Lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. febrúar 2018 12:07 Reimar Pétursson formaður Lögmannafélags Íslands. Vísir/Anton Brink Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma án þess að upp um það komist en félagið hefur eftirlitsskyldu með fjárvörslu lögmanna, lögum samkvæmt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sögðum við frá því að Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, nyti trausts í starfi sínu þrátt fyrir að hafa árið 2008 verið kærð til Lögmannafélagsins fyrir að hafa ekki greitt barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, bætur sem því höfðu verið dæmdar í Hæstarétti vegna kynferðisbrots.Kæran hjá Lögmannafélaginu var dregin til baka eftir að sættir náðust í málinu eftir að brotaþoli hafði þurft að ganga á eftir fá bæturnar greiddar. Sem réttargæslumaður barnsins hafði Sif umsjón með fjárvörslureikningi þess og átti að greiða bæturnar út þegar brotaþoli hefði náð átján ára aldri. Lögmannafélagið fer með eftirlit með fjárvörslu lögmanna lögum samkvæmt og segir Reimar Pétursson, formaður að félagið taki hlutverk sitt alvarlega. „Nú þekki ég ekki til þessa tiltekna máls, þetta er mál sem að á sér stað töluvert löngu áður en að ég tek við sem formaður félagsins. Ég get hins vegar staðfest að Lögmannafélagið fer með eftirlit með fjárvörslu lögmanna í samræmi við lög og það hlutverk er tekið mjög alvarlega hjá félaginu og í því fellst meðal annars að lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu og þær skýrslur þurfa að vera staðfestar af löggiltum endurskoðendum.“ Reimar segir að skjólstæðingar lögmanna geti beint kvörtunum vegna starfa lögmanna til sjálfstæðrar úrskurðarnefndar, en í reglum hennar er gert ráð fyrir því að ljúka megi svoleiðis málum með sátt. „Slík sátt, hún getur aldrei leyst lögmann undan því að skila skýrslum til félagsins um fjárvörslu sínar,“ segir Reimar. Reimar segir að það sé því miður svo að skýrsluskil lögmanna séu stundum ófullkomin og við því hafi Lögmannafélagið ákveðið verklag. „Sé ekki úr því bætt innan tiltekins skamms tíma, þá leggur félagið undantekningarlaust til við sýslumann að réttindi viðkomandi lögmanna séu felld niður. Nú er það auðvitað þannig að eftirlit er aldrei fullkomin vörn gegn einhverri misnotkun en mér finnst fremur ólíklegt að einhver misnotkun geti hafa átt sér stað um lengra tímabil, eða verið stórfelld án þess slík komi fram við þetta eftirlit,“ segir Reimar. Tengdar fréttir Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma án þess að upp um það komist en félagið hefur eftirlitsskyldu með fjárvörslu lögmanna, lögum samkvæmt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sögðum við frá því að Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, nyti trausts í starfi sínu þrátt fyrir að hafa árið 2008 verið kærð til Lögmannafélagsins fyrir að hafa ekki greitt barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, bætur sem því höfðu verið dæmdar í Hæstarétti vegna kynferðisbrots.Kæran hjá Lögmannafélaginu var dregin til baka eftir að sættir náðust í málinu eftir að brotaþoli hafði þurft að ganga á eftir fá bæturnar greiddar. Sem réttargæslumaður barnsins hafði Sif umsjón með fjárvörslureikningi þess og átti að greiða bæturnar út þegar brotaþoli hefði náð átján ára aldri. Lögmannafélagið fer með eftirlit með fjárvörslu lögmanna lögum samkvæmt og segir Reimar Pétursson, formaður að félagið taki hlutverk sitt alvarlega. „Nú þekki ég ekki til þessa tiltekna máls, þetta er mál sem að á sér stað töluvert löngu áður en að ég tek við sem formaður félagsins. Ég get hins vegar staðfest að Lögmannafélagið fer með eftirlit með fjárvörslu lögmanna í samræmi við lög og það hlutverk er tekið mjög alvarlega hjá félaginu og í því fellst meðal annars að lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu og þær skýrslur þurfa að vera staðfestar af löggiltum endurskoðendum.“ Reimar segir að skjólstæðingar lögmanna geti beint kvörtunum vegna starfa lögmanna til sjálfstæðrar úrskurðarnefndar, en í reglum hennar er gert ráð fyrir því að ljúka megi svoleiðis málum með sátt. „Slík sátt, hún getur aldrei leyst lögmann undan því að skila skýrslum til félagsins um fjárvörslu sínar,“ segir Reimar. Reimar segir að það sé því miður svo að skýrsluskil lögmanna séu stundum ófullkomin og við því hafi Lögmannafélagið ákveðið verklag. „Sé ekki úr því bætt innan tiltekins skamms tíma, þá leggur félagið undantekningarlaust til við sýslumann að réttindi viðkomandi lögmanna séu felld niður. Nú er það auðvitað þannig að eftirlit er aldrei fullkomin vörn gegn einhverri misnotkun en mér finnst fremur ólíklegt að einhver misnotkun geti hafa átt sér stað um lengra tímabil, eða verið stórfelld án þess slík komi fram við þetta eftirlit,“ segir Reimar.
Tengdar fréttir Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30