Upplýsingar um stöðu leikskóla borgarinnar liggja ekki fyrir Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. ágúst 2018 07:00 Um 1.600 börn, fædd 2016 og 2017, verða tekin inn í leikaskóla í Reykjavík í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Það mun ekki skýrast að fullu hvernig ganga muni að taka ný börn inn á leikskóla borgarinnar fyrr en í næstu viku. Skóla- og frístundaráð mun funda 21. ágúst næstkomandi þar sem farið verður yfir stöðuna. Borgin tilkynnti í maí að um 1.600 börn fædd 2016 og fyrstu mánuði 2017 yrðu tekin inn í leikskólana í haust. Það myndi hins vegar ráðast af því hvernig gengi að ráða í lausar stöður á leikskólum hvenær hægt yrði að hefja aðlögun barnanna. „Við fylgjumst mjög náið með stöðunni og erum í beinu sambandi við leikskólastjórnendur til að geta séð stöðuna nákvæmlega,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Hann segir heildarstöðuna ekki munu liggja fyrir fyrr en rætt hafi verið við stjórnendur allra leikskólanna. Tölurnar verði lagðar fyrir á fundi skóla- og frístundaráðs og gerðar opinberar í kjölfarið. „Það er samt gott hljóð í þeim sem við höfum þegar talað við og fjölmargir hafa tryggt grunnmönnun. Við styðjum við þá skóla sem enn vantar starfsfólk til að tryggja mönnun þeirra sem allra fyrst.“ Katrín Atladóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði, segist sjálf hafa kallað eftir svörum um stöðuna hjá leikskólunum en ekki fengið. Hún segir að staðan muni eitthvað skýrast á undirbúningsfundi sviðsins í næstu viku.Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg„Við höfum töluverðar áhyggjur af því að fólk sé sett í þá stöðu að vita ekki hvenær börn sín komist inn í leikskóla. Þetta er mikil óvissa fyrir foreldra og hefur áhrif á alla skipulagningu,“ segir Katrín. Einn þeirra leikskóla sem sér fram á að þurfa að bíða með að taka ný börn inn í aðlögun er Steinahlíð. Bergsteinn Þór Jónsson leikskólastjóri hefur skrifað bréf til foreldra þar sem þetta er tilkynnt. „Hjá okkur vantar ekki svo marga starfsmenn en það vantar deildarstjóra á yngstu deildina sem er lykilstaða,“ segir Bergsteinn.“ Hann segir að foreldrar ellefu barna hafi fengið bréf þar sem fram komi að ekki verði hægt að taka þau inn að svo stöddu. „Þetta er engin óskastaða fyrir okkur en þetta snýst um öryggi barnanna.“ Að sögn Bergsteins snýr hluti vandans að því að grunnskólinn sé að taka starfsfólk frá leikskólunum. „Á mínum fyrri vinnustað fóru á einu ári fimm fagaðilar yfir í kennslu í grunnskólum. Þetta er mikil blóðtaka fyrir leikskólana.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45 Dæmi um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður í leikskólum Enn á eftir að manna fjölmörg stöðugildi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og dæmi eru um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður. Foreldrar bíða margir í óvissu um það hvort og þá hvenær börnin þeirra fái leikskólapláss í haust, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. 28. júlí 2018 22:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Það mun ekki skýrast að fullu hvernig ganga muni að taka ný börn inn á leikskóla borgarinnar fyrr en í næstu viku. Skóla- og frístundaráð mun funda 21. ágúst næstkomandi þar sem farið verður yfir stöðuna. Borgin tilkynnti í maí að um 1.600 börn fædd 2016 og fyrstu mánuði 2017 yrðu tekin inn í leikskólana í haust. Það myndi hins vegar ráðast af því hvernig gengi að ráða í lausar stöður á leikskólum hvenær hægt yrði að hefja aðlögun barnanna. „Við fylgjumst mjög náið með stöðunni og erum í beinu sambandi við leikskólastjórnendur til að geta séð stöðuna nákvæmlega,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Hann segir heildarstöðuna ekki munu liggja fyrir fyrr en rætt hafi verið við stjórnendur allra leikskólanna. Tölurnar verði lagðar fyrir á fundi skóla- og frístundaráðs og gerðar opinberar í kjölfarið. „Það er samt gott hljóð í þeim sem við höfum þegar talað við og fjölmargir hafa tryggt grunnmönnun. Við styðjum við þá skóla sem enn vantar starfsfólk til að tryggja mönnun þeirra sem allra fyrst.“ Katrín Atladóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði, segist sjálf hafa kallað eftir svörum um stöðuna hjá leikskólunum en ekki fengið. Hún segir að staðan muni eitthvað skýrast á undirbúningsfundi sviðsins í næstu viku.Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg„Við höfum töluverðar áhyggjur af því að fólk sé sett í þá stöðu að vita ekki hvenær börn sín komist inn í leikskóla. Þetta er mikil óvissa fyrir foreldra og hefur áhrif á alla skipulagningu,“ segir Katrín. Einn þeirra leikskóla sem sér fram á að þurfa að bíða með að taka ný börn inn í aðlögun er Steinahlíð. Bergsteinn Þór Jónsson leikskólastjóri hefur skrifað bréf til foreldra þar sem þetta er tilkynnt. „Hjá okkur vantar ekki svo marga starfsmenn en það vantar deildarstjóra á yngstu deildina sem er lykilstaða,“ segir Bergsteinn.“ Hann segir að foreldrar ellefu barna hafi fengið bréf þar sem fram komi að ekki verði hægt að taka þau inn að svo stöddu. „Þetta er engin óskastaða fyrir okkur en þetta snýst um öryggi barnanna.“ Að sögn Bergsteins snýr hluti vandans að því að grunnskólinn sé að taka starfsfólk frá leikskólunum. „Á mínum fyrri vinnustað fóru á einu ári fimm fagaðilar yfir í kennslu í grunnskólum. Þetta er mikil blóðtaka fyrir leikskólana.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45 Dæmi um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður í leikskólum Enn á eftir að manna fjölmörg stöðugildi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og dæmi eru um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður. Foreldrar bíða margir í óvissu um það hvort og þá hvenær börnin þeirra fái leikskólapláss í haust, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. 28. júlí 2018 22:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45
Dæmi um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður í leikskólum Enn á eftir að manna fjölmörg stöðugildi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og dæmi eru um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður. Foreldrar bíða margir í óvissu um það hvort og þá hvenær börnin þeirra fái leikskólapláss í haust, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. 28. júlí 2018 22:00