Eftir að hafa selt aðalmarkvörð sinn til Liverpool, Alisson, fengu Roma Svíann í staðinn en hann kostaði rúmlega tíu milljónir punda.
Olsen var magnaður á HM í sumar en hann var með hæstu prósentuna yfir varin skot á öllu mótinu. Vel gert það og hefur heillað Roma.
Roma sló á létta strengi á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi þar sem Olsen kemur að sjálfsögðu frá heimalandi húsgagnarisans IKEA.
Afraksturinn má sjá hér að neðan og dæmi hver fyrir sig hversu góður fjölmiðlafulltrúi Roma er.
New delivery for #ASRoma pic.twitter.com/gW6rwnYtxf
— AS Roma English (@ASRomaEN) July 24, 2018