Fleiri hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins vegna kynferðisofbeldis og sjálfsvígshugsana Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. mars 2018 20:00 Hanna Ólafsdóttir, umsjónarmaður hjálparsímans hjá Rauða krossinum. Vísir/Friðrik Samtölum sem tengjast sjálfsvígshugleiðingum og kynferðisofbeldi sem berast hjálparsíma Rauða krossins hefur farið fjölgandi. Að sögn umsjónarmanns hjálparsímanns má líklega þakka vitundarvakningu í samfélaginu og metoo-byltingunni að fleiri leiti sér hjálpar. Rauði krossinn sinnir að jafnaði um það bil 15 þúsund hjálparsamtölum á ári eða um það bil 40 samtölum á sólarhring. Helstu ástæður þess að fólk hefur samband við hjálparsímann eru þunglyndi, kvíði og einmanaleiki en ekkert vandamál er of stórt eða of lítið til að eiga erindi við hjálparsímann eða netspjallið að sögn umsjónamanns hjá Rauða krossinum. Þótt heildarfjöldi samtala hafi verið nokkuð jafn milli ára hefur samtölum sem tengjast sjálfsvígshugleiðingum og kynferðisofbeldi þó farið fjölgandi. Þetta sýna tölur sem Rauði krossinn hefur tekið saman. Árið 2015 voru sjálfsvígssamtöl 497 talsins en árið 2016 voru þau 538, ýmist í gegnum síma eða netspjall. Í fyrra voru símtölin 721 og það sem af er árs hafa samtölin verið um 140. Á sama tíma í fyrra voru þau 108.Símtal gæti bjargað lífi „Við teljum ástæðuna vera að það er opnari umræða um tilfinningar og vanlíðan og fleiri eru tilbúnir að tala um sín mál og leita hjálpar. Það þarf ekki endilega að vera að það séu fleiri sem að líður illa,” segir Hanna Ólafsdóttir, annar umsjónarmanna hjálparsímans hjá Rauða krossinum. Svipuð þróun hefur átt sér stað hvað varðar samtöl vegna kynferðisofbeldis. Árið 2016 voru slík samtöl 217 talsins og þar af 71 vegna nauðgunar. Árið 2017 voru þau 391 og 117 vegna nauðgunar en það sem af er þessu ári hafa samtölin verið 74, þar af 27 vegna nauðgunar. „Við teljum að það sé vegna umræðunnar í samfélaginu, að fleiri séu tilbúnir að ræða sín mál og fá stuðning og fá upplýsingar um hvert það getur leitað í kjölfarið,” segir Hanna. Það eru um 90 sjálfboðaliðar Rauða krossins sem hafa fengið sérstaka þjálfun sem skiptast á að svara símtölum og sinna netspjalli. Þess má geta að hjálparsíminn á 14 ára afmæli í dag. „Við vitum alveg að okkar þjónusta hefur skipt sköpum í lífi fólks,“ segir Hanna.Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Samtölum sem tengjast sjálfsvígshugleiðingum og kynferðisofbeldi sem berast hjálparsíma Rauða krossins hefur farið fjölgandi. Að sögn umsjónarmanns hjálparsímanns má líklega þakka vitundarvakningu í samfélaginu og metoo-byltingunni að fleiri leiti sér hjálpar. Rauði krossinn sinnir að jafnaði um það bil 15 þúsund hjálparsamtölum á ári eða um það bil 40 samtölum á sólarhring. Helstu ástæður þess að fólk hefur samband við hjálparsímann eru þunglyndi, kvíði og einmanaleiki en ekkert vandamál er of stórt eða of lítið til að eiga erindi við hjálparsímann eða netspjallið að sögn umsjónamanns hjá Rauða krossinum. Þótt heildarfjöldi samtala hafi verið nokkuð jafn milli ára hefur samtölum sem tengjast sjálfsvígshugleiðingum og kynferðisofbeldi þó farið fjölgandi. Þetta sýna tölur sem Rauði krossinn hefur tekið saman. Árið 2015 voru sjálfsvígssamtöl 497 talsins en árið 2016 voru þau 538, ýmist í gegnum síma eða netspjall. Í fyrra voru símtölin 721 og það sem af er árs hafa samtölin verið um 140. Á sama tíma í fyrra voru þau 108.Símtal gæti bjargað lífi „Við teljum ástæðuna vera að það er opnari umræða um tilfinningar og vanlíðan og fleiri eru tilbúnir að tala um sín mál og leita hjálpar. Það þarf ekki endilega að vera að það séu fleiri sem að líður illa,” segir Hanna Ólafsdóttir, annar umsjónarmanna hjálparsímans hjá Rauða krossinum. Svipuð þróun hefur átt sér stað hvað varðar samtöl vegna kynferðisofbeldis. Árið 2016 voru slík samtöl 217 talsins og þar af 71 vegna nauðgunar. Árið 2017 voru þau 391 og 117 vegna nauðgunar en það sem af er þessu ári hafa samtölin verið 74, þar af 27 vegna nauðgunar. „Við teljum að það sé vegna umræðunnar í samfélaginu, að fleiri séu tilbúnir að ræða sín mál og fá stuðning og fá upplýsingar um hvert það getur leitað í kjölfarið,” segir Hanna. Það eru um 90 sjálfboðaliðar Rauða krossins sem hafa fengið sérstaka þjálfun sem skiptast á að svara símtölum og sinna netspjalli. Þess má geta að hjálparsíminn á 14 ára afmæli í dag. „Við vitum alveg að okkar þjónusta hefur skipt sköpum í lífi fólks,“ segir Hanna.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira