Könnun MMR: Leigjendum fækkar en fjölgar í foreldrahúsum Birgir Olgeirsson skrifar 31. október 2018 10:55 Unga fólkið streymir heim til mömmu og pabba, samkvæmt könnun MMR. VÍSIR/Egill Þeim Íslendingum sem búa í leiguhúsnæði hefur fækkað um 4 prósent síðastliðna 12 mánuði samkvæmt nýrri könnun MMR sem framkvæmd var 3.-9. október. Kváðust 14 prósent svarenda búa í leiguhúsnæði, samanborið við 18 prósent árið 2017. Aftur á móti fjölgaði þeim milli ára sem bjuggu í foreldrahúsum og voru nú 13 prósent, samanborið við 10 prósent árið áður. Þá kváðust nú 72 prósent búa í eigin húsnæði en það er tæplega tveggja prósenta aukning frá síðustu mælingu. Í fréttatilkynningu frá MMR segir að samhliða því sem leigjendum hefur fækkað hafa á undanförnum misserum borist fréttir af kólnun í hagkerfinu og hægari hreyfingum á fasteignamarkaði. Þetta virðist hafa þau áhrif að leigjendur upplifi eftirstandandi leigusamninga sem tryggari. Að minnsta kosti mældist töluverð fjölgun í hópi þeirra sem töldu sig búa við mjög öruggan leigusamning frá því árinu áður, eða aukning um heil 18 prósentustig. Kváðust 48% búa í mjög öruggu leiguhúsnæði nú, samanborið við 30% árið áður. Á sama tíma fækkaði þeim um 14 prósentustig sem kváðust búa í frekar öruggu húsnæði - úr 51% í 37%.Leigjendur sagðir upplifa meira öryggi Af þeim sem sögðust búa í leiguhúsnæði töldu 85% húsnæðið sem þau bjuggu í vera öruggt, sem er svipað hlutfall og í september 2013 þegar hlutfall þeirra sem töldu húsnæði sitt vera öruggt mældist 86%. Hlutfall þeirra sem töldu líklegt að þeir myndu missa húsnæði sitt mældist 15%, þar af 8% sem töldu það mjög líklegt og 7% sem töldu frekar líklegt að þeir misstu húsnæðið. Svarendur á aldrinum 18 - 29 ára reyndust líklegri en aðrir til að búa í leiguhúsnæði. Kváðust 30% þeirra á aldrinum 18 - 29 ára búa í leiguhúsnæði, samanborið við 3% þeirra 68 ára og eldri. Þá hefur fjöldi þeirra á aldrinum 18-29 ára sem býr í leiguhúsnæði minnkað um 13 prósentustig frá árinu 2016, þegar 43% svarenda aldurshópsins kváðust búa í leiguhúsnæði. Jafnframt kváðust nú 45% þeirra á aldrinum 18 - 29 ára búa í foreldrahúsum, samanborið við 37% í fyrra og 29% árið 2016.Fleiri í foreldrahúsum Hlutfall þeirra sem bjuggu í eigin húsnæði fór hækkandi í takt við hækkandi laun. Kváðust 82% þeirra með heimilistekjur yfir milljón á mánuði búa í eigin húsnæði, samanborið við 40% þeirra með heimilistekjur undir 250 þúsund krónum. Þegar litið var til stuðnings við stjórnmálaflokka kom í ljós að stuðningsfólk Flokks fólksins og Pírata var líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að búa í leiguhúsnæði, eða 39% stuðningsfólks Flokks fólksins og 23% Pírata. Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Þeim Íslendingum sem búa í leiguhúsnæði hefur fækkað um 4 prósent síðastliðna 12 mánuði samkvæmt nýrri könnun MMR sem framkvæmd var 3.-9. október. Kváðust 14 prósent svarenda búa í leiguhúsnæði, samanborið við 18 prósent árið 2017. Aftur á móti fjölgaði þeim milli ára sem bjuggu í foreldrahúsum og voru nú 13 prósent, samanborið við 10 prósent árið áður. Þá kváðust nú 72 prósent búa í eigin húsnæði en það er tæplega tveggja prósenta aukning frá síðustu mælingu. Í fréttatilkynningu frá MMR segir að samhliða því sem leigjendum hefur fækkað hafa á undanförnum misserum borist fréttir af kólnun í hagkerfinu og hægari hreyfingum á fasteignamarkaði. Þetta virðist hafa þau áhrif að leigjendur upplifi eftirstandandi leigusamninga sem tryggari. Að minnsta kosti mældist töluverð fjölgun í hópi þeirra sem töldu sig búa við mjög öruggan leigusamning frá því árinu áður, eða aukning um heil 18 prósentustig. Kváðust 48% búa í mjög öruggu leiguhúsnæði nú, samanborið við 30% árið áður. Á sama tíma fækkaði þeim um 14 prósentustig sem kváðust búa í frekar öruggu húsnæði - úr 51% í 37%.Leigjendur sagðir upplifa meira öryggi Af þeim sem sögðust búa í leiguhúsnæði töldu 85% húsnæðið sem þau bjuggu í vera öruggt, sem er svipað hlutfall og í september 2013 þegar hlutfall þeirra sem töldu húsnæði sitt vera öruggt mældist 86%. Hlutfall þeirra sem töldu líklegt að þeir myndu missa húsnæði sitt mældist 15%, þar af 8% sem töldu það mjög líklegt og 7% sem töldu frekar líklegt að þeir misstu húsnæðið. Svarendur á aldrinum 18 - 29 ára reyndust líklegri en aðrir til að búa í leiguhúsnæði. Kváðust 30% þeirra á aldrinum 18 - 29 ára búa í leiguhúsnæði, samanborið við 3% þeirra 68 ára og eldri. Þá hefur fjöldi þeirra á aldrinum 18-29 ára sem býr í leiguhúsnæði minnkað um 13 prósentustig frá árinu 2016, þegar 43% svarenda aldurshópsins kváðust búa í leiguhúsnæði. Jafnframt kváðust nú 45% þeirra á aldrinum 18 - 29 ára búa í foreldrahúsum, samanborið við 37% í fyrra og 29% árið 2016.Fleiri í foreldrahúsum Hlutfall þeirra sem bjuggu í eigin húsnæði fór hækkandi í takt við hækkandi laun. Kváðust 82% þeirra með heimilistekjur yfir milljón á mánuði búa í eigin húsnæði, samanborið við 40% þeirra með heimilistekjur undir 250 þúsund krónum. Þegar litið var til stuðnings við stjórnmálaflokka kom í ljós að stuðningsfólk Flokks fólksins og Pírata var líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að búa í leiguhúsnæði, eða 39% stuðningsfólks Flokks fólksins og 23% Pírata.
Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira