Könnun MMR: Leigjendum fækkar en fjölgar í foreldrahúsum Birgir Olgeirsson skrifar 31. október 2018 10:55 Unga fólkið streymir heim til mömmu og pabba, samkvæmt könnun MMR. VÍSIR/Egill Þeim Íslendingum sem búa í leiguhúsnæði hefur fækkað um 4 prósent síðastliðna 12 mánuði samkvæmt nýrri könnun MMR sem framkvæmd var 3.-9. október. Kváðust 14 prósent svarenda búa í leiguhúsnæði, samanborið við 18 prósent árið 2017. Aftur á móti fjölgaði þeim milli ára sem bjuggu í foreldrahúsum og voru nú 13 prósent, samanborið við 10 prósent árið áður. Þá kváðust nú 72 prósent búa í eigin húsnæði en það er tæplega tveggja prósenta aukning frá síðustu mælingu. Í fréttatilkynningu frá MMR segir að samhliða því sem leigjendum hefur fækkað hafa á undanförnum misserum borist fréttir af kólnun í hagkerfinu og hægari hreyfingum á fasteignamarkaði. Þetta virðist hafa þau áhrif að leigjendur upplifi eftirstandandi leigusamninga sem tryggari. Að minnsta kosti mældist töluverð fjölgun í hópi þeirra sem töldu sig búa við mjög öruggan leigusamning frá því árinu áður, eða aukning um heil 18 prósentustig. Kváðust 48% búa í mjög öruggu leiguhúsnæði nú, samanborið við 30% árið áður. Á sama tíma fækkaði þeim um 14 prósentustig sem kváðust búa í frekar öruggu húsnæði - úr 51% í 37%.Leigjendur sagðir upplifa meira öryggi Af þeim sem sögðust búa í leiguhúsnæði töldu 85% húsnæðið sem þau bjuggu í vera öruggt, sem er svipað hlutfall og í september 2013 þegar hlutfall þeirra sem töldu húsnæði sitt vera öruggt mældist 86%. Hlutfall þeirra sem töldu líklegt að þeir myndu missa húsnæði sitt mældist 15%, þar af 8% sem töldu það mjög líklegt og 7% sem töldu frekar líklegt að þeir misstu húsnæðið. Svarendur á aldrinum 18 - 29 ára reyndust líklegri en aðrir til að búa í leiguhúsnæði. Kváðust 30% þeirra á aldrinum 18 - 29 ára búa í leiguhúsnæði, samanborið við 3% þeirra 68 ára og eldri. Þá hefur fjöldi þeirra á aldrinum 18-29 ára sem býr í leiguhúsnæði minnkað um 13 prósentustig frá árinu 2016, þegar 43% svarenda aldurshópsins kváðust búa í leiguhúsnæði. Jafnframt kváðust nú 45% þeirra á aldrinum 18 - 29 ára búa í foreldrahúsum, samanborið við 37% í fyrra og 29% árið 2016.Fleiri í foreldrahúsum Hlutfall þeirra sem bjuggu í eigin húsnæði fór hækkandi í takt við hækkandi laun. Kváðust 82% þeirra með heimilistekjur yfir milljón á mánuði búa í eigin húsnæði, samanborið við 40% þeirra með heimilistekjur undir 250 þúsund krónum. Þegar litið var til stuðnings við stjórnmálaflokka kom í ljós að stuðningsfólk Flokks fólksins og Pírata var líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að búa í leiguhúsnæði, eða 39% stuðningsfólks Flokks fólksins og 23% Pírata. Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Þeim Íslendingum sem búa í leiguhúsnæði hefur fækkað um 4 prósent síðastliðna 12 mánuði samkvæmt nýrri könnun MMR sem framkvæmd var 3.-9. október. Kváðust 14 prósent svarenda búa í leiguhúsnæði, samanborið við 18 prósent árið 2017. Aftur á móti fjölgaði þeim milli ára sem bjuggu í foreldrahúsum og voru nú 13 prósent, samanborið við 10 prósent árið áður. Þá kváðust nú 72 prósent búa í eigin húsnæði en það er tæplega tveggja prósenta aukning frá síðustu mælingu. Í fréttatilkynningu frá MMR segir að samhliða því sem leigjendum hefur fækkað hafa á undanförnum misserum borist fréttir af kólnun í hagkerfinu og hægari hreyfingum á fasteignamarkaði. Þetta virðist hafa þau áhrif að leigjendur upplifi eftirstandandi leigusamninga sem tryggari. Að minnsta kosti mældist töluverð fjölgun í hópi þeirra sem töldu sig búa við mjög öruggan leigusamning frá því árinu áður, eða aukning um heil 18 prósentustig. Kváðust 48% búa í mjög öruggu leiguhúsnæði nú, samanborið við 30% árið áður. Á sama tíma fækkaði þeim um 14 prósentustig sem kváðust búa í frekar öruggu húsnæði - úr 51% í 37%.Leigjendur sagðir upplifa meira öryggi Af þeim sem sögðust búa í leiguhúsnæði töldu 85% húsnæðið sem þau bjuggu í vera öruggt, sem er svipað hlutfall og í september 2013 þegar hlutfall þeirra sem töldu húsnæði sitt vera öruggt mældist 86%. Hlutfall þeirra sem töldu líklegt að þeir myndu missa húsnæði sitt mældist 15%, þar af 8% sem töldu það mjög líklegt og 7% sem töldu frekar líklegt að þeir misstu húsnæðið. Svarendur á aldrinum 18 - 29 ára reyndust líklegri en aðrir til að búa í leiguhúsnæði. Kváðust 30% þeirra á aldrinum 18 - 29 ára búa í leiguhúsnæði, samanborið við 3% þeirra 68 ára og eldri. Þá hefur fjöldi þeirra á aldrinum 18-29 ára sem býr í leiguhúsnæði minnkað um 13 prósentustig frá árinu 2016, þegar 43% svarenda aldurshópsins kváðust búa í leiguhúsnæði. Jafnframt kváðust nú 45% þeirra á aldrinum 18 - 29 ára búa í foreldrahúsum, samanborið við 37% í fyrra og 29% árið 2016.Fleiri í foreldrahúsum Hlutfall þeirra sem bjuggu í eigin húsnæði fór hækkandi í takt við hækkandi laun. Kváðust 82% þeirra með heimilistekjur yfir milljón á mánuði búa í eigin húsnæði, samanborið við 40% þeirra með heimilistekjur undir 250 þúsund krónum. Þegar litið var til stuðnings við stjórnmálaflokka kom í ljós að stuðningsfólk Flokks fólksins og Pírata var líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að búa í leiguhúsnæði, eða 39% stuðningsfólks Flokks fólksins og 23% Pírata.
Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira