Fleiri hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins vegna kynferðisofbeldis og sjálfsvígshugsana Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. mars 2018 20:00 Hanna Ólafsdóttir, umsjónarmaður hjálparsímans hjá Rauða krossinum. Vísir/Friðrik Samtölum sem tengjast sjálfsvígshugleiðingum og kynferðisofbeldi sem berast hjálparsíma Rauða krossins hefur farið fjölgandi. Að sögn umsjónarmanns hjálparsímanns má líklega þakka vitundarvakningu í samfélaginu og metoo-byltingunni að fleiri leiti sér hjálpar. Rauði krossinn sinnir að jafnaði um það bil 15 þúsund hjálparsamtölum á ári eða um það bil 40 samtölum á sólarhring. Helstu ástæður þess að fólk hefur samband við hjálparsímann eru þunglyndi, kvíði og einmanaleiki en ekkert vandamál er of stórt eða of lítið til að eiga erindi við hjálparsímann eða netspjallið að sögn umsjónamanns hjá Rauða krossinum. Þótt heildarfjöldi samtala hafi verið nokkuð jafn milli ára hefur samtölum sem tengjast sjálfsvígshugleiðingum og kynferðisofbeldi þó farið fjölgandi. Þetta sýna tölur sem Rauði krossinn hefur tekið saman. Árið 2015 voru sjálfsvígssamtöl 497 talsins en árið 2016 voru þau 538, ýmist í gegnum síma eða netspjall. Í fyrra voru símtölin 721 og það sem af er árs hafa samtölin verið um 140. Á sama tíma í fyrra voru þau 108.Símtal gæti bjargað lífi „Við teljum ástæðuna vera að það er opnari umræða um tilfinningar og vanlíðan og fleiri eru tilbúnir að tala um sín mál og leita hjálpar. Það þarf ekki endilega að vera að það séu fleiri sem að líður illa,” segir Hanna Ólafsdóttir, annar umsjónarmanna hjálparsímans hjá Rauða krossinum. Svipuð þróun hefur átt sér stað hvað varðar samtöl vegna kynferðisofbeldis. Árið 2016 voru slík samtöl 217 talsins og þar af 71 vegna nauðgunar. Árið 2017 voru þau 391 og 117 vegna nauðgunar en það sem af er þessu ári hafa samtölin verið 74, þar af 27 vegna nauðgunar. „Við teljum að það sé vegna umræðunnar í samfélaginu, að fleiri séu tilbúnir að ræða sín mál og fá stuðning og fá upplýsingar um hvert það getur leitað í kjölfarið,” segir Hanna. Það eru um 90 sjálfboðaliðar Rauða krossins sem hafa fengið sérstaka þjálfun sem skiptast á að svara símtölum og sinna netspjalli. Þess má geta að hjálparsíminn á 14 ára afmæli í dag. „Við vitum alveg að okkar þjónusta hefur skipt sköpum í lífi fólks,“ segir Hanna.Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Samtölum sem tengjast sjálfsvígshugleiðingum og kynferðisofbeldi sem berast hjálparsíma Rauða krossins hefur farið fjölgandi. Að sögn umsjónarmanns hjálparsímanns má líklega þakka vitundarvakningu í samfélaginu og metoo-byltingunni að fleiri leiti sér hjálpar. Rauði krossinn sinnir að jafnaði um það bil 15 þúsund hjálparsamtölum á ári eða um það bil 40 samtölum á sólarhring. Helstu ástæður þess að fólk hefur samband við hjálparsímann eru þunglyndi, kvíði og einmanaleiki en ekkert vandamál er of stórt eða of lítið til að eiga erindi við hjálparsímann eða netspjallið að sögn umsjónamanns hjá Rauða krossinum. Þótt heildarfjöldi samtala hafi verið nokkuð jafn milli ára hefur samtölum sem tengjast sjálfsvígshugleiðingum og kynferðisofbeldi þó farið fjölgandi. Þetta sýna tölur sem Rauði krossinn hefur tekið saman. Árið 2015 voru sjálfsvígssamtöl 497 talsins en árið 2016 voru þau 538, ýmist í gegnum síma eða netspjall. Í fyrra voru símtölin 721 og það sem af er árs hafa samtölin verið um 140. Á sama tíma í fyrra voru þau 108.Símtal gæti bjargað lífi „Við teljum ástæðuna vera að það er opnari umræða um tilfinningar og vanlíðan og fleiri eru tilbúnir að tala um sín mál og leita hjálpar. Það þarf ekki endilega að vera að það séu fleiri sem að líður illa,” segir Hanna Ólafsdóttir, annar umsjónarmanna hjálparsímans hjá Rauða krossinum. Svipuð þróun hefur átt sér stað hvað varðar samtöl vegna kynferðisofbeldis. Árið 2016 voru slík samtöl 217 talsins og þar af 71 vegna nauðgunar. Árið 2017 voru þau 391 og 117 vegna nauðgunar en það sem af er þessu ári hafa samtölin verið 74, þar af 27 vegna nauðgunar. „Við teljum að það sé vegna umræðunnar í samfélaginu, að fleiri séu tilbúnir að ræða sín mál og fá stuðning og fá upplýsingar um hvert það getur leitað í kjölfarið,” segir Hanna. Það eru um 90 sjálfboðaliðar Rauða krossins sem hafa fengið sérstaka þjálfun sem skiptast á að svara símtölum og sinna netspjalli. Þess má geta að hjálparsíminn á 14 ára afmæli í dag. „Við vitum alveg að okkar þjónusta hefur skipt sköpum í lífi fólks,“ segir Hanna.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira