki ekki við því fyrr en að henni lokinni. Kaflaskipti urðu þegar einn þingfulltrúi bar upp frávísunartillögu. Málinu var vísað frá að undangenginni leynilegri atkvæðagreiðslu þar sem atkvæði féllu þannig að 94 samþykktu frávísun en 78 greiddu atkvæði gegn henni. Sex fulltrúar skiluðu auðum seðlum. Konurnar sem vildu að formaður KÍ yrði kjörinn að nýju rökstuddu tillögu sína með því að Ragnar Þór hefði verið sakaður um blygðunarsemisbrot. Ásakanirnar á hendur Ragnari komu fyrst fram árið 2013, en eftir að kosningin um formann KÍ fór fram í nóvember steig nafngreindur maður fram og gerði ítarlega grein fyrir ásökunum sínum á hendur honum. Óhætt er að segja að þingfulltrúar hafi haft skiptar skoðanir á tillögunni og með hvaða hætti hún var borin upp. Nokkrir þingfulltrúa lýstu þeirri skoðun sinni að tillagan ætti sér enga stoð í lögum KÍ. Einn þeirra lýsti þeim skilningi sínum að Ragnar einn gæti tekið ákvörðun um að taka ekki við embætti. Ef hann myndi ákveða að taka ekki við embætti gerðu lög sambandsins ráð fyrir að kjörinn varaformaður tæki við. Engin heimild væri fyrir því að láta atkvæðagreiðslu fara fram að nýju. Aðrir þingfulltrúar gengu lengra og töluðu um aðför að Ragnari. „Þetta er erfitt mál. Erfitt fyrir mig og okkur allar. Hafi okkur orðið það á að brjóta þingsköp þá þykir okkur það leitt. Við ætluðum ekki að misnota stöðu okkar né heldur brjóta reglur né móðga þessa samkomu með nokkrum hætti,“ sagði Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í Borgarholtsskóla og ein þeirra sem stóðu að tillögunni. Hún hafnaði því að tillagan stríddi gegn lögum KÍ. „Við þurfum ekki lagastoð fyrir þessari ályktun. Þessi ályktun var beiðni til Ragnars Þórs um að taka ekki að þér þessa formennsku af því að embættið er miklu stærra en þú,“ sagði Hanna og beindi orðum sínum til Ragnars Þórs. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38 Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32 Nýr formaður KÍ sagði fjölmiðla bara koma hlaupandi þegar það væri drama Nýr formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, fagnar því að þing sambandsins hafi vísað frá þeirri tillögu að hann þyrfti að endurnýja umboð sitt. Þó var mjótt á mununum í atkvæðagreiðslu. 13. apríl 2018 22:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Tillögu um að skora á Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formann Kennarasambands Íslands, að taka ekki við formennsku var vísað frá í gær. Flutningsmenn tillögunnar voru sakaðir um aðför að formanninum. Nýi formaðurinn hvatti til samstöðu og þakkaði forvera sínum vel unnin störf. „Nú skora ég á okkur öll að taka höndum saman vegna þess að það getur farið að vora ef við viljum,“ sagði Ragnar Þór Pétursson, nýr formaður Kennarasambands Íslands, þegar hann tók við embætti eftir mikil átök á sjöunda þingi KÍ sem lauk í gær. Anna María Gunnarsdóttir tók jafnframt við varaformennsku. Átökin á þinginu snerust fyrst og fremst um tillögu nokkurra kvenna um að þingið myndi skora á Ragnar að samþykkja að haldin yrði ný kosning um formannsembættið og hann tæki ekki við því fyrr en að henni lokinni. Kaflaskipti urðu þegar einn þingfulltrúi bar upp frávísunartillögu. Málinu var vísað frá að undangenginni leynilegri atkvæðagreiðslu þar sem atkvæði féllu þannig að 94 samþykktu frávísun en 78 greiddu atkvæði gegn henni. Sex fulltrúar skiluðu auðum seðlum. Konurnar sem vildu að formaður KÍ yrði kjörinn að nýju rökstuddu tillögu sína með því að Ragnar Þór hefði verið sakaður um blygðunarsemisbrot. Ásakanirnar á hendur Ragnari komu fyrst fram árið 2013, en eftir að kosningin um formann KÍ fór fram í nóvember steig nafngreindur maður fram og gerði ítarlega grein fyrir ásökunum sínum á hendur honum. Óhætt er að segja að þingfulltrúar hafi haft skiptar skoðanir á tillögunni og með hvaða hætti hún var borin upp. Nokkrir þingfulltrúa lýstu þeirri skoðun sinni að tillagan ætti sér enga stoð í lögum KÍ. Einn þeirra lýsti þeim skilningi sínum að Ragnar einn gæti tekið ákvörðun um að taka ekki við embætti. Ef hann myndi ákveða að taka ekki við embætti gerðu lög sambandsins ráð fyrir að kjörinn varaformaður tæki við. Engin heimild væri fyrir því að láta atkvæðagreiðslu fara fram að nýju. Aðrir þingfulltrúar gengu lengra og töluðu um aðför að Ragnari. „Þetta er erfitt mál. Erfitt fyrir mig og okkur allar. Hafi okkur orðið það á að brjóta þingsköp þá þykir okkur það leitt. Við ætluðum ekki að misnota stöðu okkar né heldur brjóta reglur né móðga þessa samkomu með nokkrum hætti,“ sagði Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í Borgarholtsskóla og ein þeirra sem stóðu að tillögunni. Hún hafnaði því að tillagan stríddi gegn lögum KÍ. „Við þurfum ekki lagastoð fyrir þessari ályktun. Þessi ályktun var beiðni til Ragnars Þórs um að taka ekki að þér þessa formennsku af því að embættið er miklu stærra en þú,“ sagði Hanna og beindi orðum sínum til Ragnars Þórs.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38 Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32 Nýr formaður KÍ sagði fjölmiðla bara koma hlaupandi þegar það væri drama Nýr formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, fagnar því að þing sambandsins hafi vísað frá þeirri tillögu að hann þyrfti að endurnýja umboð sitt. Þó var mjótt á mununum í atkvæðagreiðslu. 13. apríl 2018 22:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38
Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32
Nýr formaður KÍ sagði fjölmiðla bara koma hlaupandi þegar það væri drama Nýr formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, fagnar því að þing sambandsins hafi vísað frá þeirri tillögu að hann þyrfti að endurnýja umboð sitt. Þó var mjótt á mununum í atkvæðagreiðslu. 13. apríl 2018 22:00